Kosningar strax takk...

Já það mátti búast við þessu vegna þess að Þjóðinni hefur fundist allan tímann að það sé ekki hennar að sjá um þessa óreiðuskuld Icesave...

Þjóðin hefur sagt hug sinn um þennan óreiðureikning Icesave í annað sinn og alveg ljóst að Ríkisstjórnin og þjóðin ganga ekki sömu leið í þessu máli þó svo að það hafi verið kosningarloforð núverandi Ríkisstjórnar að tryggja það ætlaði hún sér að það yrði ekki okkar skattgreiðenda að borga þessa Icesave óreiðu og vegna þessa þá verður að kalla eftir nýrri Ríkisstjórn...

Ríkisstjórnin er rúin öllu trausti...

Þjóðin er að hafna þessari leið sem Ríkisstjórnin vildi fara og vegna framkomu Ríkisstjórnarinnar í þessu máli gagnvart okkur þjóðinni þá er  bara eitt að gera og það er að kalla eftir Alþingiskosningum...


mbl.is Afgerandi nei við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Eins og þú segir var þjóðin m.a. að kalla eftir Alþingiskosningum. Stjórnarflokkarnir eiga ekki Ísland.

Birgir Viðar Halldórsson, 10.4.2011 kl. 09:10

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Birgir Viðar Þjóðin var fyrst og fremst að segja nei við greiðslu á Icesave, það gerði ég allavega. Sú staða sem upp er komin núna með þessu nei er áfellisdómur á vinnubrögð Ríkisstjórnarinnar sem hefur reynt allt sitt til þess að troða þessu á okkur bara vegna í rúm 2 ár...

Fyrir mér þá er ekki að ræða það að þessi sama Ríkisstjórn verði sú sem sjái um hag okkar fyrir dómstólum...

Það verð ég bara að viðurkenna að ég treysti þeim ekki vegna fyrri vinnubragða í þessu máli...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.4.2011 kl. 09:31

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Það geri ég ekki heldur,þótt sumir þarna séu liprir að snúa. Stjórnmálamenn verða að skilja að þjóðin lætur ekki bjóða sér,þá framkomu,sem hún hefur sl. 2 ár sýnt henni.   

Helga Kristjánsdóttir, 10.4.2011 kl. 09:44

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Helga það er það eina með viti og skynsamlegast í stöðunni að gera...

Ríkisstjórnin er ekki bara rúin trausti hér heima fyrir heldur erlendis líka. Ríkisstjórnin er búinn að draga alla á ASNAEYRUNUM með þeim loforðum að Þjóðin muni samþykkja þennan óhroða Icesave þó svo að Ríkisstjórnin hafi líkað vitað af þessari andstöðu...

Þetta segir okkur að Ríkisstjórnin er búinn að vera í allt öðrum hugarheimi en Þjóðin og að ætla að svoleiðis stjórnendur taki allt í einu upp á því að rísa upp með Þjóðinni er fyrra vegna fyrri vinnubragða...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.4.2011 kl. 10:14

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég tala bara fyrir sjálfan mig þegar ég segi að þó mér finnist ríkisstjórnin léleg þá vorum við að kjósa um ríkisábyrgð vegna IceSave í gær.

Ríkisstjórnin á ekki að víkja út af þjóðaratkvæðagreiðslunni, heldur einfaldlega vegna þess að hún er léleg.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.4.2011 kl. 20:19

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Guðmundur ég get tekið undir það að hálfu, mér finnst þú penn í orðum þegar þú talar um léleg...

Fyrir mér þá er hún gjörsamlega rúin öllu trausti...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.4.2011 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband