17.9.2012 | 22:11
Ríkisstjórnin beri ábyrgð og segi af sér...
Þetta er erfið og ljót staða sem komin er upp og engum öðrum en Ríkisstjórn Íslands að kenna að svona er farið fyrir heilbrigðisstéttinni í landinu...
Að voga sér að veita launahækkun til eins manns án þess að tekið sé tillit til heildarinnar á þessum erfiðu tímum er þvílík svívirða við heildina að hálfa væri nóg og hvað þá þegar um slíka launahækkun er að ræða eins og í þessu tilfelli...
Heyr heyr...
Ríkisstjórnin þarf að segja af sér vegna þessa það er ljóst og bera ábyrgð á þessum svívirðilega gjörningi sem gerður var...
Að ætlast til þess að við Íslendingar horfum á eftir öllum þessum hæfa mannskap sem við eigum í heilbrigðisgeiranum fara úr landi frekar en að Þeir sem ábyrgðina bera á stöðunni verði látnir fara frá er ekki hægt að bjóða okkur Íslendingum upp á...
Reiðin á spítalanum alvarlegt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Veistu það að þetta lið segir ALDREI af sér.Til þess eru þau allt of siðblind.Svo skrítið sem það nú er að ef t.d. sjálfstæðisflokkurinn hefði hagað sér svona myndi austurvöllur loga.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 17.9.2012 kl. 22:16
Marteinn það hlítur að koma að því að það sjóði upp úr og satt að segja þá var ég og er að vona að þetta háttsetta fólk sjái gjörðir sínar áður og segi af sér vegna þess að ef það sýður upp úr eins og staðan er í dag þar sem fólk er búið að láta kúga sig, ljúga að sér og svíkja sig á 4 ár þá verður suðan stór og það er ekki það sem á að vera mælihvarði á það hvort Ríkisstjórnir fari...
Brot þessara Ríkisstjórnar eru orðin það mörg að þetta er komið út í vittleysu gagnvart SIÐFERÐINU okkar og það má ekki gerast lengur að Ríkisstjórnin komist upp með það að haga sér svona á sama tíma og öðrum er refsað fyrir það...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.9.2012 kl. 22:34
Ég held að engri ríkisstjórn hafi tekist að brjóta jafn mörg lög á jafn skömmum tíma og þessari. Jóhanna braut lög,Svandís braut lög,Ögmundur braut lög og ég er viss um að gjörningur Guðbjarts er brot á kjarasamningum.Og það er bara lögbrot að Steingrímur skuli yfir höfuð vera á þingi.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 17.9.2012 kl. 23:07
Já og þegar horft er til þessa alls þá viljum við ekki að það sjóði upp úr....
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.9.2012 kl. 23:37
Sæl Ingibjörg.
Sammála.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 17.9.2012 kl. 23:54
Skil ekki hvers vegna er ekki soðið uppúr? Á mér sýður og það er vegna þess að óréttlætið er svo mikið að ég bara gét ekki setið heima og bara bloggað um hve mér er ekki skemmt!
Sigurður Haraldsson, 17.9.2012 kl. 23:55
vantar ekki raunveruleikatengsl hjá fólki sem vinnur á spítulum, allt þjóðfélagið blæðir því bankarnir eru víst þeir einu sem eiga að fá að hafa það gott,og þjóðin látin borga allt upp í topp sem þeir gerðu af sér fyrir hrun.
líka er atvinnulausu fólki leift að vera atvinnulaust í fleiri ár, eins og fólkið skipti ekki máli, eins og það fáist ekki meira inn til samfélagsins með að sjá til að fólk hafi næga vinnu.
GunniS, 18.9.2012 kl. 00:15
Þetta er örugglega planað og gefnar leynitilskipanir frá Esbéinu. Þeir hafa áður beygt þjóðríki,fleiri en eitt. Nú gefa þau í,telja sig vera alveg að komast í mark.En ég sé Jóhönnu lyppast/leka niður, áðu en hún kemst á endastöð.
Helga Kristjánsdóttir, 18.9.2012 kl. 00:44
Þakka ykkur öllum innlitið og Sigurður, Ríkisstjórnin gegg vasklega fram þegar hún kærði mótmælendur fyrir mótmæli og er ekki laust við að ég merki ótta og hræðslu hjá almenningi gagnvart því...
Ég er líka sjóðandi meira og minna alla daga yfir þessari kúgun sem Ríkisstjórnin notar á okkur Íslendinga í von um að við almenningur sjáum ekki gjörðir hennar eða heyrum ekki orð þeirra...
GunniS. Ég er nú ekki á því að það vanti raunveruleikatengsl hjá starfsmönnum spítalana vegna þess að ef svo væri þá væri staðan ekki svona í dag...
Það segir sig sjálft aftur á móti í orðum þínum að Ríkisstjórnin hefur ekki verið að hugsa um hag eða velferð okkar Íslendinga heldur þeirra sem bankana eiga og ESB, og ég er á því að Ríkisstjórnin sé í raun og veru búinn að brjóta af sér gagnvart okkur Þjóðinni frá degi 1. sem aftur á móti gæti hjálpað okkur í því að snúa því við sem hægt er að snúa við okkur í hag...
Helga já við erum ekki einar um að gera okkur grein fyrir að svo sé og satt að segja þá vil ég sjá þessa Ríkisstjórn verða kærða til Landsdóm fyrir gjörðir sínar um leið og hún stígur til hliðar, það er eiginlega nausynlegt vegna siðferðis okkar að svo verði gert...
Þó svo að menn fái æðri stöðu eða ráðnir í veigameiri vinnuverkefni þá táknar það ekki að viðkomandi sé yfir alla hafinn og geti hagað sér samkvæmt því...
Það er augljóst að þessi Ríkisstjórn lét það stíga sér um of til höfuðs að verða kosin af okkur Íslendingum (ég kaus þessa aðila ekki) til að hugsa um okkar hag og alveg ljóst að Ríkisstjórnin hefur ekki gengið erinda okkar Þjóðarinnar...
Þessi gjörningur hans Guðbjarts er siðlaus gagnvart hinum sem eftir sitja og á hann að víkja strax í dag og Ríkisstjórnin strax á eftir fyrir að hafa ekkert gert í þessu máli annað en að sitja og þegja...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.9.2012 kl. 09:28
Þetta allt saman, ruglið sem við erum í, spillingin, afskriftir á elítu... þetta er 4flokkurinn krakkar.. ekki gleyma því við næstu kosningar að 4flokkurinn kom okkur á þennan stað.. 4flokkurinn mun halda okkur á þessum stað... við verðum að hafa kjark og vilja til að velja nýtt... hér verður að skúra og skrúbba, henda sorpinu út, sorpið er í 4pokum, hendum þeim
DoctorE (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 13:04
og DoctorE í hvaða 4poka ert þú...
Með akkúrat svona innslögum er verið að leiða umræðuna frá aðalmálinu og hún er framkoma Guðbjarts H. gagnvart hinum eftir sitjandi og ef það eru til svona peningaupphæðir á lausu í launahækkun á mánuði til eins manns sem eru miklar upphæðir fyrir almenning þá er verið að gefa okkur ranga mynd af stöðu peningamála...
Það þarf að fara ofan í saumana á þessu og ekki laust við að manni finnist að það sé verið að fela eitthvað sem er ekki almannaaugum ætlað að sjá...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.9.2012 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.