18.10.2009 | 12:25
Guð hjálpi Íslandi ef....
Ég segi bara guð hjálpi okkur Íslendingum ef þetta á eftir að ganga í gegn. Ég trúi varla að Steingrímur J. og Jóhanna S. ætli virkilega að skella þessu á þjóðina svona, ekki rísa upp fyrir okkur... fólkið...átta þau sig ekki á því að þjóðin er upplýst um rétt sinn með þetta mál, og henni ber ekki skylda að borga þessar óreiðuskuldir.
En staðreyndin talar og það er skelfilegt. Þetta á eftir að kalla hörmungar yfir Íslensku þjóðina ef gengur eftir. Minnir mig á draum sem mig dreymdi , og rifjaðist upp við þessa frétt , tengi hann við þessa stöðu.
Var ég stödd út í London á gangi framhjá buckinghamhöll, geng ég framhjá fyrri hallarverðinum og er að fara framhjá seinni verðinum þegar ég sé útundan mér að hann er öðruvísi, og sný ég mér við, geng að verðinum og horfi vel á hann. Lít upp á höfuðfat hans sem mér fannst merkilegt því það var í breska fánalitnum. Lít ég þá neðar, á jakkann hans sem var mjög vandaður og þykkt og mikið leður belti um miðju hans. En jakki og buxur niður fyrir hné voru í breska fánalitnum líka , en þar fyrir neðan tók Íslenski fáninn við. En buxur fyrir neðan hné og skór..sem voru góð leðurstígvél , voru í Íslenska fána litnum. Fannst mér þetta merkilegt í draumnum og skoða vörðinn vel aftur og hugsa með mér...ja hérna...hvernig skyldi Bretland eiga eftir að tengjast Íslandi.
Sný ég mér við og ætla að halda áfram en er þá komin austur fyrir fjall. Stend ég við þjóðveginn austan megin við Selfoss og horfi á mjólkurbú Flóamanna yfir götuna á vinstri hönd þegar það kemur þessi mikli jarðskjálfti og horfi ég á jörðina klofna í vestur átt. Verður mér mjög brugðið og verð ég að drífa mig heim fannst mér í draumnum sem var Reykjavík og fannst mér að allir landsmenn ættu að fara niður á höfn...þegar ég kem þangað þá er mergð að fólki komið og á leiðinni. Allir landsmenn að streyma að. Var allur skipa og báta floti landsmanna saman komin að bryggju og áttu allir að fara um borð. Tek fram að ég sá ekki marga fara um borð heldur alla hópast saman á bryggjunni, finnst mér þetta skrítið og lít yfir höfnina . Sé ég þá að það eru saman komnir allir þjóðhöfðingjar heims fannst mér í draumnum og standa saman á bryggjunni. Man ég eftir léttir þarna í draumnum og fannst mér björgun vera að koma. Geng ég að þeim Þjóðhöfðingjunum og skoða hvern fyrir sig, og voru þeir allir í sínum þjóðbúningum frá sínu landi. Tel ég þá og voru þeir 13. Þjóðhöfðingjar. Var Frú Vigdís Finnbogadóttir fyrir Íslands hönd.
Hvað þjóðhöfðingjar í heiminum eru margir er ég bara ekki klár á, en í draumnum voru þeir 13 eins og ég sagði.
Vakna ég þarna og var þessi draumur ekki lengri. Eins og ég segi hér á undan þá rifjaðist þessi draumur upp við lestur þessarar fréttar. En hver túlkar hann á sinn hátt fyrir sig, fyrir mér þá táknar hann ánauð á Íslensku þjóðina ef þessi Icesave óreiðuskuld nokkra manna verður sett á herðar hennar, og verður að gera allt til að koma í veg fyrir að þessi þjófnaður á þessum peningum falli ekki á herðar saklausra Íslendinga, sem er verið að reyna gera , hingað og ekki lengra segi ég.
Ríkisstjórnarfundur um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.