Hvert leiðir þessi þróun...

Það er ekki laust við að það hafi gætt smá titrings í fjármálaheiminum í dag og ekki laust við að sú hugsun hafi komið hvort það sé komið að þeim punkti að bankar opna jafnvel ekki einn daginn án nokkurs fyrirvara...

Það sem ég vellti fyrir mér er hvert leiðir þessi fjármálastefna sem er verið að fara...

Að setja ákvæði í stjórnarskrá sem leggur bann við hallarekstri ríkis fær mig til þess að hugsa hvað er það sem skapar peninga annað en vinna og aftur vinna...

Framleiðsla, uppbygging og viðhald er það sem skapar hagvöxt meðal annars og lætur peninga koma í ríkissjóð, og þegar það er verið að setja svona ákvæði eins og Silvio Berlusconi Forsætisráðherra Ítalíu er að gera þá er ekki laust við að maður hugsi hvert leiðir þessi stefna þegar staðan er orðin þannig að peningar stjórna en ekki það sem býr þá til....

Það er ekki heldur laust við að mér finnist hann ekki vera eini Forsætisráðherrann í heiminum sem er að fara þá leið þar sem ætlast er til að skattgreiðendur borgi bara stærri og stærri hlut af innkomu sinni til ríkissjóðs og taki á sama tíma á sig skerta þjónustu án þess að það komi nokkuð á móti sem gefur von um aukin hagvöxt og betri tíð í vændum...

Mér finnst hvergi verið að taka rétt á fjármála vandanum því miður og veldur það mér áhyggjum satt að segja...


mbl.is Erfið vika framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Margir gamlir heilar, þræl vanir og sennilega hagfræðimennaðir,ráða ekkert við skapnaðinn sinn,ég meina Evruna,þótt liggi yfir vandanum nótt og dag.

Helga Kristjánsdóttir, 8.8.2011 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband