Góð hugmynd sem á að henda í framkvæmd.

Já þessa hugmynd ætti að taka og henda í framkvæmd tafarlaust vegna þess að hún er góð í alla staði og skapar bæði vinnu og tekjur...

Þetta er hugmynd sem hægt er að setja strax í gang og nota á meðan það er verið að smíða nýju brúna.

Fyrir utan það að þá er það alltaf visst ævintýri að sigla þó það sé ekki langt í þessu tilfelli en þetta er líka ferðarmáti sem er ekki óþekktur fyrir utan Landsteina okkar, það er að taka ferjuna á milli með bílinn sinn. Hef ég sjálf ferðast þannig á milli Landa erlendis...

Ekki er verra að bjóða uppá möguleika á leiðum fyrir ferðarmanninn...


mbl.is Hvetur til ferjuflutninga yfir ána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Gott hjá Nonna frænda mínum,hann þekkir þetta vel,var formaður hjálparsveitanna,auk þess að búa lengi í sveit,fyrir niorðan Blönduós. Það er svo mikið í húfi.

Helga Kristjánsdóttir, 10.7.2011 kl. 23:41

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Helga þetta er góð hugmynd.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.7.2011 kl. 23:46

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Klapp fyrir Jóni, ef þetta er framkvæmanlegt. En, það eykur enn á leti ferðamálaráðs, sem gerir lítið annað en að væla ef eitthvað fer úrskeiðis og virðist ekki sjálfbjarga með önnur áform, komi eitthvað svona uppá.

Bergljót Gunnarsdóttir, 11.7.2011 kl. 00:04

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Bergljót það er ekki nógu gott að blan B skuli ekki vera hugsað og haft til að grípa í...

En það er þessi svartsýni sem er að tröllríða öllu hjá ferðarþjónustunni sem er ekki nógu góð og laðar svo sannarlega ferðarmanninn ekki að....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.7.2011 kl. 00:40

5 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Þessi hugmynd um að ferja bíla á trukkum er bæði fljótvirk og góð fyrir flesta bíla, en hvað með rúturnar ? Kanski mætti draga þær yfir ? Ég vil samt láta leggja

flotbrú yfir kvíslina, meðan unnið er að viðgerð eða smíði nýrrar brúar !

Kv.,KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 11.7.2011 kl. 06:43

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Kristján allt til þess að hjólin okkar haldi áfram að snúast.

Varðandi flotbrú þá er það kannski lausnin án þess að ég hafi mikið vit á eiginleikum þeim sem þær brýr hafa, mér finnst aftur á móti þessir atburðir sem eru búnir að gerast vera að kenna okkur að útbúnað til að takast á við svona vanda þurfum við Íslendingar að eiga. Eiga vegna þess að það er ekki eins og Móðir Jörð gefi okkur langan fyrirvara á hlutunum ef því er að skipta stundum..

Kv.góð

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.7.2011 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband