Stjórnarsamstaðan til skammar.

 Er að fylgjast með Alþingi.. og ég spyr.. hvar er stjórnarsamstaðan.. Ríkistjórnin..

Hverslags aðferðarfræði er það að krefjast þess að fólk vinni út í eitt. Vinni út í eitt í máli sem er eitt það skelfilegasta sem hent hefur Íslensku þjóðina  SÓLÓ...

Að ætlast til að hægt sé að vinna til fulls, skila fullum afköstum, og mannsæmandi vinnubrögðum þá verða allir að mæta í vinnuna...og hvar er Ríkistjórnin... og hennar fólk,  þora þau ekki að mæta í vinnuna  og standa með svari sínu. Af hverju þau telja betra að þjóðin borgi bara og fari í ánauð. Sérstaklega þar sem það er ljóst að við þurfum ekki að borga.  Það verður ljósara með hverjum tímanum sem líður, að það er einhvað að þarna innandyra hjá stjórnarsamstöðunni. Nokkuð ljóst eftir þessi vinnubrögð í dag á Alþingi.

Þeim var vorkun í morgun, og það lá við að maður fyndi til með þeim, verið að tala um fundarstörf forseta og stjórnarsamstaðan sem loksins lét sjá sig, missti sig, hver á fætur annari í ICESAVE...En þora svo ekki að koma og ræða það þegar má...

Góður vinnuveitandi veit líka hvað þarf að gera til að fólkið hans skili  vönduðum og góðum vinnubrögðum, og það er að hugsa vel um fólkið sitt, og erum við að horfa á svoleiðis vinnubrögð á Alþingi okkar Íslendinga ?

Þessi vinnubrögð og framkoma við þá sem að eru að leggja sig fram eftir fremsta megni og getu til að passa hagsmuni okkar, og sína fram á hver rökin á fætur annarri sem allar benda bara enn frekar á að það er ekki okkar að borga þennan ólánsreikning, koma með upplýsingar sem segja okkur líka að það séu einar lygarnar í viðbót. Skuldarstaða þjóðarinnar miklu verri en fjármálaráðherra hefur viljað láta vera, og ICESAVE ekki einu sinni inni í þessari skuldarstöðu okkar, þetta er alvaralegt kæruleysisbrot, hjá manni sem hefur með fjármál heillar þjóðar að gera. Og finna sig knúinn til að ljúga segir bara hálfa söguna, sá sem er að ljúga er ekki bara að ljúga að öðrum, hann er að ljúga að sjálfum sér númer 1. 2 og 3. Bendir til að Steingrímur er ekki að geta horfst í augu við réttu myndina.

Og hvað gerir samstaðan frekar en að ræða það sem þarf að ræða, jú stígur upp í pontu og vælir um málþóf hjá andstöðunni...og hversu vittlaust er þetta.

Það er ljóst að stjórnarandstaðan er alveg fullkomlega fær til að mæta langri vinnutörn, og tala af viti, en því miður er ekki hægt að segja það hjá samstöðunni...hefur ekki kjarkin til að standa með sér. Hefur engan spennuþröskuld, og engan vegin getu til að vinna  undir þessu álagi sem er. Hvað er hægt að gera þarna er stór spurning, en mikilvæg, og er ljóst að aðgerðar vegnar þessarar vanhæfni hjá ráðamönnum þjóðarinnar þarf að bregðast við.

Stjórnarandstaðan á heiður skilið fyrir þessa vinnu sína, frammistöðu, og baráttu, og verður hennar allavega minst með það í huga í framtíðinni. 

Þetta er ekki hægt að segja með stjórnasamstöðuna, og ætti fólk að leggja andlit hennar vel á minni sitt, svo við Íslendingar getum bent afkomendum okkar á þá sem vildu endilega fórna okkur þjóðinni fyrir aðgöngumiða inn í ESB.

Verð ég að minnast á eitt sem kom fram í dag, og það varðar þessa lánabók Landsbankann. Þar sem þessi banki á að vera eini banki landsmanna aftur.. ef maður er að skilja fjármálaráðherra rétt, þá er það réttur okkar að fá að sjá hverjir skulda okkur, og hverjum við Íslendingar skuldum þarna.. 

Stjórnarandstaða standið ykkur, þjóðin hugsar til ykkar. Það er ekki hægt að ljúga svona endarlaust og segja eitt í dag og annað á morgun, eins og þjóðin er að horfa á hjá Jóhönnu og Steingrími, og hvað þá að vera með fjármálaráðherra sem veit ekki einu sinni hver fjárhagstaða þjóðar sinnar er. Kveðja.


mbl.is Ísland stefnir í greiðsluþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 þetta er hryllingur,verðum að gera e.h. róttækt.

Helga Kristjánsdóttir, 4.12.2009 kl. 00:30

2 identicon

Þetta kallast vinstri-aumingjar og að ca. 40% íslendinga VILJI kjósa þennan viðbjóð aftur á þing er FÁRÁNLEGT! HVAÐ ER AÐ?

Anon (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 00:38

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já segið , þetta er alveg með ólíkindum allt saman. En Alþingi búið. Er boðað aftur tíu þrjátíu held ég á morgun, og það verður fróðlegt að sjá hvað gerist. Það á ekki að leyfa stjórnarsamstöðunni að komast upp með það að þurfa ekki að útskýra afstöðu sína.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.12.2009 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband