Það á að draga þessa ESB umsókn til baka...

Hvernig Ríkisstjórn Íslands hefur komið fram við Þjóðina sína með þetta Icesave mál hefur einkennst af lygum og hótunum í von um að Þjóðin samþykki bara og borgi þennan sukk óreiðureikning sem Bretar og Hollendingar sendu hingað...

Hvar eru þeir sem áttu hugmyndina að þessum reikningum og rændu innistæðueigendur þessara Icesave reikninga fé sínu...

Ef að tilfellið er svo að Íslendingar hefðu þurft að taka þennan Icesave klafa á sig til þess að ESB umsóknin verði gild þá er það alveg augljóst að Ríkisstjórn Íslands er búin að ljúga að þjóðinni...

Ríkisstjórnin verður að víkja og átti hún í raun að víkja um leið og Íslendingar felldu Icesave samning í fyrri Þjóðaratkvæðagreiðslunni og hvað þá í annari þjóðaratkvæðagreiðslu...

Ríkisstjórnin er í raun og veru búin að vera umboðslaus síðan vegna þess að þá fauk allt traust til þessara manna út á hafsauga hjá meirihluta þjóðarinnar...


mbl.is Verður að lenda Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Icesave málið fer einfaldlega fyrir dómstóla og þar fæst niðurstaða í málið alveg óáð því hvort við höldum aðildarviðræðum við ESB áfram eða ekki. Gallinn er sá að það eru allar líkur á því að dómstólaleiðin muni kosta okkur mun meira en samningaleiðin hefði kostað okkur.

Það eru einfaldlega ekki til nein rök sem halda vatni fyrir því að það hafi verið nauðsynlegt til að halda íslensku fjármálakerfi gangandi að mismuna innistæðueigendum hjá Landsbankanum eftir því í hvaða útibúi þeir áttu innistæður sínar.  Þar var því klárlega um ólöglega mismunun að ræða svo ekki sé talað um að það er útilokað að verja hana siðferðilega.

Sigurður M Grétarsson, 15.10.2011 kl. 12:22

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er rétt mat hjá þér að þessi stjórn átti að fara frá eftir Icesave kosningarnar.

En þú spyrð

"Hvar eru þeir sem áttu hugmyndina að þessum reikningum og rændu innistæðueigendur þessara Icesave reikninga fé sínu...??"

Það voru Íslendingar. 

Sleggjan og Hvellurinn, 15.10.2011 kl. 15:15

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Eg get ekki verið meira ósammála ykkur um það að ríkisstjórninni hafi borið að víkja þegar Icesave samningurinn var felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef við ætlum að fara þá leið að kjósa oftar um tiltekin málefni þá verðum við að búa svo um hnútana að það eitt liggi undir að viðkomandi lög verði samþykkt eða þeim synjað. Ef svo er ekki þá mun stór hluti þjóðarinnar greiða atkvæði út frá allt öðrum forsendum að skoðun sinni á því tiltekna máli og þar með kemur ekki fram skýr þjóðarvilji í því tiltekna máli.

Það er því mjög mikilvægt að þjóðaratkvæðagreiðslur hafi eins lítil áhrif og mögulegt er á líf ríkisstjórnarinnar svo menn séu ekki að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu út frá afstöðu sinni til ríkisstjórnarinnar í stað afstöðu sinnar til þess málefnis sem kosið er um. Ef við getum ekki gert þetta þá eru þjóðaratkvæðagreiðsur farnar að snúast um allt annað en það að fá fram vilja þjóðarinnar í þeim málum sem kosið er um og þá felst ekki aukið lýðræði í þeim heldur verða þær að skrípaleik.

Sigurður M Grétarsson, 15.10.2011 kl. 15:40

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sigurður, Sleggjan og Hvellurinn rétt á að vera rétt og það er ekki rétt að Íslenska þjóðin öll sömul rændi þessu fé...

Sigurður varðandi Ríkisstjórnina þá átti hún að víkja tafarlaust vegna þess að hún var og er ekki að vinna að hag Þjóðarinnar...

Að vilja öllum ánauð og fátækt til þess að fjármálastefna geti haldið áfram er ljótt og alveg örugglega ekki það sem fólkið ætlaði að kjósa yfir sig í síðustu kosningum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.10.2011 kl. 06:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband