Ef það væri vilji þá væri búið að gera...

Það er alveg ljóst að Hreyfingin er að láta draga sig asnaeyrunum núna vegna þess að það er ekki svo langt síðan að það var gefið út af Guðbjarti Hannessyni að vandamál heimilana væru komin í bið...

Annars er þessi flokkur Hreyfinginn ef flokk er hægt að kalla rúinn trausti vegna þess að Þjóðin er búin að horfa á þetta fólk svíkja gefin loforð eins og Samfylkingin og VG eru búinn að gera.

Svíkja kosningarloforðin um skjaldborgina heimilunum til segi ég og að ætlast til þess að fólkið í landinu trúi því núna að lausnin sé alveg að koma vegna þess að loforð er gefið frá Lúðvíki Geirssyni, Helga Hjörvar og Björgvini G.Sigurðssyni um að aðgerða sé að vænta í mai lok er fyrra leyfi ég mér að segja og eingöngu sagt til þess að kaupa tíma...

Ef það væri vilji þá væri búið að gera....

Ef það er einhver dugur í þessu fólki þá lýsir það yfir vantrausti strax, nú þegar og krefst þess að það verði boðað til kosninga tafarlaust...

Þeir sem það munu gera geta átt von á endurkosningu...

Þjóðin er búinn að upplifa hvert svikið loforðið á fætur öðru varðandi björgun heimilunum til núna á fjórða ár, ílla svikið loforð sem var gefið út eftir síðustu miklu mótmæli og þjóðin hélt virkilega að þá væri þetta að koma eftir að Forsætisráðherra kom fram og sagði að það yrði farið í þessi mál strax daginn eftir... 

Fólk er búið missa heimili sín vegna þessa sviknu loforða og að ætlast til þess að Þjóðin trúi því virkilega að það sé lausn á leiðinni núna er ekki hægt að líða vegna sviknu loforðana...

Það á að slíta þessu stjórnarsamstarfi strax vegna þess að Þjóðinni blæðir og það er ekki hægt að líða lengur...

Það er ekki hægt að líða það að Þjóðin blæði á sama tíma og hún á að vera í stakk búin til endurreisnar.


mbl.is Tilbúnir að styðja vantraust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Ágúst Óskarsson

Alveg sammála þér, vel skrifað

Sæmundur Ágúst Óskarsson, 25.4.2012 kl. 09:29

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Takk.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 25.4.2012 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband