Íslenska Þjóðin dregin á asnaeyrum...

Það er ekki laust við að mér finnist að það sé verið að draga okkur Íslendinga á asnaeyrum.

Ríkisstjórnin er að fórna Íslensku Þjóðinni til þess að geta gengið draum sinn...

Af hverju ég segi svo er vegna þess að við Íslendingar erum með Ríkisstjórn sem komst til valda á lygum og óheiðarleika.

Ríkisstjórn sem lofaði skjaldborg utan um heimili og fyrirtæki Landsmanna.

Ríkisstjórn sem galaði manna hæðst að það væri ekki okkar Þjóðarinnar að borga óreiðuskuldina Icesave.

Ríkisstjórn sem lofaði því líka að það ætti allt að vera upp á borðum og núna eru liðin rúm 3 ár frá því að þessi Ríkisstjórn tók við og Íslenska Þjóðin hefur aldrei áður verið svikin eins hroðalega...

Meirihluti Þjóðarinnar vill ekki í þetta ESB samband og Ríkisstjórnin virðir ekki vilja Þjóðarinnar.

Það sem mér finnst standa uppúr eftir 2 síðustu daga Landsdóms og Íslendingar þurfa alvaralega að velta fyrir sér er að Samfylkingin ætlaði sér að bjarga þessum föllnu bönkum á okkar kostnað fyrir hrun, og í dag þá eru meirihluti Íslendinga í þeirri stöðu að eiga ekki ofan í sig eða á og mjög margir búnir að missa eigur sínar vegna þess að Ríkissjórnin er að bjarga þessum föllnu bönkum á kostnað Þjóðarinnar...

Ríkisstjórnin ætlar sér í ESB þó svo að meirihluti Þjóðarinnar vilji ekki þar inn og hvernig endar svona lagað eiginlega...

Við Íslendingar erum afburða dugleg Þjóð og það er ekkert sem segir okkur að við getum ekki séð um okkur sjálf. Vandamál okkar Íslendinga er kannski það að við erum með Ríkisstjórn sem treystir sér ekki til að vinna að málefnunum Sjálfstæðrar fullvalda Þjóðar og frekar en að viðurkenna það og stíga til hliðar þá er allt gert af hálfu Ríkisstjórnarinnar til að ná sínu fram og spurningin þá hjá okkur Íslendingum frekar hvað ætlum við að gera í því...

Það eina rétta í stöðunni núna er að láta Þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram sem segir til um það hvort ESB sé það sem meirihluti Þjóðarinnar vill eða ekki...


mbl.is Vill stöðva greiðslur til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sæl, átti ekki að vera til peningar fyrir öllu í london sala á m.a. Iceland keðjunni,

Er ekki Lilja góður valkostur hún og Atli stóðu uppúr veislunni og fóru að sofa á meðan Jóhanna og Steingrímur og liðið dönsuðu hrunadans fram á morgun.

Ég er sammála þér við höfum ekki neitt að gera í E,S,B,samstarf besta í stöðunni núna er að fresta viðræðum.

Bernharð Hjaltalín, 7.3.2012 kl. 08:02

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Það var ekki bara Samfylkingin Ingibjörg.

ESB armur Sjálfstæðisflokksins virtist vilja það líka.  Svo auðmannstenglarnir inní flokknum.

Það var aðeins einn sterkur á móti, og hann hét Davíð Oddsson.  Eitthvað sem fólk andsnúið Sjálfstæðisflokknum á erfitt með að kyngja, en staðreyndir eru óháðar stjórnmálaskoðunum.

Ef Davíð bæri gæfu til að taka undir réttlæti í skuldamálum almennings þá yrði hann næsti forsætisráðherra.

Svo einfalt er það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2012 kl. 08:38

3 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Sæl Ingibjörg ég get tekið undir nánast allt sem þú segir.Samfylkingin er stórhættulegur flokkur,og við Íslendingar verðum að gera ALLT til að afsakaðu orðbragðið þetta pakk troði okkur ekki inn í ESB.Þeir sem nenna að opna augun hljóta að sjá að ESB er bara hannað fyrir Þjóðverja og kanski Frakka.Sjáðu bara hvað er að gerast hjá Grikkjum,Portúgölum,Spánverjum,Írum og fleirum.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 7.3.2012 kl. 08:46

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mikið er ég sammála þér Ingibjörg.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.3.2012 kl. 08:49

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já þetta er ekki góð staða en það er okkar að gera eitthvað í henni.

Ríkisstjórninni er ekki stætt lengur segi ég og það er mikilvægt að henni verði komið frá hið allra fyrsta og við þjóðin fáum sjálf að svara því hvað það er sem við viljum í þessu máli...

Við erum á tímamótum það er alveg ljóst...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.3.2012 kl. 09:09

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er meirihlutinn þjóðarinnar sem vill klára þessar viðræður.

Sleggjan og Hvellurinn, 7.3.2012 kl. 09:25

7 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ef að það er tilfellið Sleggjan og Hvellurinn þá kæmi það í ljós í Þjóðaratkvæðagreiðslu og þá yrði ferlinu haldið áfram í sátt meirihluta Þjóðarinnar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.3.2012 kl. 09:36

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef þjóðin vill eyða 100milljónum í að fara í þjóðaratkvæðisgreiðslu um hvort við eigum að fara í þjóðaratkvæðisgreiðslu þá er mér sama.

Finnst það samt ekki ábyrg meðferð á fé.

Mundi frekar eyða þessum milljónum í heilbrigðiskerfið.

Sleggjan og Hvellurinn, 7.3.2012 kl. 10:10

9 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sleggjan og Hvellurinn það eru engir aðrir en þið sem talið svona...

Þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort það eigi að verða Þjóðaratkvæðagreiðsla hverslags bull er þetta...

Það á spyrja Þjóðina af því hvort hún vilji þetta ESB ferli áfram eða ekki og það er tvennt ólíkt...

Ríkisstjórnin sem er í dag er að fórna Þjóðinni fyrir þetta ferli...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.3.2012 kl. 10:42

10 Smámynd: Þórdís Bachmann

Íslenska þjóðin hefur aldrei verið svikin eins hroðalega...

Sammála þér, Ingibjörg.

Engan skyldi undra að fólk grípi nú til örþrifaráða.

Þórdís Bachmann, 7.3.2012 kl. 12:30

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er ekkert bull Ingibjörg.

Það verður þjóðaratkvæðisgreiðsla þegar samningurinn liggur fyrir. En þú vilt fara í þjóðaratkvæðisgreiðslu hvort við eigum að klára ferlið og fara svo í þjóðaratkvæðisgreiðslu.

Ekki satt?

Sleggjan og Hvellurinn, 7.3.2012 kl. 12:45

12 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Þórdís satt segir þú. Ég veit um marga sem eru að fara af Landi og segjast aldrei aftur ætla að koma hingað, Einnig heilu stór-fjölskyldurnar þar sem fólk er að taka sig upp vegna þess að innheimtuaðgerðum linnir ekki þrátt fyrir gefin loforð um annað á meðan línur skýrast...

Mér finnst þetta háalvaralegt vegna þess að Ríkisstjórnin gerir ekkert annað en ala undir þessum bönkum sem eiga svo eftir að standa uppi og ekkert fólk jafnvel eftir lengur eða fáir...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.3.2012 kl. 12:53

13 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þórdís ég notaði orðið hroðalega vegna þess að það er það sem mér finnst.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.3.2012 kl. 12:55

14 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sleggjan og Hvellurinn já vegna þess að þessi umsókn er að setja samfélagið á hausinn og ég hef mínar ástæður til að efa að það verði ofaná að meirihluti Þjóðarinnar vilji halda þessu ferli áfram, einnig vegna þessara miklu óánægju sem er í Þjóðfélaginu vegna þessara umsóknar að þá finnst mér að það sé nauðsynlegt svo sátt komist á hérna.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.3.2012 kl. 16:59

15 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Rökstuttu það á hvaða leyti er umsóknin er að setja samfélagið á hausinn.

En nýlegar kannanir sýna meirhluta fyrir þessari umsókn. 

http://www.evropuvaktin.is/frettir/22189/

Sleggjan og Hvellurinn, 7.3.2012 kl. 17:05

16 Smámynd: Snorri Hansson

Við höfum haft margar slæmar ríkisstjórnir í gegnum tíðina. Sem ekki kunnu sér hóf á ýmsum sviðum.

En við höfum aldrei haft ríkisstjórn sem er sannanlega ÞJÓÐHÆTTULEG fyrr en nú.

Sleggjan og Hvellurinn eru hinir fullkomnu fulltrúar hennar Þjóðernissinnaðir Evru sinnar sem hata sína eigin þjóð.

Snorri Hansson, 7.3.2012 kl. 17:19

17 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sleggjan og Hvellurinn rökstyðja hvað,,, að skoðanakannanir síni það aftur og aftur að þjóðin vilji ekki þarna inn þegar í enda er komið...

Það vantar skýringu á því af hverju Ríkisstjórnin fór ekki með þetta í Þjóðaratkvæðagreiðslu á sínum tíma eins og hún lofaði...

Ríkisstjórnin fékk þessa umsókn ekki samþykkta án þess að gefa loforð fyrir því að Þjóðin yrði spurð áður...

Jóhanna steig skjálfandi fram þegar til kom og sagði á sínum tíma að það væri ekki til peningur þegar á hólminn var komið, það var ljóst þá að Þjóðin hefði ekki samþykkt...

Snorri Hansson algjörlega sammála þér.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.3.2012 kl. 17:47

18 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Evru sinnar?

Hverjir eru þeir. Þeir sem vilja taka upp evru?

Þjóðernissinni?

Er það virkilega þannig að  þjóðernissinni sem vill ganga í ESB? 

ingibjör

skoðanakannair hafa sýnt aftur og aftur að þjóðin vill klára ferlið.

svo verður kosið um saninginn

Sleggjan og Hvellurinn, 7.3.2012 kl. 18:57

19 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Skoðanakannanir hafa sýnt það aftur og aftur að Þjóðin vill ekki inn í ESB Sleggjan og Hvellurinn, hvað varðar það að klára ferlið og sjá hvað er í boði þá er það að verða nokkuð ljóst hvað verður í þessum pakka og það er regluverk ESB meðal annars....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.3.2012 kl. 20:54

20 identicon

sammala ter Ingibjorg og tad tarf ekki ad rokraeda neitt vid nafnleisingja

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 21:34

21 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Takk Helgi fyrir þessa ábendingu.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.3.2012 kl. 23:23

22 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Annars ákvað ég að vakta þetta blokk betur en ella Helgi vegna þess að ég nota sterk orð í skrifunum og ef satt skal segja þá átti ég von á að fá gagnrýni fyrir það, en það er greinilegt að það að Þjóðin hafi verið svikin er aukaatriði hjá Sleggjunni og Hvellinum og hvað þá að samfélagið sé í molum meira og minna liggur við að ég segi það er allt saman aukaatriði svo lengi sem þessi ESB umsókn hangir inni...

Það er búið að grafa undan öllu trausti finn ég hjá öllu þeim sem ég á samskipti við og það eru ekki fáir og eitt annað er sameiginlegt að allir vilja þessa Ríkisstjórn í burtu nú þegar og kosningar strax...

En það er líka eitt annað sameiginlegt og það er að fólk veit ekki hvað það getur gert vegna þess að Ríkisstjórnin hefur hunsað rödd Þjóðarinnar hvað eftir annað á þeim orðum að þetta sé alveg að koma...

Þau orð gerðu meðal annars það að fólk hékk lengur í von um þó að ekki væri nema réttláta leiðrétting í áttina að því sem þjóðin horfði á að sumir fengu. Nei Heimilin voru skilin eftir með 110% yfirveðsetningu og sett í þrældóm...

Það hefur hvergi verið komið á móts við almenning í þessu máli segi ég vegna þess að honum var ekki einu sinni gert kleyft að gera þó það sem hann gæti og vegna þess meðal annars þá eru mjög margir búnir að missa heimilin sín....

En þetta allt er aukaatriði hjá mörgum svo lengi sem þessi ESB umsókn hangir inni eins og ég segi og finnst mér það miður.

Kv.góð samt sem áður til allra.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.3.2012 kl. 00:01

23 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl Ingibjörg,góður og sannur pistill. Ég er næstum viss um að ljúki þessum svokölluðu samningum,verði ekki aftur snúið. Þeir munu halda fram að upptaka reglugerða, jafngildi að inngöngu sé lokið,sérstaklega þar sem atkvæðagreiðslan er sögð ráðgefandi. Annars sá ég hjá ehv. bloggara haft eftir Jóhönnu,að þjóðin muni ráð þessu í atkv.greiðslu,en hvenær treystir maður á hana,eftir það sem á undan hefur gengið. Mér sýnist að hér séu 5 sem eru sama sinnis og þú,bara hér. Hvað með að skunda á völlinn á góðum degi,brýna raustina og þá munu hópar mæta og mótmæla einum rómi. Ég get svo sem trútt um talað,sem hef ekki þrek til að betla eitt stykki söng hjá Magnúsi Sigmundssyni (vonandi rétt),þar passaði söngurinn og lag hans sem ég held að heiti Freyja,hefur nokkru sinni verið spilað í RUV-sjónv.Átakanlega fallegt,með fiðluleik og karlakór,einskonar fyrirgefningarbeiðni til Fjallkonunnar. Þetta mundi hleypa kappi í mannskapinn,fara bara nógu oft aftur og aftur,væri hægt að notast við upptökur og allir taka undir. Það er sko reiðilaus aðgerð,en mætti þreyta þau út úr húsi,sem er björgun ÍSLANDS.

Helga Kristjánsdóttir, 8.3.2012 kl. 01:25

24 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Helgi.

Ekki hafa áhyggjur það er enginn að rökræða við mig.

Ég hef ekki heyrt ein rök hingaðtil allavega. Bara innihaldslaust raus.

Sleggjan og Hvellurinn, 8.3.2012 kl. 09:00

25 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ef fram fer sem horfir með þetta umsóknarbull, þá á eftir að eyða í það næstum einum milljarði. Þá vill ég frekar SleggjuHvellur, setja hundrað milljónir í kosningu strax og svo eins og þið segið svo réttilega, nota afgangin í heilbrigðiskerfið. Mun hærri upphæð  í heilbrigðiskerfið heldur en fer í ksoninguna. Þetta ferli er búið að kosta okkur á annan milljarð og þjóðin var svikin af því að fá að kjósa um hvort við vildum hefja aðild eða ekki. Þegar þannig er farið af stað, verður aldrei sátt og eina leiðin til sáttar er að stoppa eyðslu í þessa hýt og sjá hvað þjóðin vill raunverulega. Kosning er eina leiðin til sáttar. Ekki einhverjar pantaðar skoðanakannanir, því þær eru líka til sem sýna annað.

Sigurður Kristján Hjaltested, 8.3.2012 kl. 10:39

26 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála því.

Við fáum að kjósa um samninginn þegar hann liggur fyrir.

Sleggjan og Hvellurinn, 8.3.2012 kl. 10:57

27 identicon

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 12:01

28 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæl Helga og það er ekki eins og það hafi hvarflað að mér þessi hugsun og er það kannski meira hugsunin hvernig maður fari að því að setja svoleiðis í gang...

Ég lofaði sjálfri mér því að ég myndi ekki segja beint nei ef ég yrði beðin aftur... 

Aftur segi ég vegna þess að ég hef verið spurð að því nokkru sinnum hvort að mér finnist ég ekki þurfa að láta röddu mína heyrast og hef ég svarað því neitandi á þeirri forsendu að það hljóti að vera fleiri eins hugsandi eins og ég...

Ég er kannski meir og meir að vakna upp við að svo er ekki og þá vandast málið fyrir mér, en ef ég hef lofað einhverju þá á ég erfitt með að svíkja það svo þetta er kannski meira spurningin hvernig maður ber sig að...

Sigurður Kristján ég er sannfærð um næstu kosningar munu snúast um ESB eða ekki hvort sem að það liggur samningur fyrir eður ei. Þjóðin er meira og minna búinn að fá upp í kok að þessum sviknu loforðum út um allt og ég er annsi hrædd um að það verði alveg sama hverju Samfylkingin eða VG mun lofa þeirra tími er búinn...

Sleggjan og Hvellurinn það er nú lúmskt gaman að ykkur, en kannski verður staðan þannig að það verða engar kosningar um ESB eftir næstu Alþingiskosningar....

Helgi Armannsson ég veit ekki alveg hvað skal segja annað en að þessi þróun sem farin er af stað er hörmung fyrir allt fólkið í heiminum sem og okkur og þess frekar nauðsynlegra að snúa þessu við...

Það má aldrei gleyma því að það er vinnandi höndin sem býr til peningin í upphafi og heiðurinn ætti þess vegna að vera hennar en ekki þeirra sem taka við peningnum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.3.2012 kl. 17:09

29 identicon

Helgi.

Ekki hafa áhyggjur það er enginn að rökræða við mig.

Ég hef ekki heyrt ein rök hingaðtil allavega. Bara innihaldslaust raus.......

tad er bara sumt sem tarf ekkert ad rokraeda eins og til daemis af kverju eg mindi aldrei leifa neinum ad taka mig i rassin . tad er bara ovideigandi osvibni ad heimta rokraedu um sligt

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 04:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband