20.4.2011 | 00:17
Hvað gerðist...
Það sem mig langar að vita er hvað er það sem er að hleypa útgjöldum Reykvíkinga svona upp úr öllu valdi allt í einu...
Ástæðan fyrir því er sú að í tíð Hönnu Birnu og hennar fólks þá var hægt að spara og leggja fyrir...
Það var til sjóður sem var tilkomin vegna þess að það var hægt að leggja fyrir...
Það kemur annar Borgarstjóri og allt fer í klessu...
Borgarstjóri sem hagar sér eins og ja ég veit ekki hvað ég á eiginlega að segja en með fullri virðingu fyrir Jóni Gnarr sem leikara og skemmtikraft þá finnst mér hann meira hafa gert ógagn en gagn fyrir okkur Borgarbúa sem Borgarstjóri, hann hagar sér eins og fífl og hálfviti þegar hann hefur skyldum að gegna sem Borgarstjóri og finnst mér það miður vegna þess að ekki vantaði fagurgalan í hann í byrjun og margir litu vonarauga til hans og börnin sérstaklega til dæmis....
Það þyrfti að kanna þetta vegna þess að þessar breytingar er hægt að gera öðruvísi og á annan hátt ef það er verið að gera þær vegna niðurskurðar og sparnaðar eins og sagt er...
Það hvarlar að mér hvort yfirbygging Reykvíkinga í þessum málum sé of stór fyrir viðmið ESB og að það gæti frekar verið ástæðan fyrir þessu öllu saman....
Sameiningartillögur samþykktar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það nær ekki nokkurri átt að gera fundargerðir Orkuveitunar opinberar og reyna redda óráðsíðunni þar. Það fyritæki þurfti á 22 kynningarfulltrúum að halda. Nú er þar bara 1-2. Nú sjáallir sjá hvað yfirstjórnin fyrirtækisins gerir. Og að ráða fólk og framkvæmdastjóra OR sem er ópólitískt, ógeðslegt!
Best að halda þessu í þessum hefðbundnu flokkum og ráða eftir þeim línum.
Svo hefði átt að spyrja hverfin, skólana og kennarana hverjum ætti að segja upp og hvaða skólar ættu að sameinast. Það hefði eflaust gengið áfallalaust fyrir sig. Þar væru pólitíkusanir að axla ábyrgð.
Já skrítið hvernig Sjálfstæðisflokkur skyldi eftir sig borgakassann með fullt af péning, og svo kemur Gnarr og co og tekur peninginn. Og skattleggur meira, bara að gamni. Glatað lið.
Ragnar (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 01:10
Ragnar, Besti og Samfylking hafa ekki slegið slöku við í einkavinaráðningum.
Vissulega er hægt að tala um pólitískar ráðningar áður fyrr, en var það ekki eitthvað sem átti að breytast eftir hrun. Ekki er að sjá að núverandi meirihluti í borgarstjórn hafi lært mikið af hruninu. Pólitískar ráðningar innan borgarinnar og fyrirtækja þeirra sem hún hefur meirihlutayfirráð yfir, hefur aldrei verið meiri en einmitt núna!
Var ekki ein helsta ástæðan fyrir framboði Besta að breyta þyrfti stjórnkerfinu. Gera það gagnsærra og taka meira tillit til vilja fólksins. Eða var það bara grín?
Það verður ekki séð að lýðræðið sé hátt metið hjá meirihlutanum og ekki fer mikið fyrir gagnsæinu!
Bestiflokkurinn vinnur eftir þeim gildum sem verst voru talin fyrir hrun. Einstrengisháttur og óvirðing við borgarbúa er aðalsmerki þess flokks!!
Gunnar Heiðarsson, 20.4.2011 kl. 04:10
Ragnar hvað hafa fundargerðir OR með þessari ákvarðanir að gera...
Ef að þetta er það sem gerist þegar nýtt afl kemst að þá já er betra að hafa flokkakerfið sem var fyrir...
Ragnar við ertum LýðræðisÞjóð og hvað þýðir það...
Ragnar ég vil fá svar við þessari spurningu...
Hvernig var hægt að spara í tíð Hönnu Birnu...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.4.2011 kl. 07:43
Gunnar það er svo augljóst í dag að Besti flokkurinn hefur greinilega verin búinn til fyrir Samfylkinguna vegna þess að Besti er gólf-tuska hans...
Það er Dagur B. sem ræður og svo augljóst að Besti veit ekki meir en það sem honum er sagt...
Gunnar einhvern vegin finnst manni eins og spillingin hafi verið kosin áfram...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.4.2011 kl. 07:47
Það er mjög einföld ástæða fyrir því að staðan sé svona í dag.
