7.11.2009 | 15:40
Ótrúverðugur.
það er alltaf erfitt þegar máttur minnkar. Og ef að Össur Skarphéðinsson heldur að orð Steingríms J. Sigfússonar á Norðurlandaráðsþinginu sé ástæða þess að skjálfti sé komin í Brussel vegna ESB aðildarumsókn íslendinga, þá er það reginmistök hjá honum. Meiri hluti þjóðarinnar hefur aldrei viljað inn í ESB. Og var það eitt af kosningar loforðum Steingríms J. og hans mann núna fyrir kosningarnar ekki inn í ESB. Og ekki þjóðarinnar að borga óreiðuskuldir sem ICESAVE er, var líka eitt af loforðunum.
Ótrúverðug vinnubrögð hjá samfylkingunni og orð hennar eru að fella hana sjálfa um sjálft sig, bara það að láta það út úr sér, að lesningar sé ekki þörf áður en samþykki er gefið er óásættanleg vinnubrögð hjá hvaða fyrirtæki sem er, og margir hausar fokið af vinnustöðum fyrir minna tilefni.
En þetta á við alla ríkistjórnina, þessi vinnubrögð, en Össur Skarphéðinsson er einn af þeim sem hafa látið þessa setningu út úr sér...HVER LES SVO SEM ÖLL SKJÖL OG GÖGN áður en skrifað er undir.
Það sem Össur og félagar láta stundum út úr sér virðist eiga litla stoð í raunveruleikanum.
Ekki var við ugg í Brussel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.