Hvílíkur viðbjóður...

Þvílíkur hryllingur segi ég bara og hvað var fólk að hugsa sem sá um þá ákvörðun að gera þennan hryllilega gjörning...

Það er ekki laust við að það vakni upp hinar ýmsu spurningar um þetta eins og...

Voru þetta manneskjur sem áttu engan að og þess vegna þótti þetta allt í lagi eða eru þetta manneskjur sem ættingjar halda jafnvel að þeir séu búnir að jarða...

Og hvernig lyktar Virginíufylki til dæmis á heitum og góðum sumardegi, og ef satt skal segja þá langar mig ekki að vita það...

Með fullri virðingu fyrir sjálfum okkur hvort sem að við erum lifandi eða látin þá komum við ekki svona fram hvort við annað...

Það mætti þá segja manni að þetta hafi gerst í tíð fyrrverandi Forseta Bandaríkjanna og stjórnar hans...

Svona framkomu við sjálf okkur eigum við Heimurinn allur ekki að líða...


mbl.is Fórnarlömb 9/11 í landfyllingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég efast nú innilega um að þetta hafi verið nokkuð annað aska eða eitthvað slíkt, eftir svona langan tíma (2001) væru líkin löngu rotnuð. Kannski voru það beinaleifar, eða bara samansafnaðar lífrænar leifar sem ekki var hægt að bera kennsl á og væri það væntanlega brennt áður en því er fleygt á sorphauga af heilbrigðisástæðum.

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 08:51

2 identicon

Já rétt hjá Jóni. þetta er ekki alveg svona eins og það hljómar. það var húð hár smá leifar af e h sem gat verið allt eða ekkert og kannski þetta eða hitt sem endaði í uppfyllingu. Annað þessi vél nauðlenti aldrei! Hún var keyrð á nánast hljóðhraða beint í jörðina. það varð ekkert eftir þar af einu eða neinu.

óli (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 16:05

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta erfiðar mjög hverskonar rannsóknir á líkamsleifunum. Alveg eins og með stálið úr turnunum sem var bútað niður í brotajárn og selt til bræðslu í Kína hraðar en hægt er að segja "sönnunargögn".

Óli: Í fréttinni er auk Shanksville líka talað um líkamsleifar þeirra sem sagt er að hafi verið um borð í flugvél sem sögð er hafa lent á Pentagon, þrátt fyrir að öll ummerki á vettvangi hafi verið eins og eftir flugskeyti (sem er mannlaust flugfar). Fjöldagröfin sem um ræðir er væntanlega ómerkt og á "óþekktum" stað sem verður aldrei uppljóstrað, enda er það vandkvæðum bundið ef reyndin er sú að hvorki líkamsleifar, né gröf sé nokkursstaðar að finna í Virgíníufylki. Annars ætti fólk svosem á endanum að renna á lyktina eins og síðuhöfundur bendir, svo væntanlega mun þetta upplýsast fyrr en seinna, þ.e.a.s ef þetta er ekki bara enn ein þjóðsagan um atburði sem tengjast þessari dagsetningu.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.2.2012 kl. 16:55

4 identicon

Guðmundur: Í guðs bænum, er ekki komið nóg af "Flugskeitakenningunni"? Þessar vélar sem lentu á turnunum/pentagon/túninu voru ekki mannlausar. Ég persónulega þekki fólk sem áttu ættingjar/vini sem voru um borð í þessum vélum. Þú ert ekki að fara að halda fram að þetta fólk hafi aldrei verið til.

Einar (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 17:23

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hvernig sam allt saman var og er, þá er þetta samt sem áður vanvirðing. Vanvirðing við ættinga og aðstandendur þeirra sem fórust í þessum hræðilegu hörmungum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.3.2012 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband