27.11.2009 | 08:37
Láta á reyna hvað gerist.
Ég hlustaði á Alþingi, og að horfa á hvernig það er verið að ræða ICESAVE er alveg stórfurðulegt. Að það skuli ekki vera hlustað betur á allar staðreyndirnar í þessu veigamikla máli sem ICESAVE er segir okkur að það er alveg sama hvernig þessu sé kastað fram og aftur, þá er sú staða okkar bara sú að þetta blessaða ICESAVE eins og það lítur út í dag, í þessum nýja búning er þjóðinni til falls.
Þessar hótanir fram og til baka hjá Forsætisráðerra vor í pontu á Alþingi er henni og þjóðinni allri til skammar, og að hún skuli láta svona orð fara frá sér til Alþingismanna og þjóðarinar bæði í gær og fyrradag eru henni til skammar og flokki þeim, að sína þjóð sinni svo mikla niðurlægingu að neita að ræða málin þegar tíma málanna er, og láta þessi orð aftur frá sér..ÉG TALA ÞEGAR MINN TÍMI ER KOMIN. þá vonandi einhvern tíma á hennar tími eftir að koma aftur einhverstaðar annarstaðar, því ekkert höfum við að gera með Forsætisráðherra sem virðir hvorki vilja þjóðar sinnar, eða hvað þá gefur henni áheyrn.
Að samþykkja þennan hroða samning, samning sem vitað er að fellir þjóðina er ekki hægt.
Það verður að láta reyna á dómstóla leiðina, og ef það er ekki hægt að snúa þessu í það horf sem komið var með þennan blessaða reikning þessara óreiðumanna, og allir fyrirvarar teknir óbreyttir inn og lágmarks ríkisábyrgð á þessa reikninga sett aftur á. það er eina sem er hægt að gera í stöðunni, eða hafna þessu alfarið. Þjóðin hefur engu að tapa, hún er hvort sem er komin í ánauð ef samþykkt verður, og það er þá betra fyrir þjóðina að vita að hún er með ríkistjórn sem reyndi allar leiðir fyrst vegna þessa óréttlætis sem er verið að beita Íslensku þjóðina.
En og aftur, ef að þetta er það besta sem Jóhanna og Ríkistjórn hafa að bjóða þjóð sinni þá eiga þau að víkja, og eiga að víkja reyndar tafarlaust nú þegar,eftir þessa uppákomu í gær, þar sem það kom fram að þetta hangir allt á sömu spýtu. AGS. ESB. ICESAVE. Að Ríkistjórn ljúgi að þjóð sinni er brot, og alvaralegt brot. Kveðja.
Ræddu um Icesave fram á nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Ingagm.
Talandi um lygar jóhönnu, manstu hvernig hún og hinn stefnufasti formaður kratavinafélagsins vöruðu við því í vor að ef ekki yrði samið við breta og hollendinga þá myndi Ísland lenda á sömu hillu og Argentína? Mér finnst nú seta á þeirri hillu öfundsverð. Líttu á pistil Ómars varðandi stöðuna í Argentínu fyrir og eftir hrun þeirra.
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/984299/
Íslandi allt
Umrenningur, 27.11.2009 kl. 09:06
Já Umrenningur...skrítið nafn, en allt í fína, og takk fyrir innlitið, var að lesa pistil Ómars, og ekki spurning að þjóðin á að henda þessu öllu út, og taka þetta allt saman upp á nýtt með nýja forystu sem vil hlusta á þjóð sína og ný forysta gefur okkur nýtt tækifæri til að snú þessu við í einhverja aðra mynd. Ómar er málefnalegur í skrifum sínum og lestur hans fróðleikur og gagnlegur. kveðja.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.11.2009 kl. 09:24
Skrítið nafn passar á skrítinn kall. Góður vinur kom þessu nafni á mig þegar ég hafði tækifæri og tíma nokkur sumur til að ferðast um hálendi Íslands. Sammála þér með Ómar, það væri skynsamlegt að senda þingmenn á eins og eitt helgarnámskeið hjá honum í þjóðrækni og heilbrigðri skynsemi.
Umrenningur, 27.11.2009 kl. 10:00
Já ekki vitlaus hugmynd það, og ætti reyndar að senda alla sem eiga eftir að stíga þá leið að gæta hagsmuni lands og þjóðar á svoleiðis námskeið.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.11.2009 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.