Ótrúverðugur...

Hann hefði átt að segja af sér segi ég vegna þess að þá gæti hann borið höfuð sitt hátt í dag á réttri forsendu...

Í staðin kaus hann að verða ótrúverðugur og fara gegn því sem hann hafði lofað kjósendum sínum...

Þegar ég lít til kosningarloforða Steingríms og stöðuna í dag þá er þar ekkert annað en svik á svik ofan að sjá...

Skjaldborg átti að slá utan um heimili og fyrirtæki Landsmanna og allir vita hvernig það hefur verið afgreitt...

Óreiðureikninginn Icesave átti að tryggja að ekki kæmi á herðum okkar og allar vita hvernig sú staða er...

Inn í ESB vildi hann alls ekki fara og allir vita hvernig það stendur í dag...

Ríkisstjórnin er algjörlega rúin trausti í þessu Icesave máli segi ég og hefur ekki stuðning eða umboð fyrir vinnu sinni þar hjá Þjóðinni og ætti að víkja strax...

Að hlusta á Stjórnmálamanninn frá Hollandi í kvöldfréttunum sagði mér eiginlega það sem ég var farin að óttast og það er að allt útlit er fyrir að Ríkisstjórn Íslands virðist vera búin að draga ansi marga á ASNAEYRUNUM með það veganesti að þetta Icesave verði bara samþykkt og komist langt lítur út fyrir...

Ef það á að fara að blanda fleiri en 1 Þjóðaratkvæðagreiðslu saman þá er eins gott að gera þetta almennilega og fá úr því skorið í leiðinni hvort þjóðin vilji áframhald á þessum ESB viðræðum eða ekki vegna þess að það kom einnig fram hjá þessum Hollendingi að samgangur er á milli Icesave, AGS og ESB......


mbl.is Steingrímur íhugaði afsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ótrúverðurgur = Steingrímur J

Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.2.2011 kl. 07:09

2 Smámynd: corvus corax

Steingrímur, lævísi, undirferli, lygar og svik eru einkunnarorðin.

corvus corax, 22.2.2011 kl. 09:31

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

             Bara laukrétt.

Helga Kristjánsdóttir, 23.2.2011 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband