Snúum baki í Ríkisstjórnina...

Já mér líst vel að einhver stígi fram og reyni að tala við fólkið.

Það græðir engin á því að vera með læti og ef þau okkar sem ætlum að mæta tökum okkur saman og sínum samstöðu í því að snúa bökum í þau þegar þau koma úr kirkjunni og púum frekar hátt og skýrt á milli þess sem við segjum VANHÆF RÍKISSTJÓRN--- VIÐ VILJUM KOSNINGAR STRAX....

Þá ætti það að gera sitt.

Ég get ekki ímyndað mér annað en að Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir gerir sér grein fyrir þeirri staðreynd að henni er ekki stætt lengur í vinnu sinni án þess að endurnýja umboð sitt...

Nú ef þessi Norræna velferðar Ríkisstjórn nær meirihluta kosningu þá getur hún haldið þessari vinnu sinni áfram...

Ríkisstjórnin er búinn að vera dugleg í því núna að segja okkur hvað allt er búið að ganga vel og við í góðu skjóli og ef svo er þá ætti þessi Ríkisstjórn ekki að óttast kosningar...

Við þjóðin horfum á allt annað og upplifum ekki þetta góðæri liggur við að ég segi sem þau eru að predika að sé...

Mér finnst ekki ástæða til að heiðra hana með blómum því miður....


mbl.is Hvetur til friðsamlegra mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband