Segðu af þér kona góð...

Mig setur eiginlega hljóða við lestur þennan vegna þess að lesa má að enginn hagvöxtur hafi verið hér á Landi vegna þess að við Íslendingar séum ekki tilbún að taka þessar Icesave byrðar á okkur steinþegjandi og hljóðalaust...

Þó að okkur beri ekki lagaleg skylda....

Það má eins spyrja Jóhönnu Sigurðardóttir að því hvers vegna í ósköpunum hún og hennar flokkur komu ekki heiðarlega fram við okkur þjóðina fyrir síðustu Alþingiskosningar þar sem það var eitt af þeirra kosningarloforðum að tryggja það ætluðu þau sér að það yrði ekki okkar Íslenskra skattgreiðenda að borga þennan óreiðureikning Icesave....

Hún Jóhanna Sigurðardóttir og hennar Ríkisstjórn eru rúin öllu trausti og þurfa að endurnýja umboð sitt fyrir áframhaldandi setu myndi ég áætla núna vegna þess að ég segi að þau hafi aldrei haft umboð frá okkur þjóðinni til þessara vinnu sem búin er á Icesave....


mbl.is Ár hinna glötuðu tækifæra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Nákvæmlega Ingibjörg.  Nú er það endurtekin lygi um að án kúgunarsamningsins hafi ekki verið nein tækifæri.  Kjaftæði og þvæla.  Út með þennan hættulega stjórnmálamann.

Elle_, 7.4.2011 kl. 15:46

2 identicon

Svo sammála ykkur nú er komið nóg og mælirinn löngu fullur Mer finnst það i meira lagi forherðing Jóhönnu að geta staðið fyrir framan fólk og borið ósannindinn á borð i 1001 sinn Það er leitun að sliku   Og við þvi er bara eitt svar  NEI ..9.ap .n.k........  Hingað og ekki lengra  með þig Jóhanna og þitt ráðuneyti og óstjórn ykkar ..........Svikin og prettirnir ræðast svo sem fyrst eftir kosningar og svörin við öllu sem okkur vantar !

Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 16:04

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já stelpur ég er alveg klár á því að ég mun segja nei.

Ég vissi um nokkra já sinna en í dag þá eru þeir oðnir nei sinnar og það þurfti ekki meira en fréttir gærdagsins til...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.4.2011 kl. 16:53

4 Smámynd: Óskar

Alveg er ég viss um að Ingibjörg Guðrún byrjar alla morgna einhvern veginn svona:  Faðir vor, þú sem ert í hádegismóum,  gefðu að ríkisstjórnina segi af sér í dag.

Það væri gaman að telja hvað þú hefur oft krafist afsagnar ríkisstjórnarinnar, sennilega hvern einasta dag!,, bara sprenghlægilegt.  ..Idolið þitt í Hádegismóum kostaði þjóðina þó margfalt Icesave svona fyrir utan að hugmyndafræði hans og Hannesar Hommstein leiddi beinlínis til þess að Icesave var stofnað.  ....en ég geri ekki ráð fyrir að náhirðarpíur vilji kannast við það.

Óskar, 7.4.2011 kl. 18:17

5 Smámynd: Elle_

Við erum ekkert að tala um neina móa eða Hannes hér og það kemur þessu bara akkúrat ekkert við.  Við erum að tala um fjárkúgun, lygar og svik núverandi hættulegu stjórnmálamanna og ICESAVE-STJÓRNARINNAR og blessaður viltu ekki láta Ingibjörgu í friði.

Elle_, 7.4.2011 kl. 21:03

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Óskar þú mátt alveg láta þig dreyma en því miður þá verð ég að segja við þig að margur heldur mig sig....

Svo mikið veit ég að ég læt engan segja mér hvernig ég á að sitja eða standa og hvað þá hvernig ég á að hugsa...

Óskar Þér er velkomið að fara í gegnum blogg mitt og telja ekki nenni ég því en svo mikið veit ég að það koma heilu dagarnir sem ég blogga ekkert en svo koma dagar þar sem maður sér að það er verið að taka svo arfavittlausar ákvarðanir og hagsmunir eða vilji þjóðarinnar er hvergi í fyrirrúmi...

Virðing og heiðarleiki er eitt af því sem  mér var kennt í uppeldi Óskar sem og að orð okkar hafa ábyrgð...

Ríkisstjórnin á að vera okkar fyrirmynd Óskar, og því miður þá hefur hún ekki verið að standa sig í þessum lífgildum sem ég nefni hér að ofan, en hjá þér Óskar þá er kannski allt í lagi að segja eitt og meina annað...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.4.2011 kl. 00:32

7 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

ElleEricsson takk. Ég hef ekki hugmynd um hver þessi Óskar er, en það er greinilegt að ég fer eitthvað fyrir brjóstið á honum. En það er hans mál og engin hætta á að ég láti það stoppa mig.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.4.2011 kl. 00:42

8 Smámynd: Elle_

Hann hefur oft verið svona við mig allavega og Ómar Geirsson.  Staglast á Sjalla-rökum sem koma ekkert málinu við, í hvert sinn.

Elle_, 8.4.2011 kl. 00:58

9 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já en það er engin hætta á að við látum svona trufla okkur Elle. Honum líður ekki vel það er greinilegt á orðum hans...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.4.2011 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband