18.12.2010 | 10:40
Ég styð Lilju Ásmund og Atla í þessari aðgerð sinni...
Ríkisstjórnin á að segja af sér...
Það kom fram hjá Lilju að þessi stefna er ekki sú stefna sem lagt var af stað með í upphafi innan flokksins og VG hlaut kosningu fyrir...
Það sem er sorglegast í þessu öllu saman er að það eru þau 3. sem eru gerð að blórabögglum en ekki Ríkisstjórnin sem er búin að SVÍKJA öll sín kosningarloforð fyrir utan Samfylkinguna sem hefur staðið við eitt loforð og það er í ESB með Þjóðina...
Það er komið nóg af þessu bulli og hvet ég Landsmenn til þess að láta í sér heyra...
Þetta er Landið okkar Ísland og núverandi Ríkisstjórn er ekki stjórnhæf á hvað er okkur Íslendingum fyrir best vegna haturs á orðið Sjálfstæði...
Það er allt gert til þess að kippa fótfestunni undan okkur og ætti Ríkisstjórnin að skammast sín fyrir að það sé ekki allt lagt í sölurnar til þess að festa fótfestuna hjá okkur Íslendingum...
Vanhæf Ríkisstjórn sem á að koma sér frá hið snarasta...
Ríkisstjórnin veik en ekki í lífshættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það er náttúrulega bara hlægilegt að sjá svona skrif. sjálfstæðismenn styðja þremenningana vegna þess að þeir eru i andstöðu við ríkisstjórnina en ekki vegna málefnanna! Þremenningarnir eru ósáttir við að ríkisstjórnin slátri ekki kvótkerfinu og hækki skatta. Einhvernveginn á ég ekki von á því að LÍÚ mafían vilji hærri skatta , hvað þá slátra kvótakerfinu en tilgangurinn helgar nú meðalið hjá sjöllum nú sem endranær- ef hægt er að koma ríkisstjórninni í vanda, þá skal það gert. Jafnvel þó verið sé að styðja öfl sem eru í ljósárafjarlægð frá hugsjónum sjálfstæðisflokksin. Þessu verður ekki líst nema með orðunum tækifærissinnar og lýðskrumarar.
Óskar, 18.12.2010 kl. 13:48
Óskar" Það er hlægilegt að sjá þín skrif, þú snýrð öllu á hvolf. Ég veit um verri lýðskrumara og tækifærissinna og lygara heldur en Sjálfstæðismenn. Þetta er auðvitað örvæntingar væl í þér, vegna þess að lygararnir eru að að syngja sitt síðasta.
Eyjólfur G Svavarsson, 18.12.2010 kl. 14:24
Lilja Ásmundur og Atli, vilja bara standa við það sem þau lofuðu þjóðinni og fengu kosningu út á. Það er meyra en hægt er að segja um forustu flokksins og hina kettina.
Eyjólfur G Svavarsson, 18.12.2010 kl. 14:31
já Lilja , Ásmundur og Atli vlja hækka skattana meira og rústa kvótakerfinu. Gott til þess að vita að sjálfstæðismenn vilja það líka,,,þ.e. þegar það hentar þeim! Þetta er beinlínis hlægilegt því allir vita hvað mundi gerast ef ríkisstórnin öll mundi hækka skattana enn meira og afnema kvótakerfið - sjálfstæðisflokkurinn mundi sturlast i bókstaflegri merkingu!! - og því eru þessi skri ykkar ekkert annað en sprenghlægileg tækifærismennska og lýðskrum!
Óskar, 18.12.2010 kl. 16:15
Óskar þú átt bágt, ég segi að ég styðji þau í þessari aðgerð sinni að styðja ekki þetta fjárlagafrumvarp fyrir árið 2011. Þau sjá það sama og fjölskyldurnar og einstaklingarnir í Landinu fyrir utan þig að við munum ekki ráða við þetta...
Að stilla heimilunum þannig upp að það sé annað hvort að borga reikningana eða að eiga fyrir matnum er ekki nokkur átt, hvað þá allur þessi niðurskurður á Landsbyggðinni varðandi Heilbrigðisþjónustuna, allar þessar skattahækkanir og gjaldhækkanir á öllu...
Það er verið að lama fólk innandyra heima hjá sér og hversu mannlegt er það....
Þessi vinstri Ríkisstjórn sem segist hafa Norræna-velferð að leiðarljósi ætti að skammast sín og hunskast í burtu hið snarasta. Þessar Norrænu-velferðar Ríkisstjórnir ættu að taka þennan titil af Ríkisstjórn Íslands vegna þess að það er engin velferð hérna og verður engin ef að stefna Ríkisstjórnar Íslands gengur eftir, nema að fátækt og ánauð sé velferð á norrænum slóðum...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.12.2010 kl. 18:30
Eyjólfur akkúrat.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.12.2010 kl. 18:32
það má semsagt skilja þennan stuðning þinn við þremeninganna þannig að þú viljir hækka skattana enn meira eins og þau ? Ef ekki, hvað í ósköpunum ertu þá að reyna að segja ?
Óskar, 18.12.2010 kl. 19:23
Óskar, ég held við séum að tala um það að við viljum stjórnmálamenn sem framfylgja eigin kosningaloforðum. Þó maður virði einhverja fyrir að fylgja sínum málefnum eftir þarf maður ekki endilega vera sammála þeirra málefnum. Þessi ríkisstjórn mætti vel halda velli mín vegna ef hún væri ekki búin að svíkja þjóðina trekk í trekk. Hún hefur dregið mikilvægustu málefnin til að koma sínum persónulegu áhugamálum fyrir sbr. ESB tímaeyðslan. Aðgerðirnar fyrir fyrirtækin eru góðar en þær koma einfaldlega of seint. Mörg fyrirtæki fóru þrot á meðan stjórnin var að gaufa eitthvað út í loftið. Sjálfstæðisflokkurinn er kannski ekki í stjórn en stjórnarhættir hans og spillingin lifa áfram í þessari vinstri helferðarstjórn. Það er barnalegt að halda að eitthvað hafi breyst eftir búsáhalda"byltinguna". Samfylkingin er hinn nýji Sjálfstæðisflokkur og Jóhanna er hægt og bítandi að taka fram úr Davíð Oddssyni í hroka og frekju. Eini munurinn er þó að Jóhanna talar og talar og talar en gerir svo andskotans ekki neitt.
Steingrímur J. hlýtur að vera aumasti stjórnmálamaður sem Ísland hefur átt. Eftir 30 ár á þingi skilur hann nákvæmlega ekkert eftir sig nema glæpsamlegan Icesave samning og handónýt fjárlög. Það styttist í brjósklos hjá kallinum eftir stöðugar hneigingar fyrir Jóhönnu og hennar duttlungum. Hann er þó góður kandidat í að verða fyrsti maðurinn sem verður sakfelldur í landsdómi. Ég hlakka til.
Besta "trikk" þessarar ríkisstjórnar er að telja fólki trú um að eini valkosturinn við hana sé Sjálfstæðisflokurinn. En það sem vinstrimenn eru annað hvort of blindir eða heimskir til að skilja er að með því fella ríkisstjórnina gefst flokkunum tækifæri á að stokka upp í sínum röðum og endurskipuleggja sig og ný framboð koma fram. Við þurfum að hreinsa alþingi af öllum "hrun-andlitum", alveg sama úr hvaða flokki þau eru. Ég vil ekki sjá eða heyra minnst á Össur, Jóhönnu, Bjarna Ben eða Steingrím J. í næstu kosningum. Svo maður minnist nú ekki á erkifíflið Árna Johnsen. Og þau eru fleiri sem mega hverfa en það gerist ekki nema með kosningum.
Pétur Harðarson, 19.12.2010 kl. 10:29
Sæl Inibjörg! Já vanhæf og allt að því banvæn. Þessi 2 ár eftir hrun,hafa nýir ferskir þingmenn eflst,sem eru þar af hugsjón,með hag lands síns að leiðarljósi. Á sama tíma höfum við kanski lært hverjum er hægt að treysta,þeim sem hika ekki við að kjósa eftir sannfæringu sinni,leiðum þá í hásæti,svo þjóðinni vegni vel. Ekkert ESB. né Icesave.
Helga Kristjánsdóttir, 20.12.2010 kl. 03:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.