5.9.2011 | 13:15
Þetta er þörf...
Þetta er málefni sem kemur alltaf upp öðru hvoru og ástæðan fyrir þessum skrifum mínum núna er sú að ég er foreldri sem hef lent í þessu með barn mitt...
Hvað veldur þessari þörf hjá sumum og öðrum ekki ætla ég ekki að kryfja hér heldur hvernig við hin gætum hugsanlega brugðist við þessari þörf hjá þeim sem henni eru haldnir, bregðast við vegna þess að þetta er þörf hjá krökkum og unglingum...
Það er svo ljótt að sjá allt út krotað fyrir utan það fjárhagslega tjón sem kemur þegar þarf að laga til eftir svona svo það er spurning hvort ekki væri betra að finna húsnæði og jafnvel útiveggi sem mætti krota á og gera obinbera fyrir svona list...
Þetta er jú viss tegund af list ef út í það er farið og í mínu tilfelli þá leystist málið farsællega þar sem minn strákur og fleiri fengu það verkefni að graffa Alltaristöflu sem tókst alveg frábærlega vel og skyldi það verkefni eftir sig mikin skilning og þroska...
Þetta er þörf hjá sumum á vissum aldri og ætti að bregðast við þessari þörf með því að búa til aðstöðu þar sem hægt er krota, spreyja og graffa eins og hver og einn vill...
Bætir fyrir krotið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.