3.11.2009 | 11:01
Tilfærsla á peningum...
Að ríkistjórn Íslands skuli ekki vera búin að taka á þessu atvinnuleysi er alveg hreint með ólíkindum. Að hún skuli ekki vera búinn að virkja þessa einstaklinga út á vinnumarkaðinn, til að auka frammleiðslu í landinu á afurðum sem gætu aukið útflutning og tekjur ríkisjóð sem svo sannarlega er þörf á í dag, er hreint og beint að verða ríkistjórninni til skammar, og sýnir eiginlega hversu vanhæf hún er.
Þessi ríkistjórn er búinn að hafa tímann fyrir sér þarna til að gera einhvað... Alla vega eitt ár...
Enn ekkert hefur gerst og ekkert í sjónmáli þarna sem lofar bættum hag til landanns. Að það skuli vera 15,436 manns án atvinnu er okkur þjóðinni til skammar, á sama tíma og það er ætlast til að þjóðinn borgi sukk og svínarí fyrir einhverja einstaklinga. Einhverja einstaklinga sem virðast vera í náðinni hjá ríkistjórninni, einstaklingar sem virðast fá allt niðurfellt, og fá svo nýjan pening upp í hendurnar til að geta haldið áfram, og öll niðurfelling gerð okkar að borga í formi hækkandi skatta... Það er til fullt af leiðum til að leysa þetta atvinnuleysi.. leiðum til að hafa hvetjandi áhrif á fólkið. Að virkja það í útrás á frammleiðslu á afurðum, að virkja það í að láta sammfélagið ganga og rúlla.. að virkja einstaklinginn þannig að hann finni að hann er verðugur og góðra gjalda verður..
Þessa tilfærslu á peningum þarna verður að skoða betur, því eins og einn frá lögreglunni sagði vegna uppsagna þar innandyra..menn fara heim..og fá borgað fyrir það, af hverju má þá ekki frekar leyfa þeim að vinna, og leyfa þeim að gera gagn.. svo sannarlega er þörf í þjóðfélaginu núna á duglegum höndum, og jú þetta er allt kannski bara tilfærsla á peningum sem þarna þarf.
Þjóðinn þarf að fara fá ríkistjórn sem hefur trú á henni.
Ekki ríkistjórn sem tekur bara lán og lán..án þess að vera búinn að hugsa hvernig á að borga þau. Ekki ríkistjórn sem lítur svo niður á fólkið sitt að hún vill ekker fyrir það gera annað en troða endalaust á það skuldum annara..
1,6 milljarðar í atvinnuleysisbætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.