Svo við lítum aðeins á söguna http://www.landsvirkjun.is/frettir/frettasafn/nr/388 Hér hefur þú eina af ástæðum þess að Reykjavíkurborg var með svo mikið lausafé sem hægt var að leggja fyrir í sjóð.
Reykjavíkurborg er í ábyrgð fyrir lánum Orkuveitu Reykjavíkur, sem eins og allir vita eru mest megnis í erlendri mynnt. Við bankahrun margfölduðust skuldirnar í krónum talið og fór þáverandi formaður Orkuveitunnar fram á það að farið yrði í gjaldskrárhækkanir. Pólitíkusar þvertóku fyrir það og skyldi frekar skorið niður í starfsemi OR en að fara í nokkrar gjaldsrkárhækkanir þótt auðsýnilega þyrfti að framkvæma slíkar hækkanir. Þrátt fyrir 73 milljarða tap orkuveitunnar ákvað Reykjavíkurborg að taka við 800milljón króna arði frá fyrirtækinu 2009 til að komast hjá niðurskurði í velferðarkerfi borgarinnar. Hanna Birna skrifaði einnig undir ásamt menntamálaráðherra að lokið yrði við smíð hörpu og Ríkið og Reykjavíkurborg tækju á sig vissan kostnað við framkvæmdirnar. Ef OR stendur ekki undir lánum þá er Reykjavíkurborg skylt að greiða af þeim, með öðrum orðum skera niður enn meira í velferðarkerfinu.
Reykjavíkurborg krafðist greiðslna Tap Orkuveitu Reykjavíkur 2008 nam rúmum 73 milljörðum króna.. Þrátt fyrir það greiðir Orkuveitan eigendum sínum 800 milljónir króna í arð á þessu ári vegna rekstrar síðasta árs
Þar að auki hefur nemendum og leikskólabörnum fjölgað gífurlega síðan á síðasta kjörtímabili.
Ef þig langar að skilja hugarheim hefðbundinna stjórnmálamanna í minnihluta þá skaltu lesa þessa merku tilvitnun í Davíð Oddson.
http://www.facebook.com/photo.php?fbid=192478720770476&set=a.101236606561355.2788.100000250493219&type=1&theater
Eins og þú sérð af viðbrögðum almennings gagnvart Besta Flokknum, þá ætti þér nú að vera ljóst afhverju hefðbundnir atvinnustjórnmálamenn líkt og þeir í Sjálfstæðisflokknum þorðu ekki að fara í róttækari aðgerðir en farið var í, þrátt fyrir gífurlega alvarlegt ástand, einfaldlega vegna þess að þeir hefðu orðið óvinsælasta liðið í borginni! Kjósendur eru almennt svo uppteknir af því að vinna tvöfalda vinnu og lifa einkaneyslukapphlauppi og hafa ekki orku í að hugsa meira svo þeir verða yfirleit ósáttir þeim sem eru að leysa úr flækjum sem aðrir hafa valdið, kjósendur vilja frekar að það sé logið að þeim og vandamálum frestað fram á næstu kjörtímabil en að tekið sé á þeim, svo þeir geti haldið áfram hugsunarlaust í friði.
Björn (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 08:44
Hér er mjög góður pistill síðan 2009 um stöðuna 2010
http://andrigeir.blog.is/blog/andrigeir/entry/961453/
Björn (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 08:50
Björn kjósendur eru ekki vitlausari en það að þeir fylgjast með og það er ekki hægt lengur að hlusta á svona VÆL að allt sé gert svona núna vegna þess að fyrri vinnuveitendi gerði hinsegin...
Það vissu allir Reykvíkinga af þessari erfiðu stöðu OR og það vissu allir að það hafði orðið sprenging í barnsfæðingum árið 2009...
Það sem þjóðin upplifir hvort sem það er frá Borgarstjórn eða Ríkisstjórn er algjör niðurlæging vegna þess að þessir aðilar kjósa að gera allt í skjóli, láta kjósa sig út á svikin loforð og svo þegar almenningur segir nei þá er hann hunsaður og það er ekki gott því miður...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 21.4.2011 kl. 07:38
Björn þú segir að kjósendur vilji láta ljúga að sér...
Þar er ég ekki sammála vegna þess að fólk er og hefur verið að kalla eftir heiðarleika í langan tíma og ef þú ert að segja mér að Besti flokkurinn hafi farið þannig í kosningarbaráttuna þá segi ég bara guð hjálpi þeim vegna þess að það er búið að gera það að verkum að í dag mun sá flokkur ekki eiga sér viðreisnarvon áfram í pólitík...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 21.4.2011 kl. 08:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.