FÓLKS FLÓTTI.

Hvernig það var ákveðið,  að hinn almenni íslendingur í landinu skyldi borga þessa óreiðuskuld ICESAVE er mér mikið hugleikið..og fjármagnseigendur skuli sleppa..

þetta er mjög alvaralegt mál fyrir fólkið að missa eigur sínar, og er hægt að rekja þessa óðaverðbólgu beint í þessa banka vitleysu. svo maður spyr..að hverju er ekki komið meir á móts við heimilin í landinu..   maður spyr sig ósjálfrátt..hvað ef þær fjölskyldur sem eiga þessar eignir þarna , það er þessar 783 fasteignir...flytja nú úr landi.. því þetta er nú alveg örugglega ekki 783.manns..heldur hlítur þessi tala að hækka töluvert ef manneskjurnar sem búa í þessum eignum eru taldar..og höfum við efni á því að missa þetta fólk úr landinu...

Getur það verið að við íslendingar séum staddir í þessari skuldasúpu vegna þess að það var maður fenginn frá háskólanum til að vega það og meta, hvort fjármagneigendur ættu að taka þessa óreiðu á sig, eða hinn almenni skattborgari hér á íslandi.

Þessi staða er engan vegin ásættanleg fyrir okkur íslendinga á neinn hátt. Eins og er að sína sig núna.. segjum NEI...við þessu....það er lámark að fólkið haldi eignum sínum og fjölskyldu saman. Þessar aðgerðir ríkistjórnar ná engri átt...og þeim verður að breyta tafarlaust svo þetta gerist ekki...og svo ein spurning í lokinn..hver mun eignast allar þessar eignir...verða það íslendingar eða útlendingar....


mbl.is 783 eignir á uppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Skjalborgin,sem lofað var,komst aldrei á laggirnar.  Það verður ekki lífvanlegt hér,ef við samþykkjum Icesave. Verðum að fjölmenna og mótmæla,já krötuglega; Ekkert Icesave,né ESB. og út með AGS.

Helga Kristjánsdóttir, 30.10.2009 kl. 14:13

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæl Helga, og takk fyrir þetta innlegg, já mikið er ég sammála þér þarna..ég er til í að mæta og skal reyna allt mitt til að fá fólk með mér..en hvernig við náum til fjöldans verður að láta reyna á..ég hef ekki neinar upplýsingar um hvenær á að taka þetta fyrir á alþingi..en við hljótum að lesa um það..mér finnst svo mikið í húfi fyrir okkur íslendinga að það verður einhver að byrja einhverstaðar, og fólk einhvern vegin orðið svo vonlaust í brjósti sér að mig langar að gráta með því..en leyfum reiðinni frekar að koma upp en uppgjöfinni, og í það minnsta að þetta gerist ekki steinþegjandi og hljóðalaust..

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.10.2009 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband