Þjóðin á að segja næsta leik...

Það eina með viti núna er að láta Þjóðina segja til um vilja sinn varðandi áframhaldandi ESB aðildarviðræður...

Þar sem það er öllum ljóst að það er ekki lengur um viðræður að eiga heldur aðlögun án þess að þjóðin hafi fengið að segja sitt orð um það eins og henni var lofað þegar lagt var af stað í þessa ESB viðræður þá á að láta þjóðina segja til um það hvort hún vilji að áframhald verður á þessu ESB brölti...

Þetta er að kosta mikið fé og mikin tíma eins og Þjóðin er að finna íllilega fyrir...


mbl.is Þingið endurnýi umboð til ESB-umsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

það er rétt Ingibjörg,það hníga  öll rök um það.  17 jan. vona að verði gott veður. Já gleðilegt nýtt ár.

Helga Kristjánsdóttir, 11.1.2011 kl. 13:35

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Er ekki meira vit í því að þjóðin fái að vita hvað býðst, og taki síðan afstöðu ?

hilmar jónsson, 11.1.2011 kl. 13:55

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Gleðilegt árið Helga og hvernig sem veður verður þá á að mæta...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.1.2011 kl. 14:24

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hilmar það er ekkert sem segir okkur að það verði þjóðin sem fái að ráða þegar í enda er komið eins og staðan er í dag...

Það má ekki gleyma því að Jóhanna er með samþykkta breytingu á gildi einnar og BARA einnar Þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi ESB...

Það segir okkur að ef henni henntar svo þá er hægt að keyra þjóðina í ESB án þess að þjóðin ráði nokkru um það...

Það er blákaldur sannleikur...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.1.2011 kl. 14:31

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hvað nákvæmlega erum við búin að "aðlagast"???

Sleggjan og Hvellurinn, 11.1.2011 kl. 15:01

6 identicon

þið sem eruð á móti ESB aðild skuluð aldrei dirfast að segja að þið séuð ósátt með verðtrygginguna og vextina á lánunum ykkar, lítin kaupmátt, hátt matvælaverð, hátt verð á raftækjum, hátt verð á fötum, einokun á lanbúnaðarvöru, hæsta áfengis verð í heimi, óstöðugan ónýtan gjaldmiðil, toll á jólagjafirnar sem sendar eru frá ættingjum erlendis, tollara sem skipta sér af því hversu mikið þið verslið í útlöndum......

 Því svona viljið þið hafa þetta

Guðmundur (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 15:29

7 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

En hvernig er það guðmundur, eiga þá fullveldissinnar ekki að hafa öll störfin á meðan ESB sinnar verða atvinnulausir og bótalausir?

Ég held að ummæli Guðmundar dæmi sig sjálf

Brynjar Þór Guðmundsson, 11.1.2011 kl. 17:45

8 identicon

Brynjar: Ég veit ekki hvað þú ert að blanda atvinnuleysi inn í þetta, það hefur lítið sem ekkert með ESB aðild að gera.

Einnig eru andstæðingar nei-sinnar en ekki fullveldissinnar, því eina leiðin til að tryggja fullveldi í framtíðinni er að ganga þarna inn.

Það er líka tími til kominn að íslendingar fari að kynna sér um hvað þetta samband snýst og hætti að láta Davíð Oddsson og aðra hans líka heilaþvo sig með bulli, kjaftæði og ranghugmyndum. 

Eða eins og danskur þingmaður sagði" íslendingar eiga ekkert erindi í þetta samband fyrr en þeir skilja út á hvað það gengur"

íslendingar eru einfaldlega of heimskir og illa gefnir til að ganga þarna inn. 

Guðmundur (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 19:00

9 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þruman Sleggjan Hvellurinn og Hamarinn það er frekar að spyrja hverju hefur ekki verið breytt að hætti aðlögunar að ESB á þeim tima sem Ríkisstjórnin er búin að vera... Hún hefur að vísu skýlt sér á bakvið EES og sagt það vegna þess, en það er nóg að líta til þessara 20-20 áætlunar hennar sem miðar að því að á endanum komi Evra...

Allt gengur út á að inn í ESB verði farið án þess að það hafi svo mikið sem 1 Þjóðaratkvæðagreiðsla um vilja Þjóðarinnar legið fyrir þrátt fyrir að síendurteknar kannanir síni afgerandi vilja vilja ekki í ESB...

Við hvað eru þessir ESB sinnar hræddir, svo hræddir að þeir þora ekki að láta vilja Þjóðarinnar koma fram...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.1.2011 kl. 23:10

10 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Guðmundur fyrri ég er ekki alveg að skilja þig, ég get alveg verið á móti hinu og þessu ef mér finnst það ekki skynsamlegt, þó svo að ég sé á móti ESB...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.1.2011 kl. 23:13

11 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Guðmundur seinni það er mikið atvinnuleysi innan ESB ríkja.... Bara það að þú skulir segja að eina leiðin til að tryggja fullveldi okkar sé að ganga í ESB segir allt sem segja þarf, ég veit ekki betur en að Jóhanna og Steingrímur hafi kvittað fyrir afsali á Fullveldi þjóðarinnar með þessari ESB umsókn...

Restin á ummælum þínum segja allt um þína eigin hugsun...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.1.2011 kl. 23:22

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þannig að 2020 framtíðarstefna er þessi "aðlögun" sem þú og þínir líkir eru að tala um???

Það finnst mér skrítið vegna þess að NEI sinnar eru búnir að tala um aðlögun áður en þessi 2020 áætlun kom í fjölmiðla.

Þar er t.d að finna markmið um að minnka atvinnuleysi og bæta menntun. Er það óásættanlegt í huga NEI-sinna???

Svo eru ESB sinnar alls ekki hræddir við þjóðaratkvæðisgreiðslu því samningurinn verður lagður í dóm þjóðarinnar þegar samningurinn liggur fyrir.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.1.2011 kl. 23:48

13 identicon

Það er ótrúlegt hvað ESB umræðan á íslandi er á lágu plani og einkennist af fordómum og hatri út í ESB vegna fáfræði.

ESB er eina leiðin sem íslendingar hafa ef þeir vilja laga lífskjörin hér.

Ég er alveg viss um að þú Ingibjörg hefur aldrei búið annarsstaðar en á íslandi og hefur því ekki samanburðinn á lífsgæðunum sem fylgja því að búa erlendis. 

Það að kenna ESB um atvinnuleysi er alveg út í hött. Það er undir ríkisstjórn hvers lands fyrir sig að vinna bug á því. Það finnast ríki innan ESB sem hafa hátt atvinnuleysi og þar finnast líka ríki með mjög lágt atvinnuleysi. 

Þessi fullveldistugga er orðin asskoti þreytt og lúinn, það vita það allir sem kynna sér málið að með því að vera í samvinnu og samstarfi við aðrar þjóðir evrópu með því að vera í ESB munum við ekki missa neitt fullveldi.

GGG (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 00:56

14 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Sæll Guðmundur, hér er smá lesefni handa þér. Skýrsla Bresku ríkisstjórnarinnar um áhrif af inngöngu Breta í ESB

www.ukip.org/media/policies/UKIPfishing.pdf

Aðeins meir handa þér http://www.ab.se/english/sweden/industry/e-s-i-agriculture.htm

www.jordbruksverket.se/.../Rapport+2010_18_Kostnader+och+intäkter.pdf

Þessir tveir síðustu eru tegundir landbúnaði, fyrir inngöngu(landbúnaður Svíþjóðar 1951-1996)  annars vegar og samanburður (Danmerkur, Finnlands og Svíþjóðar) hins vegar. Þarna kemur meðal annars fram fækkun á bændum vegna CAP meðal annars en bændunum fækkaði úr 233.000(árið 1961)  niður í 72.610 (2007)(eða fækkun upp á 160.400 störf og þetta eru bara bændur og telur EKKI til anna hluta landbúnaðarins svo sem kjötvinnslu eða hverskonar þjónustu). Einnig kemur fram að meðal búðið stækkaði umtalsver

Og GGG, útskýrðu þetta http://www.indexmundi.com/sweden/unemployment_rate.html atvinnuleysið fór af stað eftir bankahrun en fór ekki að verða neitt af ráði fyrr en eftir inngöngu, ATH Svíar tóku upp "atvinnutryggingar", þ.a.s. Sænska ríkið borgaði fólki full laun fyrir að fara ekki á atvinnuleysisbætur (í um 1 ár)og þá var viðkomandi ekki atvinnulaus heldur í vinnu hjá hinu opinbera. Athugaðu að Bændur eru 2% af öllum Svíum en bændur hér á íslandi eru um 10%

  
  
  
  
  
  

Brynjar Þór Guðmundsson, 12.1.2011 kl. 17:46

15 identicon

Brynjar: Bændum hefur fækkað töluvert á íslandi í gegnum árin án þess að landið sé í ESB. Einnig hefur atvinnulausi stór aukist hér undanfarin 2 ár án þess að landið sé í ESB.

Bændum fækkar útaf því að lifnaðarhættir eru að breytast.

Hinsvegar er tími til komin að þessari einokun á landbúnaðarvöru á íslandi fari að ljúka. 

Íslensk landbúnaðarvara er sú versta sem ég hef smakkað og einnig sú dýrasta sem finnst á byggðu bóli.

GGG (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 23:15

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Bændur eru með eina minnstu framlegð af öllum störfum á Íslandi. Með því að fækka þeim er Ísalndi til hagsældar. Þá fer vinnuaflið í önnur störf sem gefur landinu meiri framlegð.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.1.2011 kl. 23:55

17 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Þeim hefur fyrst og fremst fækkað vegna vélvæðingar en einnig hefur fjöldi jarða lags í eiði af misjöfnum ástæðum

GGG, ef þú hefur ekki farið útfyrir landsteinana þá hefurðu rétt fyrir þér, en annars get ég ekki verið sammál þér með gæði, í þeim löndum sem ég hef komið er margt vart ætt. Ef landbúnaðarvörum verður komið eingöngu á hendur útrásarvíkingaglæpamannanna þá fyrst erum við í vondum málum. Farðu og skoðaðu hvernig brauðmálum er háttað út á landi A) þar sem bakarí er og B) þar sem bakarí er ekki að finna og ræddu svo við mig þegar þú hefur fengið smá vit í hausinn þinn. Af báðum skrifum þínum að dæma þá mætti halda að þú hafir aldrei komið út fyrir 101, að minnsta kosti ekki haft eyru og augu opin.

Bjarni&co, Þú/Þið þurfið að kynna ykkur hvernig innflutningur/útflutningur virkar; hvort sem er með krónu eða evru og afleiðingar þess að flytja "meira" inn en út.

Brynjar Þór Guðmundsson, 13.1.2011 kl. 16:35

18 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég veit allt um það Brynjar.

Þú ættir sjálfur að fræða þig um skaðsemi tolla og höft.

Þú vilt kannski setja 2000% toll á bíla svo Íslendingar neyðast til að framleiða þá????

Sleggjan og Hvellurinn, 13.1.2011 kl. 22:12

19 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Svo er furðulega mikið innflutt hjá bændum. Olía, plast, tæki, tól, vélar, bílar og meirisé er fóðrið innflutt líka............  ekki mikill gjaldeyrissparnaður í því.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.1.2011 kl. 22:14

20 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Hvernig vilt þú hafa atvinnumarkaðinn hér á íslandi, gefum okkur það að Íslendingar taki það óheillaskref og að Ísland verði þinn blautasti draumur, enginn sjáfarútvegur og enginn landbúnaður. Þú athugar að við þetta eykst innflutningur þannig að í stað framleiðslu bætist við 279 miljarðar við innflutning(sem er fyrir 550m = 829miljarðar)+ samdrátt í útflutningi landbúnaðarvara(60miljarðar) og sjáfarútvegsvörum(200Miljarðar).Brúaðu fyrir mig muninn á inn- og útflutningi( og hafðu það raunsætt; reiknaðu Icesave inn(um 20 miljarðar) kostnað við uppihald Brusselbúa sem er um 10% af innkomu ríkisins. Til samanburðar flytja öll önnur fyrirtæki(annað en landbúnaður og sjáfarútvegur) út fyrir um 270Miljarða(tölur hagstofunnar). Þannig að það sem eftir stendur fyrir þig að brúa eða um 600-700 Miljarðar og atvinnuleysi upp á 75.000 (12.750 nú+27.000 landbúnaður og 35.000 í sjáfarútvegi). Hvernig ætlar þú að reka landið? Nei,ég held að þú hafir ekki hugmynd um það hvernig Inn-/útflutningur virkar, ekki með krónu og því síður með Euro þar sem mistök eru enn skelfilegri. Tölur eru hér að neðan. Góða skemmtun

http://www.hagstofan.is/?PageID=669&src=/temp/Dialog/varval.asp?ma=IDN01009%26ti=Seldar+framlei%F0sluv%F6rur+2009%26path=../Database/idnadur/idnadur/%26lang=3%26units=Fj%F6ldi,%20magn%20og%20millj%F3nir%20kr%F3na

Það er alveg rétt með bændurna, þeir fitja ekki mikið út en það gera afurðastöðvarnar

Í olíunni, hversu stór þáttur er gjaldeyrir? þetta er að mestu álagning og skattur. Og með vinnuvélarnar, hversu mikil álagning er á þeim, þá dettur þetta niður. Hjá hagstofunni er líka tölur um innflutt fóður sem og það sem bændur rækta sjálfir. Þar sérðu að það er miklu meira framleitt af fóðri en innflutt(sem er stjarnfræðilega lítið)

Gjaldeirssparnaðurinn er uppá 270 miljarða(ef fitja ætti allan mat inn), hvað fer mikið í olíukaup(óskattlagða og enga álagningu), vélakaup plast og annað?

En hvað seigurðu, hvernig lítur draumalandið út hjá þér?

Brynjar Þór Guðmundsson, 14.1.2011 kl. 16:28

21 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Draumalandið mitt er að sprota og hátæknifyrirtæki geta starfað í stöðugu umhverfi með evru sme gjaldmiðil. (Marel, Össur og CCP vilja allir inn í ESB).

Okkar mikilvægasta auðlind er mannauðurinn. Svo kemur fiskurinn og orkan.

Sprota, nýsköpunar og hátæknifyritæki geta vaxið endalaust. Án hafta. En fiskur og orkan hérna á Íslandi er takmörkuð auðlind.

Draumalandi mitt inniheldur landbúnaði og dreifðri byggðu útum allt land. Enda er mjög góð byggðarstefna hjá ESB. Einnig fá Íslendignar leyfi til þess að styrkja landbúnaðinn okkar enn meira vegna þess að við erum fyrir ofan 64 breiddargráðu (Finnar gáfu okkur þetta fordæmi)

Sjávarútvegur og landbúnarðu mun ekki leggjast af.... það er þín fyrsta villa. Ég veit ekki hvaðan þú hefur þá þvælu. 

Svona í alvöru... ég vona að þú heldur það ekki í alvöru. Ég vona að þetta eru bara svona slagorð eða yfirlýsingar seim þú heyrðir á fundi með Heimssýn.

En ef þú heldur þetta í alvöru þá hefur menntakerfið á Íslandi valdið mér MIKLUM vonbryggðum. Og draumalandið mitt verður þá með sterkara menntakerfi en það er núna í dag.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.1.2011 kl. 18:58

22 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Ég sé strax þrár villur sem ég benti þér á í byrjun

A) Landbúnaður lifir ekki góðu lífi í nokkru ESB landi sem er efst eða í miðju hvað velferð/laun varðar. Fyndið að þú skulir nefna Finna því þeir eru sú þjóð(af efst og mið settu þjóðum ESB) þar sem fækkunin varð sem minnstu eða "bara" 50% þannig að þar ertu með mikla skekkju

B)Ég sýndi þér skýrslu sem var unnin af Bresku ríkisjóninni um áhrif að inngöngu  Breta í ESB, þeir misstu 90 % af sínum "kvóta"  til annarra landa eins og Spáni og Portúgals. Þannig að þar ertu komin langt út af kortinu. EF ESB myndi gera Ísland að fyrsta landinu sem fengi einhverju ráðið um sín sjáfarútvegsmál þá er ljóst að allt færi fjandans til í þeim löndum sem hafa misst sinn "sjó" frá sér.

 C) Staðreyndin er sú að sprotafyrirtæki eru líklegri til að dafna hér á landi heldur en í ESB þar sem auðveldara er að eiga viðskipti við öll lönd í heiminum en ekki bara í ESB, þetta vita allir sem hafa rekið sig á það.

Byggðastefna ESB er meira á orði en á borði, hún kemur í veg fyrir að viðkomandi land/fylki geti beitt sér fyrir aukinni atvinnu, td með lækkuðum skatti(þá vegna verri stuðning/endurgjalds á skatttekjum) eða aðstoð við að bæta aðstöðu bænda eða eitthvað í þá veru.

Mín reynsla kemur ekki til vegna heimsýnar heldur af biturs reynslu, eitt sinn sem var ég ESB sinni. Það sem ég gerði var að ef fór til ESB(Svíþjóðar) og fékk betri kennslu um ESB en nokkur getur fengið hjá öllum fundum ESB-sinna á. Annað sem kom óþægilega á óvart var það að ég komst að því hvað það er bullað mikið í mönnum á fundum ESB sinna. Ég á ekkert skylt við heimsýn þó ég sé samála því sem þar er sagt. Ég hef aldrei setið fundi heimssýnar en á sama tíma hef ég setið fleiri fundi hinum og þessum áróðurssamtökum bandalagsins

Þegar þú hefur séð heiminn og hvernig hann virkar þá þýðir ekkert að sega þér eitthvað annað. Ég tel að fenginni reynslu að það sé betra að standa utan ESB og þar erum við í grunnin ósammála. Ef þá er eitthvað sem fer í taugarnar á mér, þá er það þegar verið er að bulla tóma vitleysu. Annars er mér slétt sama um það hvaða skoðanir menn hafa á málefninu. Hin fullkomi heimur virkar ekki, hvert sem um sé að ræða minn, þinn eða einhvern annan vegna þess að það gleymist eitthvað smáatriði eða gengur ekki upp. Þess vegna er er ekki gott að einn sé alráður

Brynjar Þór Guðmundsson, 14.1.2011 kl. 20:17

23 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég bjó í ESB landinu Danmörk í eitt ár þannig að ég hef reynslu á því sviði einnig.

Ég er líka langþreittur á tómri þvælu... t.d með að við munum missa 90% af fisknum okkar.

Hefuru heyrt um hlutfallslegan stöðugleika???   En við þurfum vissulega að semja um flökkustofna. En ég verð fyrstur til að kjósa NEI ef samningurinn verður ekki nógu góður þegar kemur að sjávarútvegi.

A) Lanbúnaðurinn lifir ekki góðu lífi á Íslandi.  Sauðfjárbændur er ein fátækasta stétt á Íslandi. Vissulega er hægt að græða eitthvað á stórbúunum og kjúklingaverksmiðjunum á Íslandi en er það hin hefðbundna "bændaímynd" sem fólk er að tala um.

C) Af hverju vilja þá helstu sprotafyrirtæki á Ísland inn í ESB???  Það er góð spurning. Fyrirtæki vilja stöðugleika. Ég ætti að kannast við það enda rek ég fyrirtæki.   ESB er með viðskiptasamaning um allan heim... jafnvel betri samningar en Ísland er með útaf ESB er í sterkar samningstöðu með 500milljónir á bakvið sig.

Skattastefna er í höndum viðkomandi lands... enda eru Írar með lægri skatta en t.d Danmörk. 

Ég held ég er búinn að leiðrétta þig í flestum atriðium... þ.e sjávarútveg, landbúnað og byggðarstefnu.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.1.2011 kl. 20:29

24 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er líka óþarfi að kenna ESB um fækkun bænda... þú segjir 50%... en á hvað löngum tíma???

