Vísitala þetta og vísitala hitt...

Vísitala neysluverðs og vísitala hins og þessa er það sem við heyrum orðið daglega liggur við í fréttum og þetta er látið þjóta í gegnum huga allra án þess að huga að því hvað þetta þýðir allt saman...

Vísitala er væntanlega tala sem vísar á ef...

Það er allt tryggt bak og fyrir í verðlagi á öllu nema vinnandi höndinni sem situr eftir með sína föstu tölu í umslaginu þó svo að allt annað hækki og hækki vegna þessa stóra ef sem greinilega er farið að stjórna miklu meira en það sem er...

Hvað getur lagað þetta ójafnvægi er erfitt að segja en í fljótu bragði þá ætti það sama að ganga yfir allt og ef það er hugsað til þess þá er alveg greinilegt að afnám verðtryggingarinnar á sínum tíma á hin almennu laun voru ein stór mistök og spurning hvort það hafi verið ólöglegt þegar hugsað er til þess mikla ójafnvægis sem þessi ákvörðun tekin á sínum tíma hefur valdið hinum almenna borgara...

Íslendingar ættu að krefjast þess að verðtrygging launa verði aftur sett á og reiknuð afturábak svo það komi eitthvað réttlæti hinum almenna borgara til.....

Við skulum athuga það að peningar væru ekki til ef ekki væri fyrir vinnandi höndina...


mbl.is Verð á fatnaði hækkar um 5,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband