21.4.2012 | 08:51
Íslendingar dregnir á asnaeyrum verð ég bara að segja...
Við höfum ekki tekið endanlega ákvörðun segir maðurinn þó svo að það sé á 4 ár síðan þetta fólk lofaði skjaldborg utan um heimili og fyrirtæki Landsmanna...
Á 4 ár segi ég og Guðbjartur heldur því fram að það sé enn verið að greina vandann sem ég dreg í efa að sé rétt vegna þess að fyrir síðustu kosningar var þetta fólk alveg með skjaldborgina á hreinu sem átti að koma...
Það sem þessi Ríkisstjórn stendur frammi fyrir er að hún ákvað að fórna heimilum og fyrirtækjum Landsmanna og núna þegar í enda þessa kjörtímabils er að koma þá á reyna að klóra í bakkann í von um að það nægi til þess að verða jafnvel kosin áfram...
Hverjir eru að greina vandann Guðbjartur það langar mig að vita og tel ég að Þjóðin eigi rétt á að fá að vita það vegna þess að þið eruð búinn að draga heimili og fyrirtæki Landsmanna á ASNA EYRUM í á 4 ár með loforðum um þessa skjaldborg...
Það er til fullt af öðrum leiðum að fara og það góðum leiðum fyrir okkur Íslendinga, en á meðan þessi Ríkisstjórn er við völd er ekki von á einu eða neinu sem gæti komið sér vel fyrir okkur Íslendinga vegna þess að þessi Ríkisstjórn er Ríkisstjórn sem þolir ekki Sjálfstæði þó svo að Þjóðin öll sé Sjálfstæð og er ég ekki fjarri því að það hefði mátt koma fram fyrir síðustu kosningar þessi mikla andstaða við Sjálfstæði Íslendinga hjá þessum mönnum.
Það sem Íslendingar verða að spyrja sjálfan sig að í dag er það hvort þeir geti beðið, beðið eftir lausnum á sínum málum á meðan þessi Ríkisstjórn klárar tíma sinn, beðið segi ég vegna þess að það mun engin lausn koma frá Ríkisstjórninni það er Ríkisstjórnin búinn að sína okkur Þjóðinni með þessari aðferðarfræði sinni í aðgerðum á björgun ef björgun er hægt að kalla, eða er kannski að verða komið nóg af lygum og svikum...
Skuldamál heimila í biðstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það tekur þau þ.e. ríkisstjórina óratíma að skoða og rannsaka allt sem þarf að leiðrétta til almennings, en þegar það er á hinn veginn, þá dugar bara eitt pennastrik.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2012 kl. 15:30
Já Ásthildur og kannski var aldrei tilgangurinn að bjarga heimilunum og hvað þá að gera stöðuna hér á Landi bærilega í þá átt að almenningur gæti átt fyrir helstu nauðsynjum...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.4.2012 kl. 07:55
Einmitt þess vegna er bara hamrað á að eina von okkar sé ESB. Einhver mesta ógn sem hefur orðið á vegi okkar um langa hríð. Atlaga stjórnvalda að okkar eigin landi og þjóð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2012 kl. 10:26
Endilega bendið mér á lausnir sjálfstæðisflokksins á skuldavanda heimilanna. Hef ekki séð EINA RAUNHÆFA TILLÖGU FRÁ SJÖLLUM!
Óskar, 24.4.2012 kl. 14:43
Var einhver að tala um Sjálfstæðisflokkinn hér? Þeir eru að mínu mati sömu drullusokkar og allur fjórflokkurinn eins og hann leggur sig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2012 kl. 14:47
Cesil sú sem skrifar þessa bloggfærslu er hardcore sjalli.
Óskar, 24.4.2012 kl. 15:23
Já er það? gott að vita það. Ég hef ekki kosið þann flokk í áratugi. sé alveg hvað er í gangi þar á bænum. Var bara að benda þér á að Sjálfstæðisflokkurinn var ekki til umræðu á þessari bloggsíðu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2012 kl. 15:33
Já sæll Óskar Sjálfstæð er ég og hef alltaf verið og hef ekki hugsað mér að breyta því vegna þess að í grunninn þá tel ég að við öll séum Sjálstæð í okkur og fæðumst við með vissa Sjálfstæðisbaráttu í okkur, og við sjálf eigum að vita hvað okkur sjálfum er fyrir bestu...
Óskar mig langar að spyrja þig að því hvort þú teljir að það sem komið er í lausnum heimilunum til sé fullnægjandi...
Eða hvað þá réttlát leiðrétting...
Það er ekki laust við að það fari í gegnum huga mér hvort staðan væri kannski betri og öðruvísi hér ef það hefði verið farin sú leið sem Sjálfstæðisflokkurinn kom með síðast...
En fyrir þér Óskar þá eru það greinilega flokkarnir sem tala en ekki fólkið og þegar svo er þá er aldrei von á góðu í endan því miður.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 25.4.2012 kl. 09:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.