Ábyrgt stjórnvald fórnar ekki þjóð sinni....

Ábyrgt Stjórnvald fórnar ekki þjóðinni sinni verð ég bara að segja og í ljósi allra þessara miklu ábyrgðar sem á að hvíla á Stjórnvöldum hverju sinni þá er orðið ljóst að þessi Norræna velferðar Ríkisstjórn er ekki starfi sínu vaxin og hefur ekki verið það frá upphafi...

Ríkisstjórnin fórnaði heimilum og fyrirtækjum Landsmanna þrátt fyrir að hún hafi hlotið kosningu út á loforð um skjaldborg þeim til...

Ríkisstjórnin lofaði að gera allt sitt til að skuldir eins og Icesave yrðu ekki þjóðarinnar að borga og öll vitum við hvernig það mál fór...

Varðandi ESB þá þurfti að beita lygum og blekkingum til að ná því í gegn á Alþingi og náðist það með því að láta alla halda að það væri bara verið að fara í viðræður...

Viðræður sem Össur Skarphéðinsson sagði að væru eins og að fara í kaffi heimsókn til frænku og ræða málin, í dag vitum að þetta voru lygar allt saman...

Hverju öðru er Ríkisstjórnin búinn að ljúga að okkur er erfitt að sjá og það eina í stöðunni í dag er að láta þetta Ríkisstjórnar fólk fara frá tafarlaust svo það sé hægt að byrja raunverulega uppbyggingu hér á landi okkur Íslendingum í vil...

 


mbl.is Vill aukna samvinnu við ákvarðanatöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Auðvitað eiga þau að segja af sér og biðja þjóðina afsökunar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2013 kl. 17:24

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sammála ykkur stelpur.

Helga Kristjánsdóttir, 30.1.2013 kl. 05:16

3 Smámynd: Elle_

Þau fara aldrei viljug, stelpur.  Við verðum að reka þau.

Elle_, 30.1.2013 kl. 19:57

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kjósa þau burt allavega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.1.2013 kl. 23:42

5 Smámynd: Elle_

Nei, ég meinti, ef við ætlum að losna við þau núna, væri eina leiðin að reka þau.  Veit ekki með hvaða ráðum þó.

Elle_, 31.1.2013 kl. 17:03

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þú meinar.  Þá yrði það að vera þannig að forsetinn myndaði utanþingsstjórn fram að kosningum.  Það er enginn tilbúin í kosningar nákvæmlega núna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.1.2013 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband