4.4.2011 | 16:42
Nýjasta könnun segir að meirihluti segir NEI...
Ég var að heyra niðurstöður úr nýjustu Icesave könnunni sem gerð var núna um helgina frá Útvarpsstöðin Bylgjan og samkvæmt því þá er meirihluti Íslendinga sem mun segja NEI...
61% segja NEI...
29% segja JÁ...
10% eru óákveðnir...
Ég verð að segja að ég er mjög glöð yfir þessari niðurstöðu vegna þess að annað væri glæpur...
Það sem Þórunn Sveinbjarnardóttir og hennar vinnufélagar þurfa að óttast núna er hvort þau missi ekki vinnuna sína þegar þjóðin mun AFTUR hafna þessum löglausa-samningi Icesave...
Ég mun segja Nei.
Hvetur til samþykktar Icesave-samninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það væri með ólíkindum 29% koma til með að segja já við því að ábyrgjast skuldir glæpamanna þegar í kjörklefann verður komið. Nei-ið verður varla undir 80% þegar talið verður.
Magnús Sigurðsson, 4.4.2011 kl. 16:53
Já ég hef þá tilfinningu að það verði 79-80% sem munu segja nei.
Það er samt ótrúlegt að 20 til 30% skuli vilja samþykkja Icesave samningin eins og hann er...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.4.2011 kl. 17:08
Ingibjörg, ég hef sömu tilfinningu og þú, en er varfærnari í ágiskuninni - ég spái því að 65-70% segi nei en 30-35% fylgi forystumönnum flokka sinna.
Sem er umhugsunarvert í sjálfu sér, því nýlegar kannanir benda til þess að 35% styðji stjórnarflokkana. Hvað varð þá um fylgispekt sjálfstæðismanna við sína forystu?
Greinilega er töluvert um liðhlaup í öllum þrem flokkunum.
Kolbrún Hilmars, 4.4.2011 kl. 17:57
Kolbrún ég er Sjálfstæðismanneskja og það hvarflar ekki að mér að fara gegn eigin sannfæringu vegna þess að fyrir mér þá er það ekki okkar að borga...
Réttlæti er það sem þetta Icesave mál á að snúast um en ekki flokkapólitík...
Hvað er rétt okkur til á að ráða ekki hvað henntar flokkum...
Kolbrún ég skal viðurkenna það að ég hef hugsað það alvarlega hvort ég eigi að segja mig úr Sjálfstæðisflokknum en ég vil trúa því að sem flokkur eigi hans tími eftir að koma aftur. Ég er svo hræðilega Sjálfstæð í mér og held því fram að hagur okkar sem og velferð sé best borgið í að vera áfram Sjálfstæð fullvalda þjóð...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.4.2011 kl. 18:31
Loksins kom einhver könnun sem sýnir það sem ég vil...
Kveðja
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 4.4.2011 kl. 18:32
En ekki getur þér liðið vel í þeim flokki, Ingibjörg, með BB við stjórnvölinn, eða hvað?
Libertad, 4.4.2011 kl. 18:39
Ingibjörg, sennilega er Sjálfstæðisflokknum ekki viðbjargandi frekar en hinum gömlu kerfisflokkunum. Þeir eiga það allir skilið að einhver steli frá þeim stefnuskránum og byrji upp á nýtt - án klíkukerfanna.
Sjálf er ég alveg óskemmd af flokksbundinni fortíð en er nú félagi í Samtökum fullveldissinna. Ég bind vonir við þau samtök í framtíðinni þegar gamla flokkakerfið hrynur.
Kolbrún Hilmars, 4.4.2011 kl. 19:25
Kaldi já það er óhætt að segja .
Libertad það er mjög skrítin staða innan flokksins skal ég segja þér, en grasrótin er til staðar og flestir ef ekki allir sem ég þekki þar sama sinnis og ég í þessu Icesave...
Annars var ég að koma af Icesave fundi héðan úr Grafarvoginum og svei mér þá ég held að það hafi flest allir ef ekki allir verið NEI megin það fór allavega ekki mikið fyrir já fólki fyrir utan Benedikt sem kom og talaði fyrir já hópnum.
Sjálfstæð vil ég að við séum áfram Libertad og af þeim flokkum sem eru þá verð ég að segja að ég er þar sem ég vil vera Sjálfstæð þegar ég skoða stefnu Sjálfstæðisflokksins...
Það varð fjármálahrun hér á Landi sem og í heiminum en rán framið hér á Landi líka af eigendum einkafjármálafyrirtækja sinna, hvort það voru vinstri eða hægri menn sem sváfu á verðinum þegar það gerðist á ekki að horfa í heldur einstaklingana sem sváfu á verðinum, við megum ekki falla í þá gryfju að dæma alla fyrir fáa...
Þannig lærum við ekkert af þessu og þá er fyrir víst að svona gerist aftur. Hvað ætlum við að læra af þessu og hvernig eigum við að bregðast við núna er það sem við eigum að hugsa um. Eitt það fyrsta er að kalla eftir því að það verði hægt að hafa persónukjör í næstu kosningum sem vonandi verða sem allra allra fyrst...
Kolbrún ég er Sjálfsstæð í mér að eðlisfari og þoli ekki óréttlæti, eins er ég á því að það séu allir jafnir, en það kemur alltaf maður í mannsstað allstaðar, varðandi flokkana þá held ég að þeir verði alltaf til að berjast fyrir málefnunum...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.4.2011 kl. 23:15
Ingibjörg, ég tek undir síðustu málsgreinina þína, þar erum við sammála.
Þetta með flokksapparötin hins vegar; hagsmunaklíkur hafa stolið stefnuskránum - sem eru í grunninn alveg ágætar. Það þarf bara að stela þeim aftur...
Kolbrún Hilmars, 5.4.2011 kl. 14:41
Fyrirgefðu Kolbrún hvað ég kem seint inn, en þarna er ég sammála þér með að það þarf að endurvekja stefnuskránar...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.4.2011 kl. 01:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.