Samþykktin svo mikilvæg að réttlætinu er kastað...

Að lesa önnur eins ummæli höfð eftir Utanríkisráðherra Íslendinga er hneysa...

Hann Össur TELUR að Icesave verði samþykkt og er það akkúrat málið hjá Ríkisstjórninni hún TELUR áður en staðreyndin liggur fyrir og gengur út frá því sem hún telur, en vitiborin manneskja bíður eftir að staðreyndin liggur fyrir og framkvæmir eftir niðurstöðu staðreyndar...

Hann Össur segir líka og það er öllu alvaralegra finnst mér, og það er að samþykktin er svo mikilvæg fyrir inngöngu Íslands í ESB..........

Ég veit ekki um neinn Íslending sem er tilbúin að taka á sig þessar Icesave birðar "bara vegna" og hvað þá til þess að Íslendingar geti gengið í ESB....

Meira en helmingur Þjóðarinnar vill ekki í ESB og að þessu verði troðið á herðar okkar "bara vegna" svo það sé hægt að halda áfram með þessar ESB viðræður er ekki að ræða fyrir mér. Ætti þjóðin að krefjast þess að fá að svara til um það hvort ESB sé þess virði áður en lengra er haldið...

Hverslags bull er þetta segi ég bara, hvar er réttlætið í þessu öllu saman....

Hverjir eiga að vera að berjast fyrir réttlætinu okkar spyr ég bara Íslendingar...

Hverjir aðrir en Ríkisstjórnin þar sem okkur Íslendingum ber engin skylda til að borga þennan óreiðureikning Icesave...

Þessi orð Össurar segja það sem segja þarf um hæfni hans sem og Ríkisstjórnarinnar og á þessi Ríkisstjórn að koma sér frá tafarlaust vegna þess að hún er því miður ekki góð fyrirmynd fyrir okkur og hvað þá börn framtíðarinnar segi ég...


mbl.is Icesave samþykkt í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Algerlega Ingibjörg.  Alveg með ólíkindum hvað við erum með ósvífna stjórnmálamenn að gera alþingi kolsvart af skömm og synd.  Níðast gegn eigin þjóð með kúgunum og yfirgangi og ættu að vera að vinna fyrir okkur.  Við munum aldrei standa fyrir að okkur verði troðið í Evrópusambandið eða pínd til að borga ICESAVE. Og börnin okkar.  NEI, ALLS EKKI.

Elle_, 12.2.2011 kl. 00:10

2 Smámynd: Benedikta E

Undirskriftasöfnun gegn Icesave er hafin www.kjosum.is

Látum ekki svikarana kúga okkur.

Sameinuð stöndum vér.

Íslandi allt !

Benedikta E, 12.2.2011 kl. 00:39

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ellen það er lágmarks virðing af Forseta vor við okkur Þjóðina vegna þess sem er á undan gengið í þessu Icesave máli að leyfa okkur að segja lokasvar...

Það er búið að þræta og þræta fyrir að samgangur sé á milli Icesave og ESB... Össur opinberar það í þessu viðtali...

Benedikta takk og ég er búin að setja nafnið mitt á listann.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.2.2011 kl. 01:43

4 Smámynd: Benedikta E

Takk Ingibjörg - Sameinuð stöndum vér!

Benedikta E, 12.2.2011 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband