Óábyrgt fram úr hófi.

Enn og aftur..þetta er alveg ótrúlegt sem maður er að lesa hérna.  Ríkistjórn Íslands búinn að beita þvílíkum þvingunum á flokksbræður sína sem sitja með þeim til borðs, til að þessi reikningur ICESAVE verði samþykktur í formi láns.

Svo miklum að menn hafa sagt frá stjórn, labbað út eins og maður segir, stigið upp í pontu á alþingi og sagt skoðun sína á af hverju þeir eru ekki sammála, en samþykkja samt til að verða ekki sá sem veldur því að ríkistjórnin springi..þeir sem hafa ekki verið sammála Steingrími og Jóhönnu hafa kvartað undan því..að fá það framan í sig að verða gerðir ábyrgir fyrir stjórnarslitum ef þau samþykkja ekki vilja þeirra.

Það verður að stoppa þetta strax...Íslendingum ber ekki skylda að borga þetta ICESAVE..og þessi framkoma Jóhönnu og Steingríms núna til að knýja þetta lán fram nær ekki nokkri átt.. í hvaða  stöðu eru þau að setja alþingi núna...

Jú í þá stöðu sem ég hef verið að tala um í fyrri skrifum mínum....þessa aðferðafræði þeirra nefnilega.. stilla alþingi upp þannig að það verði að samþykkja svo þau sjálf verði sér ekki til skammar einu sinni enn. 

Núna hvet ég Alþingi til að hafna þessum ICESAVE og láta reyna á dómstóla leið.. þjóðin veit að hjá Jóhönnu kemur það ekki til greina..því þá kemst hún ekki í ESB..en fyrir mitt leiti og margra annara þá verð ég bara að segja að mér er svo alveg nákvæmlega sama um hvað Jóhanna vil og vil ekki.  Hún sem forsætisráðherra er ekki að hugsa um fólkið sitt og hefur engan áhuga á að gera það.. segi ég þetta vegna orða hennar sjálfrar AÐ HÚN HEFUR ENGAN ÁHUGA Á EFNAHAGSMÁLUM ÞJÓÐARINNAR. og sem sitjandi forsætisráðherra þegar hún segir þetta, er óábyrgt fram úr hófi , og á hún þá að segja sig frá embætti sínu til að geta þó allavega leyft einhverjum sem hefur áhuga á starfi sínu að starfa.  Hingað og ekki lengra segi ég. Þjóðina vantar að fá að vita hvenær ICESAVE verður tekið fyrir á Alþingi aftur...svo hún geti hafið mótmæli á ný ef hún vil.

Eins langar mig að vita frá einhverjum marktækum.. Hversu mikið þurfum við Íslendingar á þessu láni frá AGS að halda.. þurfum við að taka þetta allt.. Ríkisstjórn Íslands lifir greinilega ekki í takt við þjóð sína . Því þetta allt sem er búið að gerast í þjóðfélaginu og leggja á herðar hennar er of mikið fyrir hana.. og hún sjálf er ekki að sjá sig ráða við stöðu sína eins og hún er orðin hjá mörgum.. að verða hjá öðrum, allt farið hjá sumum og kemur ekki til baka...svo les maður líka að ráðamenn bankanna krefjist BÓNUS..

Núna segi ég.. og vonandi fleyri..ÉG MUN TAKA HATT MINN AÐ OFAN, FYRIR ÖLLUM ÞEIM ALÞINGISMÖNNUM SEM STANDA MEÐ KOSNINGARLOFORÐUM SÍNUM OG VORU KOSIN FYRIR ... ÞETTA ER EKKI OKKAR AÐ BORGA....


mbl.is Hver bendir á annan í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Ljúgðu gosi segðu satt frá...!  Icesave samþykkt - EB - AGS - allir ánægðir með Samspillinguna, 5,5% vextir á þessu láni - bilun - klikk lið sem stýrir ríkisstjórn..!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 29.10.2009 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband