Vinnubrögð talar hún um...

Ja hérna segi ég bara við þessu vegna þess að með þessum orðum sínum þá er hún Margrét Tryggvadóttir að segja það að hún styðji vinnubrögð þau sem viðgengist hafa hjá núverandi Ríkisstjórn það er lygar og svik til þess eins að ná sínu fram...

Algjörlega burt séð frá öllum afleiðingunum fyrir samfélagið sem blæðir og blæðir fyrir þessa óstjórn sem núna er...

Ég vil fá fólk sem hægt er að treysta og getur talað við Þjóðina eins og hlutirnir eru...

Lygar og svik er það sem einkennir vinnubrögð núverandi Ríkisstjórnar og það styður hún...


mbl.is Þingmaður kvíðir fyrir kosningavetri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi ummæli hennar sýna bara svart á hvítu hvar hún er í pólitíkinni.  HÚN  ER JÚ Í RÍKISTJÓRNINNI ÞÓ HÚN HAFI EKKI FENGIÐ NEITT RÁÐUNEYTI eins og ALLIR þingmenn Hreyfingarinnar.........

Jóhann Elíasson, 6.9.2012 kl. 15:12

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Alveg er þetta týpískt hjá ykkur. Margrét Tryggva, er að fenginni reynslu að lýsa ákveðnum hlutum og hvað betur mætti fara. Þá ráðist þið persónulega á hana án þess að nefna nokkurt dæmi.

Það er einfallt að fara inn á Alþingisvefinn og skoðað þau mál sem hún hefur komið að síðastliðin 3 ár, flutt, stutt og talað gegn. Þegar sá listi er skoðaður er lífsins ómögulegt að sjá að hún leggi blessun sína eitthvað frekar yfir verk- og verklag ríkisstjórnarflokkana en andstöðunnar. Það er nákvæmlega engan samhljóm þar að finna.

Jóhann, Þá var hún á síðasta þingi m.a. flutningsmaður að gjörbreyttu fiskveiðifrumvarpi; sem var allt annað, betra og miklu róttækara en frumvarp Steingríms - og fjórmenningaklíku fjórflokksins sem þessa dagana situr á svikráðum við þjóðina.

Atli Hermannsson., 6.9.2012 kl. 16:30

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég sá þetta fiskveiðifrumvarp, sem Þór Saari lagði fram, það þurfti nú ekki að vera merkilegt til að vera skárra en frumvarp Gunnarsstaða Móra, jú það var skárra ég viðurkenni það alveg en betur má ef duga skalEn ætlar þú að bera á móti að þingmenn Hreyfingarinnar haldi lífinu í ríkisstjórninni?????

Jóhann Elíasson, 6.9.2012 kl. 17:21

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hún Margrét hefur stutt þessa Ríkisstjórn dyggilega það er ekki af henni tekið og það þó svo að hún hafi gefið það út að skjaldborgin fyrir heimilin hafi forgang þá er það bara ekki svo...

Innantóm loforð er það sem hún og hennar fólk kann að gefa....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.9.2012 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband