VEGNA LÁNS SEM TEKIÐ VAR VEGNA ICESAVE...

Hvað erum við íslendingar að lesa hér í þessari skýrslu..Jú þar segir AGS að miklar skuldir Íslands séu að stórum hluta tilkomnar vegna láns sem tekið var vegna ICESAVE skuldbindingar....

Er ekki enn verið að rífast um icesave á alþingi...á ekki eftir að fara fram önnur atkvæða greiðsla um það...og hvernig er hægt að skilja þetta öðruvísi enn að Steingrímur og Jóhanna séu hreynlega sjálf búinn að taka þetta mál í sínar hendur og ákveða að ÞJÓÐIN og ALÞINGI eigi bara að skammast sín, þau hafi ekkert um þetta að segja hvort þjóðin borgi eða ekki...hún á bara að borga.

Það er ekki skrítið að Guðbjartur Hannesson formaður fjárlaganefndar segir í alþingi að það sé samstaða innan nefndar að fjalla ekki um ICESAVE frá grunni. Heldur einblína á breytingar sem Alþingi samþykkti í sumar á icesave.

Breytingar sem hann tala um eru fyrirvararnir sem voru samþykktir af alþingi sem lög.

Bretar og hollendingar henntu þessum fyrirvörum, BREYTINGUM sem Guðbjartur kýs að kalla, út af borðinu, sem þýðir hvað...Jú það þýðir ORGINAL reikningur gildir og ekkert annað.

Að fjárlaganefnd og ríkistjórn  skuli ekki sjá þetta svona  er hugsunarefni....en og aftur. Hvar er ríkistjórn og fjárlaganefnd ekki að geta horfst í augu við stöðuna eins og hún er...að það hefur aldrei komið annað til greina hjá bretum og hollendingum en að fá allt borgað í topp og meira til.  Hvernig stendur á því þessar þjóðir hafa þá mynd af okkur Íslendingum að allir íslendingar hafi rænt þá..jú ríkistjórn okkar hefur með þá mynd að gera...eina sem hún segir fyrir okkar hönd er að við séum reið..og viljum ekki borga.. 

Okkur Íslendingum ber ekki að borga þessa óreiðu...og ég get ekki séð það fyrir mér að nokkur þjóð myndi láta koma svona fram við sig steinþeigjandi og hljóðalaust eins og er verið að koma fram við  okkur ÍSLENDINGA.

Að skikka hana til að borga rán sem var framið frá fólki sem í FÁFRÆÐI sínu lét glepjast af galgopum... HVAÐA LEIK ER RÍKISTJÓRN ÍSLANDS AÐ LEIKA HÉRNA....og fyrir hvern er hún að vinna..

Það er komið nóg núna og þessi ríkistjórn er svo rúinn trausti nú þegar, og ekki bætir þetta uppá hjá henni. Hún á að segja ef sér strax.


mbl.is Skuldastaðan ekki jafn slæm og áður var talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

             S-E-G-Ð-U.

Helga Kristjánsdóttir, 3.11.2009 kl. 17:10

2 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Rétt hjá þér!

Takk fyrir frábæra færslu

mbk

Halldóra Hjaltadóttir, 3.11.2009 kl. 18:01

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Takk elskurnar..hvetjandi stuðningur er góðir.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.11.2009 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband