24.8.2011 | 02:16
Það skyldi þó aldrei vera svo...
Það skyldi þó aldrei vera svo að það sé meira froðusnakk í huga þeirra sem í ESB vilja fara þegar á hólmin er komið eins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins bendir hér á...
Það er alla vegna ekki mikið fyrir þeim að fara núna nema að hræðsluáróðurinn hjá þeim um að við andstaðan séum hrædd heldur áfram jú...
Það á að draga þessa ESB umsókn tafarlaust til baka einfaldlega vegna þess að það hefur aldrei verið meirihluta stuðningur fyrir þessari aðild hjá Þjóðinni...
Hvernig hlutirnir eru búnir að vera frá upphafi tíma þessara Ríkisstjórnar og þá sérstaklega síðustu daga er búið að fá mig til þess að hugsa hver var aftur ástæðan fyrir því að þessi Norræna Velferðar vinstri Ríkisstjórn komst til valda...
Varð það eingöngu vegna vilja Þjóðarinnar í aðild að ESB eða hvað...
Eða var það vegna þess að þjóðin var að kjósa sér Ríkisstjórn sem átti að tryggja það að óreiðuskuldir þessar einkabanka sem voru farnir og að fara á hausin kæmu ekki á herðar okkar þjóðarinnar að borga...
Þjóðin vildi líka fá skjaldborg utan um Heimili sín og Fyrirtæki og henni var lofað þessu öllu og meira til bara ef hún kysi nú rétt...
Ríkisstjórnin er gjörsamlega búin að valta yfir þjóðina sín með fölskum loforðum og innan-tómum orðum að það hálfa væri nóg.
Þessir bankar voru fyrst rændir innan frá og við sjáum ekkert gerast í því og annað ránið er að gerast á eignum og fyrirtækjum Landsmanna í boði Ríkisstjórnar sem lofaði öðru og svo í ofanálag þá er öllu skellt á bak skattgreiðenda að borga bara...
Þessi Ríkisstjórn er gjörsamlega búin að grafa undan öllu trausti í Þjóðfélaginu með framkomu sinni og vinnu og eigum við Íslendingar að krefjast þess að hún víkji tafarlaust vegna vanhæfni hennar í að endurreisa Þjóðfélagið við og að boðað verði til nýrra kosninga hið fyrsta...
Það er hægt að setja já eða nei spurningu með um vilja okkar á áframhaldandi viðræðum við ESB og í framhaldi af niðurstöðu svars þá halda þeirri vegferð áfram eða draga umsóknina til baka...
Getur verið að þeir fyrirfinnist ekki? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ingibjörg mín! Ég held að það sé komið að því, að við fjölmennum niður að Alþingishúsi. Einnig trúi ég að ágætis söngvarar og hljómsveit mæti ,okkur mótmælendum til stuðnings. Takk fyrir.
Helga Kristjánsdóttir, 24.8.2011 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.