Bændur á Íslandi hafa fækkað mikið seinustu ár... meira en 50% eftir því hvað við lítum langt aftur í tímann..   en það er vegna tækniframfara. ekki ESB.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.1.2011 kl. 20:31

25 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þegar stefnan í Landinu er að grafa undan Sjálfstæði hennar þá er ekki von á góðu.

Að ætlast til þess að aðrir lengst í burtu viti betur hvað við hér á þessari litlu eyju Íslandi þurfum er fyrra....

Það sem þessi Vinstri Ríkisstjórn þarf að gera er að viðurkenna það að hún kann ekki að stjórna og halda utan um Sjálfstæða þjóð.....

Að ætlast til þess að við höldum auðlindum okkar útaf fyrir okkur er fyrra og þarf ekki nema að horfa til sjávarmiða okkar sem munu þá falla undir lögsögu ESB og við ekki lengur ráða þar.

Við erum í dag strandríki og höldum okkar rétti þar innan 200 mílna landhelginnar, það fer ef í ESB verður farið...

Þá verðum við eitt af sambandsríkjum innan ESB og ESB verður sá aðili sem mun ráða...

GGG ég hef að vísu ekki búið erlendis en ég hef ferðast mikið í gengum tíðina og til margra Landa, en ég bý á Íslandi og um þá þjóð þarf að hugsa, ekki hvað aðrar þjóðir þurfa eða vilja, hvað Íslendingar þurfa til þess að hagur þeirra og velferð geti rúllað er það sem að málið á að snúast um en ekki hvað ESB vill eða vantar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.1.2011 kl. 09:55

26 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Hlutfalslegur stöðugleiki hefur ALDREI verið viðurkennt af ESB, flestar þjóðir sem hafa gengið þar inn hafa sett það fyrir sig og verið hafnað, enda er það marklaust plagg.

Leiðrétting, bændastéttin almennt(nokkrar deildir) lifir ekki góðu lífi en landbúnaðurinn hefur það gott, ég er ekki viss um að þú gerir þér grein fyrir því hvað landbúnaður er og flokkast af skrifum þínum  að dæma. Særðasta vandamál bænda hefur verið of hátt jarðaverð, en þar er útrásarvíkingum um að kenna.

 Það vill til að þau fyrirtæki sem þú vísar til hafa rótgróna krata við völd. Ef ESB væri það æðislegt og það borgaði sig svona rosalega að vera þar þá væru þessi fyrirtæki ekki á Íslandi, CCP hætti við að flytja út eftir að þeir kynntu sér betur það sem "úti" var. Það eina sem situr eftir hjá CCP er klukkan, þ.a.s. að hafa starfstöð hér og þar í heiminum þannig að það sé þjónusta allan daginn en samt bara á daginn og skortur á tölvunarfræðingum. Stærsti vandi Össurar hefur verið fjarlægð Íslands við hin almena markað en Ísland færist ekki nær Evrópu eða bandaríkjunum ef við förum þarna inn.

Ég var búinn að útskíra fækkun bænda hér áður einnig, á íslandi fækkaði þeim á langum tíma vegna vélvæðingar en tímabilið sem ég miða við í Svíþjóðinni er aðeins 10 ár (en það sem þú miðar við eru um 100) og bændum í Svíþjóðinni fækkaði ekki um 50% eins og þú drósst upp úr rassinum á þér heldur kemur það skýrt fram að þeim fækkaði um 70%, það var hinsvegar finnskum bændum sem fækkaði um 50% og það var líka á um 10 ára tímabili. 

Það er margt sem þjóðirnar/fylkin í ESB ráða enn en viðkomandi þjóð má ekki beita sér fyrir bættri aðstöðu landshluta til að hamla fólksfækkun

Bjarni&co, þú hefur ekki sýnt fram á neitt nema stærð munnsins og lélegs notkunar á heilabúinu þínu/ykkar. Það er þitt mál ef þú vilt ekki sjá, hlusta eða læra af reynslu annarra þjóða af inngöngu í ESB og hef ég ekki meiru við að bæta eftir Ingibjörgu

Brynjar Þór Guðmundsson, 15.1.2011 kl. 13:22

27 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Í fyrsta lagi þá er Ingibörg ekk svaraverð... "missa sjáflstæðið"  það er náttúrlega rugl.  Eru Danir ekki sjáflstæðir. Eru Frakkar ekki lengur fjálfstæðir... eða Bretar????  

Svo smá info fyrir Brynjar.

http://evropumal.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/Marel.pdf

http://www.pressan.is/mpressanis/Lesa/ccp-ihugar-ad-flytja-ur-landi-vegna-kronunnar--esb-eina-leidin

Sleggjan og Hvellurinn, 15.1.2011 kl. 15:26

28 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"fyrirtækin hafa rátgróna krata við völd"

þetta er rugl. sorglegt að þú hugsar allt útfrá blátt eða rautt.

þetta eru bara snjallir strákar með doktorsgráðu og hafa stofnað fyrirtæki sem er að raka inn milljörðum í gjaldeyristekjum........

Sleggjan og Hvellurinn, 15.1.2011 kl. 15:28

29 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

"að missa sjálfstæðið" Sjálfstæði er afstætt orð og teygjanlegt mjög. Að því leitinu hefur hún rétt fyrir sér, við vitum að ESB mun koma í veg fyrir hvalveiðar svo fátt eitt sé nemt sem og koma í veg fyrir að ísland geti gert samninga við önnur lönd. Samningurinn sem ESB hefur við kína, bandaríkin og Japan er ekki upp á marga fiska og engan veginn eins góðir eins og Ísland hefur, hvort sem CCP fengi minna fyrir áskriftir einstaklinga eða að þær myndu hækka er alfarið á höndum þeirra sem því fyrirtæki að svara. Þú vitnar í tveggja ára gamla blaðagrein, en veistu þeir eru hér enn. Ef allt er svo frábært í ESB þá væru þeir farnir þangað fyrir langu. Ég hef lent í orðaskaki við einn ESB sinnan sem flutti til Noregs og talar þar um það hvað allt sé frábært í ESB, en það er bara brandari að viðkomandi fatar ekki hræsnina/kaldhæðnina.

Litirnir í lífinu eru töluvert margir, það er bara tölfræðileg staðreynd að þá hlýtur rauður að koma einhverstaðar upp. Skoðanir fyrirtækja myndast af stjórnendum

"Megin ávinningurinn er að reglur ESB eru yfirleitt mjög vel ígrundaðar og eingöngu þarf að uppfylla
þær á einum stað fyrir allan innri markaðinn" úr fyrri 

Myndir þú, Bjarni&co kalla löggjöf um hækkun á skatt á eldsneyti fyrir skip og flugvélar(sem hækka fargjöld og fragt um 90%) skinsamlega?

Eða regluna um að ávextir verði að hafa 100% rétta lögun? Eða regluverkið sem gaf baukunum lausan tauminn en ísland var ýktasta dæmið?

 Hvoru tveggja(fyrri og seinni "heimildin") eru skoðanir manna sem voru sagðar fyrir um tveim árum þegar krónan átti undir höggi að sækja eftir hrun og slælega efnahagstjórnun síðustu tveggja-þriggja ára. einnig var evran(Euro, það eru lög í ESB sem bannar viðkomandi löndum að kalla þetta annað en EURO) sterk og virtist óbrjótandi en annað hefur komið á daginn. Einnig tók ég eftir því að í hvorugri "heimild" nefnir nokkur maður galla á ESB né tilgreinir að viðkomandi hafi þekkingu á göllum ESB sem bendir til þess að viðkomandi hafi ekki kynt sér þetta nægilega vel með allri virðingu fyrir þeim

Það er þannig að ég er ekki það blindur að ég geti ekki séð að það er ekki al slæmt ESB og það er eitthvað sem ég og aðrir sem erum á sömu skoðun með sambandið en það þíðir ekki að það sé gott né að það henti Íslendingum. Ég hef ekki enn séð ESB sinna sem hafa gagnrýnt ESB fyrir störf sín en það er ekki heilbrigt. Slíkt er iðulega kallað einræði og getur ekki farið vel

Brynjar Þór Guðmundsson, 15.1.2011 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband