Réttur barnsins.

Já allar verðandi mæður, þá er að finna leiðina til að frysta brjóstamjólkina í brjóstum ykkar í allt að 3 ár, þar til þið getið klárað fæðingarorlofið, sem er náttúrulega algjör fyrra. Það vita allar mæður að fyrsta ár barnsins er mjög mikilvægt í lífi þess, og að það aðhald í ást umhyggju og öryggi sem barnið fær fyrsta árið í lífi sínu hefur allt með framtíð þess að gera, og meira sem er að þetta er FÆÐINGAR orlof sem á að nýtast strax eftir fæðingu fyrir foreldra og barn. Það er ekki hægt að taka fyrsta ár barnsins upp seinna þegar öðrum henntar, það ár kemur aldrei aftur. Þetta er réttur barnsins, og ætti fæðingarorlof frekar að lengjast en styttast.

Varð allveg orðlaus á sínum tíma þegar Fjármálaráðherra vor lét það út úr sér í einni umræðunni um þetta blessaða ICESAVE. að það ætti bara að samþykkja þetta. Það væru hvort sem er svo mörg börn að fæðast á Íslandi, svo þetta væri allt í lagi.. Fleiri til að borga ICESAVE, og ætti hann að skammast sín fyrir þessi orð, Eins og ungu fjölskyldurnar með litlu börnin muni dvelja hérna lengi við, nei þetta er sá hópur sem ríkistjórnin getur nokkurn vegin gengið út frá að mun ekki vera hér til að borga ICESAVE, hvað þá að láta sér detta það í hug að þessi hópur sé að eignast börnin til að fleiri verði til að borga ICESAVE.

Foreldrar, standið með rétti barnsins ykkar og mótmælið þessu, að segja að þetta sé ekki skerðing er alveg með ólíkindum og veruleika fyrring, og til bráðarbrigða, er líka ekki rétt. Þetta er skerðing, og fyrsta ár barnsins kemur ekki aftur. Kveðja.


mbl.is Íslendingar geta börn í kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband