24.2.2011 | 01:40
Rúinn trausti...
Það er allt búið að snúast um þessa ólánsskuld Icesave...
Hver hótunin á fætur annarri um þvílíkar harmfarir sem yfir okkur gæti komið ef við ekki samþykkjum Icesave hefur hljómað...
Hvernig Ríkisstjórn Íslands er búin standa að því að reyna allt sitt til þess að koma þessum löglausa reikning Icesave á herðar okkar til greiðslu er ekki eðlileg...
Frá þeim tíma þar sem Steingrímur Jóhann Sigfússon Fjármálaráðherra Íslendinga tilkynnti Þjóðinni að það væri komin sá besti samningur sem náðs gæti og hann yrði að samþykkja strax hefur mikið vatn runnið til sjávar eins og sagt er...
Bara sú uppákoma sem varð varðandi Icesave 1. hefði átt að duga til þess að Ríkisstjórnin segði af sér tafarlaust, Icesave 2. felldi þjóðin í Þjóðaratkvæðagreiðslu sem leiddi af sér Icesave 3. sem er á leið í Þjóðaratkvæðagreiðslu núna og hvað segir þessi staða á málinu okkur ef grant er skoðað, jú að Ríkisstjórnin hefur ekki traust eða umboð fyrir starfi sínu í þessu máli...
Milli Icesave 1. 2. og 3. varð Þjóðin uppvísari um Icesave og leiddi Icesave 3. það í ljós að ábyrgðin liggur ekki hjá okkur skattgreiðendum að borga þennan óreiðureikning...
Að sú staða skuli vera uppi að Icesave verði að samþykkja til þess að ESB aðild komi til greina, og sú sé ástæða þess að Ríkisstjórn Íslands ætlaði bara að láta okkur borga alveg sama hvað er mjög alvaraleg staða vegna þess að það er ekki verið að hugsa um hag okkar og velferð hérna heldur vilja og löngun nokkra einstaklinga sem vilja inn í ESB... ( er ég með í huga að Ríkisstjórnin reyndi allt sitt til þess að koma Icesave 1. á okkur og hann var ekki fallegur fyrir okkur eins og þjóðin veit væntanlega í dag )
Þessi Ríkisstjórn sem hefur gefið sig út fyrir að vera norrræn velferðar-Ríkisstjórn og var kosin til þess að bjarga heimilum og fyrirtækjum Landsmanna, kosin til þess að tryggja það meðal annars að óreiðureikningar eins og Icesave yrði ekki okkar að greiða hefur ekki staðið sig eins og hún lofaði að gera...
Fyrir mér þá er Ríkisstjórnin löngu búinn að missa allt sitt traust og hald frá þjóðinni og eins og Forseti vor sagði þá hefur Ríkisstjórnin ekki endurnýjað umboð sitt frá Þjóðinni milli samninga og meðal annars vegna þess vísaði hann þessum Icesave 3. í Þjóðaratkvæðagreiðslu...
Það er spurning hvort Ríkisstjórnin verði ekki að fá endurnýjað vinnu-umboð sitt það myndi ég telja meira áríðandi eins og staðan er í dag og Íslendingar eiga að taka áhættuna á að Icesave fari Dómstólaleiðina vegna þess að annað væri fyrra þar sem að okkur ber ekki lagaleg skylda til þess að borga þessa Icesave óreiðu...
Icesave-málið ekki það stórt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð samantekt sammála.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2011 kl. 08:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.