Í upphafi skal endir skoða.

Var að hlusta á bylgjuna milli 10 og 12 í morgun, þegar Árni Þór Sigurðsson sá mæta maður sem mér hefur alltaf fundist hann vera, þó maður sé honum ekki alltaf sammála en það er annað. Sagði eina setningu sem sló mig, í umræðu um Alþingið og störf þess, varðandi matartíma alþingismanna, og umræðan var um hungur sem var komið í starfsmenn þar, sagði hann að sjómenn létu sig bara hafa það þegar verkið kallaði.

Munurinn þarna er kannski sá að sjómenn hafa skipsstjóra sem hugsar um hag þeirra, mann sem veit að svangur maður skilar ekki miklu, mann sem veit, að til þess að hlutirnir gangi þá þarf mannskapinn að vera vel nærður.

Já sjómenn láta sig svo sannarlega hafa það.

Að vera fjarri heimilum sínum. Fjölskyldu sinni, og allri dagsdaglegri umgengni við fólkið sitt svo dögum skiptir, vikum og jafnvel mánuðum saman. En hversvegna eru sjómenn tilbúnir að færa þessa fórn, jú vegna þess að þeir eru að færa björg í bú, og hvaða bú er það, jú þjóðarbúið.  En þetta starf sem sjómenn eru að vinna þarf líka að vera eftirsóknarvert, og hversu margir yrðu tilbúnir að vinna þessi störf ef að ekki væri vegna einhverra fríðinda sem kallar í þessi störf.

Það sem fær þessa menn til færa þessa fórn fyrir þjóðarbúið eru launin, að vinna þessa vinnu er alveg örugglega ekki alltaf það sem menn vilja vegna þeirrar fórnar sem fjarlægðin er við fjölskyldur sínar. En það öryggi sem launin gefa á móti, að vita að fjölskyldan er örugg heima, hefur húsaskjól, hefur mat að borða, á fyrir reikningum sínum, er ekki síður mikilvæg fyrir þessa stétt í þjófélaginu sem og aðrar.

Það yrðu ekki margir sem myndu vilja vinna þessi störf ef þau væru eins launuð og afgreiðslumaðurinn á kassanum út í búð væri að fá í laun fyrir sína vinnu, nú eða manneskjan sem er að flaka fiskinn í frystihúsinu, eða símadaman á símanum, smiðurinn, bílstjórinn, bakarinn og svo lengi mætti telja. Það fólk hefur það framfyrir sjómenn að vera á föstu landi, getur hitt fjölskyldu sína að vinnudegi loknum, átt samverustund með henni, tekið þátt í uppeldi barna sinna meðal annars, og lengi mætti telja þarna.

Hvar væri Íslenska þjóðarbúið í dag ef að við  ættum ekki þessa Sjómenn, Sjómenn sem hafa hingað til viljað vinna þessi störf vegna þess að þau eru þjóðarbúinu mikilvæg og nauðsynleg til tekna. Og eina sem hefur kallað menn í þessi störf hafa verið launin, og ekkert annað..

Svo í upphafi skal endirinn skoða þarna, og þau áhrif sem það kann að hafa að taka þessi fríðindi burt, fríðindi sem hafa gert það að verkum að kalla menn í þessi störf. Kveðja.


mbl.is Sjómenn vara stjórnvöld við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Umrenningur

Vel mælt Ingibjörg.

Tek undir hvert orð.

Íslandi allt

Umrenningur, 29.11.2009 kl. 17:44

2 identicon

Það er alltaf látið eins og sjómenn séu þeir einu sem vinna fjarri heimilum sínum og þess vegna eigi þeir rétt á þessum fríðindum frá ríkinu. Ríkið á ekki að niðurgreiða laun útgerðanna. Held nú að útgerðafélög landsins séu alveg í stakk búinn til þess að greiða þennan mismun. Þessi afsláttur er tímskekkja og á ekki við í dag.

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 19:54

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Takk fyrir það Umrenningur...en er að sjá nokkrar stafsetningarvillur hjá mér, sem hefði ekki þótt gott í skóla, en vona að mér fyrirgefist það.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.11.2009 kl. 19:59

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Haraldur, og takk fyrir innlit þitt, að það sé alltaf talað um sjómenn eins og þeir væru eina stéttin sem er að heiman, er ég ekki alveg sammála, en að þessi stétt sé oftar nefnd frekar en aðrar gæti kannski frekar útskýrt það. Varðandi þennan sjómannaafslátt þá var hann settur á á sínum tíma til að menn fengjust í þessi störf að mig minnir, og útgerðirnar ekki í stakk búnar til að mæta þessari hækkun þarna sem þurfti til á laun þessara stéttar svo menn fengust í þessi störf. Hvað eigi að hafa batnað svona mikið í rekstri fyrirtækja í dag svo að þau ráði við þessa launahækkun frekar núna, er ég ekki alveg að sjá, frekar en launahækkanir hjá öðrum fyrirtækjum í landi. Og það mætti þá alveg eins spyrja um öll fríðindin sem bændur eru að fá... mjólkurkvóta, kjötkvóta, hvað það nú allt heitir þar innan dyra. Það er kannski næsti niðurskurður...það er hættuleg braut að grafa undan stoðum heimilanna, sem er verið að gera með þessum aðgerðum, en EKKI bara hjá sjómönnum, en þeir eiga umræðuna núna. Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.11.2009 kl. 22:42

5 Smámynd: Umrenningur

Stafsetningarvillur eða ekki, það er málefnið og það sem fólk er að segja sem skiptir máli.

Umrenningur, 30.11.2009 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband