26.8.2011 | 13:04
Algjörlega sammála...
Mikið líst mér vel á þetta Sjálfstæða unga fólk okkar og svo sammála er ég því í að hagur okkar Íslendinga sé betur borgið fyrir utan ESB.
Við erum Sjálfstæð Fullvalda þjóð og höfum svo sannarlega þurft að vinna okkur út úr torfkofunum. Það er nú líka þannig með okkur Íslendinga að við höfum ekki mátt aumt vita eða sjá án þess að taka höndum saman og gera kraftarverk ef því hefur verið að skipta, alveg eins og við Þjóðin höfum tekið höndum saman þegar óréttlæti gengur yfir okkur og sýnt hvað í okkur getur búið eins og gerðist þegar þjóðin tók sig saman ítrekað og hafnaði hverjum Icesave samningnum á fætur öðrum henni til greiðslu vegna þess að hann var og er ekki okkar Þjóðarinnar að borga.
Það er marg ítrekað búið að sína sig að meirihluti þjóðarinnar vill ekki í ESB og til hvers þá að sóa dýrmætum tíma og fé í það sem meirihluti vill ekki...
Það er aumur málflutningur þeirra ESB sinna sem rísa upp núna og segja að ESB andstæðingarnir séu hræddir, það eru ESB sinnar sem eru búnir að vera skíthræddir allan tímann vegna þess að þeir hafa vitað af þessari meirihluta andstöðu og vegna hennar þá þorðu þeir ekki einu sinni að fara með ESB í Þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það er ekki sönn Sjálfstæðismanneskja sem er tilbúin að afsala sér sjálfstæði sínu og Fullveldi og hvað þá Þjóðar sinnar.
Vilja að þingmenn íhugi stöðu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi umsókn var algerlega ótímabær og þungur baggi á stjórnsýslunni. Við vitum ekki einu sinni hvað við erum að sækja um þ.e. hvers konar bandalag er þetta að verða?
Eins og staðan er í dag er miklu skynsamlegra að bíða fyrir utan og sjá til hvað verður.Kannski verða skilyrðin einhverntímann þannig að þetta borgi sig fyrir land og þjóð en ég hef akkúrat enga trú á að þetta sé það rétta í stöðunni eins og er. Fórnum gríðarlegum tíma og peningum sem betur væri borgað annarstaðar í að sækja um að vera litla táinn á risastórum fíl sem enginn veit hvert er að fara. Það er ekki heil brú í þessu né kemst ég yfir þá staðreynd að Jóhanna og Steingrímur eru búin að fórna gríðarlegum tíma og hagsmunum í þetta bull sem þjóðin vill ekki í.
Það hefði átt að gera líkt og Sjálfstæðisflokkurinn lagði til og setja í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort sækja ætti um. Það verður enginn og er enginn friður um þetta. Ef og þegar sótt verður um svona afdrifaríka innlimun þarf þjóðin að vera samhent að baki umsókn.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 26.8.2011 kl. 13:20
Sammála ykkur báðum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2011 kl. 13:23
Já stelpur og ég sko er sammála ykkur.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.8.2011 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.