Á villigötum...

Varðandi hagkerfin og af hverju þau eru ekki að ganga upp þá geta verið margvíslegar ástæður fyrir því aðrar en að við fólkið séum að sukka og kunnum ekki að fara með fé okkar.

Við erum með Ráðamenn hér á Íslandi sem hafa verið duglegir að segja að við sukkum bara og það sé ástæðan fyrir þessari stöðu sem komin er upp hér á Landi en þessi staða er allstaðar í Heiminum...

Ég segi að svo sé ekki þó það séu vissulega alltaf svartir sauðir innan um þá á það ekki við heildina í þessu tilfelli, heldur er staðan orðin þannig að Ráðamenn ætlast til að fólk geti lifað á mánaðartölu sem stendur engan veginn undir sér og því verður að breyta...

Annað hvort er engin að sjá af hverju dæmið er hvergi að ganga upp eða þessu er haldið svona til að geta beygt fólk undir hlýðni og undirgefni...

Af hverju hlutirnir eru ekki að ganga upp fjárhagslega séð er ósköp einfalt. Við erum með hagkerfið rekið þannig að ætlast er til að það geti rekið sig á innkomu skatta gjalda tolla sem og afkomu afurða og framleiðslu í hinum ýmsu vinnugreinum á sama tíma og við erum með samfélagið rekið þannig að um leið og einstaklingur fæðist eða er komin í móðukvið þá byrjar sá einstaklingur að kosta þjóðfélagið og kostar þjóðfélagið alveg þar til einstaklingur sá er farinn að borga sína skatta og gjöld til samfélagsins. Þar til þeim áfanga er náð kostar einstaklingurinn samfélagið og þessu verður að breyta...

Þróunin hefur fært okkur þangað sem við erum komin í lífsgæðum og frekar en að fara aftur í fornöld í lifnaðarháttum þá eigum við að leyfa okkur að þroskast áfram og það gerum við með því að rétta þessa skekkju sem komin er á hagkerfið með því að breyta hlutunum.

Öll viljum við sjá framtíð afkomenda okkar vel borgið eða hvað...

Það gerum við með því að áætla vissa upphæð á ársgrundvelli fyrir einstaklingin út í samfélagið með Heilbrigðis og Menntakerfið í huga. Þarf sú upphæð að vera raunsæ og ekki undir 4,5 milljónir á einstakling. Með því að nota þá peninga út í hagkerfið okkar þá myndi mikið breytast í samfélaginu og reyndar þjóðfélaginu öllu.

Með því að nota peninga sem stýritæki á þennan hátt og nota þá upphæð sem út kæmi þegar fjöldi einstaklinga hefur verið lagður saman sem er í Þjóðfélaginu við vissa tölu á ársgrundvelli ætti að vera hægt að rétta Heilbrigðis og Menntakerfið okkar af og gott betur. Með því að gera þetta þá skapast rúm til að bæta samfélagið í heild sinni og nota skattfé okkar ásamt fé af gjöldum og tollum í samfélaginu í annað og svo sannarlega er þörf á...

Þetta yrði svo endurreiknað árslega með fæðingatölu nýrra einstaklinga í huga mínus þeirra sem farnir eru á árinu yfir móðuna miklu.

Þetta er hlutur sem við Íslendingar eigum að geta gert vegna þess að við erum Sjálfstæð Fullvalda þjóð með okkar eigin gjaldmiðil, og eins og ég segi í upphafi við eigum að leyfa okkur að þroskast áfram en ekki fara aftur á bak eins og Ráðamenn okkar ætlast til...

Leyfum okkar frekar að þroskast áfram Íslendingar...


mbl.is Kreppan bitnar á þróunarlöndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband