19.11.2009 | 02:03
Fyrring að detta þetta í hug.
Maður spyr sig ósjálfrátt, hvort það sé ekki ólöglegt að skerða svona bætur..?
Að ríkistjórn skuli detta þetta í hug er alveg óskiljanlegt. Það eru til lög um lágmarksframfærslu, það eru til lög um hvenær þú verður fullorðin og átt að fara að sjá fyrir þér sjálf-ur, 18 ára. Og 18 ára hætta börnin- barnið manns að vera barnið manns í kerfinu og verður fullorðin með öllu því sem þar fylgjir, og það er dýrt, hvort sem það skattalega séð, læknislega séð, tannlæknislega séð, eða annað sem ekki er nefnt þá fara þau 18 ára að borga sjálf fullorðins gjald allstaðar, nú ef unglingurinn, sem við foreldrar flestir held ég köllum 18 ára barn okkar býr í heimahúsi, og en í námi, en vinnur með skóla, þá leggjast tekjur hans á heildartekjur heimilisins og veldur jafnvel skerðingu þar. Nú ef 18 ára barnið manns er flutt að heiman og farið alfarið að sjá fyrir sér sjálft, þá get ég bara ekki hugsað þá hugsun til enda hvernig þau eiga að ná endum saman á skertum bótum....hópur sem er ekki að ná endum saman á heilum bótum... Þessi aldurs hópur 18 til 24 ára sem er búið að nefna, ÞARF jafn mikið að lifa og hinn aldurshópurinn sem er á bótum kæra ..ríkistjórn.. hefði maður haldið...og hvað er verið að gera þarna.. þetta unga framtíðar fólk sem meðal annars er verið að ráðast þarna á. Og að láta sér detta það í hug að skerða bætur hjá þessum aldurshóp er bara algjör FYRRA, og hlýtur að lýsa vanhæfni ríkistjórnarinnar að bara detta þetta í hug, og hvað þá að leggja þetta á borð hvort sem það er skerðing hjá þessum hóp eða öðrum, bara að detta það í hug að skerða niður BÆTUR er óskiljanlegt hvort sem það eru atvinnuleysibætur eða aðrar bætur. Það er ekki eins og fólk sé að ná endum saman á fullum bótum, hvað þá á skertum bótum, ég er allavega ekki að sjá hvernig það er hægt, en ríkistjórnin greinilega einhverstaðar, og það hefur kannski gleymst að segja það með í þessari frétt...það er hvernig fólkið á að ná endum saman á skertum bótum..
Það þarf greinilega nýja ríkistjórn... það er ekki eins og fólk sem er á bótum eigi mikinn afgang þegar búið er að borga það sem borga þarf um hver mánaðamót, og margir sem ná því ekki einu sinni , það er að borga það sem þarf að borga.. hvað þá á skertum bótum.
Maður verður bara reiður fyrir hönd þeirra sem eru á bótum yfir því að ríkistjórn skuli bara almennt láta sér detta þessi hugmynd í hug, og hvað þá að bera hana á borð fyrir þjóðina.
Það er ljóst með þessu útspili hjá ríkistjórninni að hún er í engu sambandi við raunveruleikann á því sem er að gerast á heimilum landsmanna.
Kveðja.
Mótmæla skerðingu bóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi gegnsæja,tæra vinstri snú,snú stjórn,ætlar að láta börn borga Icesave klúðrið,þótt´Steingrímur aftæki að okkur bæri að borga þegar hann var utan stjórnar. Þess vegna,söfnum liði og rekum þessa óhæfu stjórn af höndum okkar,hún hefur meira til sakar unnið með framferði sínu,en nokkur önnur ríkisstjórn.
Helga Kristjánsdóttir, 19.11.2009 kl. 02:57
lækka bætur og senda alla á námskeið en hvernig eiga þau að komast á milli staða með lækkuðu bensín gjaldi.
gishj (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 07:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.