Afdrifaríkar kosningar fyrir þjóðina segja þau...

Já svo sannarlega verða þetta afdrifaríkar kosningar fyrir réttlætið segi ég og vonandi að þjóðin felli þennan lánasamning vegna þess að hann er ekki okkar skattgreiðenda að borga...

Það vantaði ekki stóru orðin fyrir síðustu Alþingiskosningar hjá honum Steingrími sem hljóðuðu reyndar þveröfugt þá.... 

Ekki okkar að borga þennan óreiðureikning...

Hann Steingrímur og Ríkisstjórnin eru ábyrg fyrir þessari stöðu sem uppi er varðandi Icesave segi ég vegna þess að þau höfðu það í hendi sér að ákveða hverjir ættu að borga og það voru þau sem ákváðu að það skyldi verða við skattgreiðendur...

Eina leiðin fyrir okkur Íslendinga svo réttlæti verði í þessu er að segja NEI og láta þetta mál fara þá leið sem rétt er, og svo mikið vitum við í dag að rétt leið er ekki að þröngva okkur til borgunar á því sem er ekki okkar að borga og hvað þá að setja okkur í ánauð liggur við að maður segi...

Það þarf að gera Ríkisstjórnina sjálfa ábyrga fyrir þessari ákvarðanatöku sem hún tók, við Íslenska þjóðin eigum ekki að bera ábyrgð á þessu mikla klúðri sem varð vegna rangra ákvarðanatöku segi ég vegna þess að við kusum annað....


mbl.is Hvetja félagsmenn til að kjósa já
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Og ekki má gleyma sjálfum Davíð Oddssyni sem „mokaði“ 300 milljörðum út úr Seðlabankanum hausti 2008 í bankana. Það var litið á slíkt að sjaldan var jafnmiklu ausið áfram til „lána“ til sérstakra lánþega bankanna.

Og svo er verið að rífast um Æseif sem talið er vera innan við 40 milljarða!

Mætti biðja um þjóðaratkvæði: Var rétt af DO að veita bönkunum 300 milljarða haustið 2008 án trygginga né viðhlítandi veða?

Einnig mætti spyrja:

Hver ber ábyrgð: Þjóðin öll, Seðlabankinn, Sjálfstæðisflokkurinn eða persónulega Davíð Oddsson?

Auðvitað á að innheimta ALLAR útistandi skuldir, líka skuldir þeirra sem stýrðu eða tengdust Landsbankanum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.4.2011 kl. 01:01

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Guðjón það er alveg á hreinu að hlutirnir voru ekki búnir að vera í lagi lengi lengi...

Davíð var látinn taka pokann sinn sem og fleiri innan Seðlabankans, en það er líka alveg ljóst að það var ekki nóg til þess að stoppa það sem var farið af stað... Hvað gerðist og hver gerði hvað er eitthvað sem þjóðin á sjálfsagt eftir að velta fyrir sér lengi lengi og ég persónulega hefði viljað sjá fleiri verða gerða ábyrga en bara Geir H.

Í dag finnst mér við Íslendingar vera að upplifa óréttláta kúgun og það finnst mér ekki rétt.

Tel ég að það sé nauðsynlegt fyrir okkur Íslendinga núna að móta stefnu þá sem við viljum lifa eftir sem og að hafa skýra siðferðisstefnu...

Réttlæti á að vera ofarlega sem og heiðarleiki og velferð, ég er svo sammála þér varðandi innheimtur skulda Landsbankans og það á ekki að líðast að sumir fái niðurfellingu skulda sem duga en aðrir ekki og mér finnst ekkert í lagi í dag við það sem er búið að vera að gera...

Varðandi ábyrgðina þá á hún að liggja hjá þeim sem gerðu og þeim sem áttu að passa að svona gerðist ekki...

Ég er hreinlega komin á það að nýja fjármálastefnu þurfum við að fá og á hún að byggjast upp á því hvaða þjónustu einstaklingurinn þarf sem og getu hans til borgunar en ekki hvað bankinn getur tekið mikið frá hverjum og einum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.4.2011 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband