Ótrúleg frétt.

Alveg ótrúleg frétt, og þessir menn vita væntanlega hversu mikið metan hver og ein sauðkind skilar út í andrúmsloftið... það er kannski hægt að finna eina nýja skattleið þarna fyrir fjármálaráðherra vor til að  auka tekjur ríkissjóð.

Ég er hrædd um að gæði lambakjötsins verði ekki eins, og merkilegt að þetta skuli vera starf þessara vísindamanna að finna leið til að minnka og jafnvel hætta að leyfa móður náttúru að hafa sinn gang hjá blessaðri sauðkindinni. það er hættuleg þróun að eiga sér stað þarna, allt hefur sinn tilgang í lífinu, og sinn lífs hring í náttúrinni, og allt hangir þetta saman einhverstaðar í einum hring, og það ber að hafa í huga.  Kveðja.


mbl.is Rækta náttúruvænar kindur sem ropa minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig færðu það út að lambakjötið verði eitthvað verra? Væri til í að sjá rökin fyrir því.

Fyrir utan það þá er nú ekki margt náttúrulegt við að ein tegund (maðurinn) sé að rækta og halda uppi dýri í tonnavís ef út í það er farið, þannig að ég sé ekkert að þessu

Þorsteinn H. (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 10:08

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ef við skoðum það sem veldur þessari metan framleiðslu í maganum, ef hægt er að kalla það það, þá hefur það með niðurbrot á fæðunni að gera í maga okkar sem þessi myndun gerist, og eru sumar fæðutegundir sem gerjast meir í maga okkar en aðrar, og er kál og grænmeti þar á meðal annars. Hvernig lambakjöt bragðast hlítur að vera fæðis tengt því sem sauðkindin borðar, alveg eins og ef maðurinn borðar mikið af gulrætum, þá á til að koma þessi fallegi appelsínuguli litur á fólk. Var ekki einhver að spá í að ala kindina á bláberjalyngi til að fá það bragð út í kjötið...Hef reyndar ekki heyrt meir um það. Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.11.2009 kl. 11:51

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ps. Svo kannski væri nær að breyta mataræði blessaðrar rollunar frekar.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.11.2009 kl. 11:56

4 Smámynd: Umrenningur

Sæl Ingibjörg.

Þessar hugmyndir mynna mig á að fyrir nokkurum árum reyndu Danskir líftæknifræðingar að blanda genum fiskablóðs í kartöfluræktun til að auka frostþol kartafla. Tilraunin gekk mjög vel þ.e. frostþol jókst umtalsvert en kartöflurnar eftir þessa genabreytingu voru að sögn það bragðvondar að svín fúlsuðu við þeim. Þessi tilraun Danskra segir mér að það eru takmörk fyrir því hvað við getum gengið langt í að hafa áhrif á náttúruna og þá er siðfræðin ekki tekin með í reikninginn.

Umrenningur, 30.11.2009 kl. 13:04

5 identicon

Hvaða framtíð eigum við sem að höfum meltingartruflanir sem að miklu leyti skilar sér í því  að maður leysir vind í tíma og ótíma.  Verður maður kannske  "sleginn af" vegna hlýnun jarðar.   Fávitar heimsins eru við völd þessa stundina. 

Jóhanna (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband