31.8.2011 | 00:12
Þetta er ógeðslegt ef rétt reynist...
Ef rétt reynist þá er þetta grafalvaralegt mál svo það er eins gott að Fjölmiðlar allir reyni allt sitt til þess að finna sannleikann í þessu máli...
Þetta er svo alvaralegt ef rétt reynist að Jóhönnu Sigurðardóttir Forsætisráðherra sem og hennar Ríkisstjórn ber að segja af sér STRAX...
Þessi stefna sem Ríkisstjórnin tók varðandi hjálp til heimila og fyrirtækja er búin að fara svo ílla með fólk að það er ekki lengur bætanlegt....
Jóhanna vildi ekki afskriftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú hefðir semsagt viljað setja íbúðalánasjóð á hausinn?
Óskar, 31.8.2011 kl. 00:26
Heil og sæl; Ingibjörg, jafnan !
Þakka þér fyrir; liðveizluna, byltingaröflunum til handa.
Það er sko; komið NÓG !
Nafni minn (Haraldsson) !
Íbúðalánasjóður; er innan 4ra veggja kumbalda - og; SÁLARALUS, þar að auki.
Öðru máli gegnir; með LIFANDI fólk, drengur.
Reyndu nú; að koma niður á Jörðina, nafni minn !
Með beztu kveðjum /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 00:40
Samála þér Óskar.
Jóhanna er ekki í neinum tengslum við okkur og hefur ekki verið frá því hún komst til valda!
Sigurður Haraldsson, 31.8.2011 kl. 01:03
Óskar ef að það hefði verið málið þá átti að setjast yfir málið og finna leið til þess að svo færi ekki....
Það er búin að fórna Þjóðinni Óskar og það eru meiri vanvitarnir sem gera sér ekki grein fyrir því....
Og Óskar ef svo er að þú ert vanviti þá virði ég fáfræði þínu.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.8.2011 kl. 01:41
Óskar Helgi ekkert að þakka, þetta er það sem mér finnst og ég er svo búin að fá upp í kok af þessari svika Ríkisstjórn sem komst til valda á lygum einum saman...
Fyrir mér þá er þetta mikið brot að gera svona gegn okkur fólkinu í Landinu vegna þess að eitt af aðal-áhyggjum Ríkisstjórnarinnar er líka búið að vera að halda að öll þjóðin sé meira og minna að stela undan og svíkja...
Þetta sannar í raun þau orð að margur heldur mig sig....
Þessi Ríkisstjórn er búin að ljúga meira og minna að þjóðinni frá því að hún byrjaði störf sín sem Ríkisstjórn....
Sigurður já því miður þá hefur háttarlag hennar og orð bent til þess að svo sé....
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.8.2011 kl. 01:54
Óskar fyrirgefðu smá villa það á að standa.. Það er búið að fórna Þjóðinni....
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.8.2011 kl. 01:58
Íbúðalánasjóður hefði alls ekkert þurft að fara á hausinn. Afskriftasvigrúmið fyrir leiðréttingu verðtryggðra lána hefur verið til staðar í bankakerfinu frá því að nýju bankarnir voru stofnaðir. Það eina sem vantar er að láta það ganga áfram til lántakenda, t.d. með eignarnámsleiðinni sem hefði veitt bönkunum einmitt það sem þeir vildu fá: að eyða óvissu um verðmæti eignasafna sinna, og Íbúðalánasjóði nægt afksriftasvigrúm til að fara í flata niðurfellingu, og heimilin í landinu hefðu loksins getað litið glaðan dag.
Á þessar tillögur var einfaldlega ekki hlustað, heldur voru kúgunartilraunir Breta og Hollendinga til að fá "hámarks endurheimtur" látnar ganga yfir alla bankana, það þurfti jú að "gæta jafnræðis meðal kröfuhafa". Þetta stendur allt í opinberum skýrslum sem gefnar hafa verið út, ef fólk myndi bara vera með augun opin og fylgjast aðeins með því sem er að gerast...
Guðmundur Ásgeirsson, 31.8.2011 kl. 03:05
Ingibjörg málefnaleg eins og náhirðarliðinu er svo tamt, kalla gesti sína bara vanvita fyrir að spyrja einfaldrar og sjálfsagðar spurningar sem hún gat að sjálfsögðu ekki svarað á annan hátt!
Óskar, 31.8.2011 kl. 07:35
Guðmundur ég held að það hafi ekki farið framhjá neinum að hjálpin sem Ríkisstjórnin lofaði voru svik út í eitt...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.8.2011 kl. 08:00
Guðmundur bankarnir eru ekki íbúðalánasjóður. Furðulegt að svara því til að bankarnir hefðu þolað þetta þegar spurningin snýst um íbúðalánasjóð.
Óskar, 31.8.2011 kl. 08:00
...og sennilega hefði Ingibjörg hin málefnalega líka viljað hækka skattana enn meir til að bjarta íbúðalánasjóð.
Óskar, 31.8.2011 kl. 08:01
Óskar ég bið þig innilegar afsökunar, það var ekki hugsun mín að móðga þig eða aðra...
En þér að segja þá hef ekkert með þennan íbúðarlánasjóð að gera og hef aldrei haft svo hvaða leið var valin var ekki í mínum höndum.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.8.2011 kl. 08:05
Óskar hvað leið hefðir þú valið...
Ég vil meina að það hefði þurft að stokka upp allt fjármálakerfið og byrja upp á nýtt...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.8.2011 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.