4.12.2009 | 13:00
Að sjá ekki stöðuna eins og hún er, er alvaralegt.
Að skuldarstaöa þjóðarinnar sé 40 prósentum meira en áætlanir voru reiknaðar út frá er mjög alvaralegt, og lýsir miklu og alvaralegu ábyrgðarleysi hjá ráðamönnum þjóðarinnar að vera ekki með skuldarstöðu þjóðarinnar á hreinu...ef einhver á að vera með þessa stöðu á hreinu hjá okkur þá á það að vera Fjármálaráðherra vor, og standa svo frammi fyrir okkur þjóðinni, sem er að missa aleigu sína, er að breyta öllum sínum lífsvenjum til að mæta þessum þrengingum sem eru nú þegar komnar og telja okkur þjóðinni trú um að leiðin út úr þessu sé að taka ICESAVE skuldina á okkur í viðbót, sýnir mikið ábyrgðarleysi, og dómgreindarskort.
Að ætlast til að þjóðin taki á sig byrðar sem eru ekki hennar...er ekki hægt.
Að hlusta á þetta bull, að við eigum bara að taka þetta á okkur, vitandi það að allar tölur segja að við munum aldrei ráða við þetta, fyrir utan það að okkur ber ekki einu sinni skylda að borga þennan reikning, hvað þá lagaleg séð, og er að viðurkennast núna á Alþingi...Landsbankinn hefði farið á hausin og innistæðutryggingarsjóður með, og það er betra að þjóðin öll fari á hausin frekar en...... Ja hverjir.. Ætti að vera næsta spurning... Er nóg að horfa á þessa skuldarstöðu okkar til að sjá að við þjóðin munum aldrei geta ráðið við þetta. Hafnið þessum óhroðareikningi sem er ekki okkar þjóðarinnar Alþingi...
Alþingismenn þið voruð kosnir vegna stefnu ykkar....
Hvar er hún....
Þið hlutuð ekki kosningu fyrir þessum vinnubrögðum...að troða skuldum annara á okkur, sem okkur ber ekki einu sinni skylda að borga....
Nú ef þið Alþingismenn eruð með svona góð laun, og eigið svona mikinn pening, að þið persónulega getið borgað þetta, þá verðið þið persónulega með nöfnum að gangast fyrir þessari ábyrgð og borga þennan reikning, þið viljið það.
Þjóðin getur ekki gengið í ábyrgð fyrir þessu, og hún vill það ekki, veit nefnilega að hún þarf það ekki...
Stöndum vörð um okkur Íslendingar og gætum hagmuna okkar, Ríkistjórnin er ekki að gera það, að hugsa um okkar hag. Kveðja.
Alvarlegar dylgjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ótrúleg ríkisstjórn - eins og hundar sem standa á róðinu
Jón Snæbjörnsson, 4.12.2009 kl. 13:14
Nú er svo að skilja af síðustu fréttum að Alþjóðagjaldeyrissjóðurin telur skuldir vera að einhverju leyti ofmetnar. Sjá fréttatilkynningu frá AGS:
http://www.mbl.is/media/42/1842.pdf
Það er víst mjög tæpt að vera með málflutning innihaldandi fullyrðingar sem ekki standast.
Verðum við ekki að treysta yfirvöldunum að þau geri sitt besta til að finna góða leið út úr þessu?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 4.12.2009 kl. 14:10
Og finnst þér Guðjón besta leiðin vera að taka á okkur skuldir sem við eigum ekki.. okkur ber ekki skylda að borga, og bara skuldarstaða okkar segir, að alveg sama hversu mikið sumum okkar langar að borga þennan óhroða reikning, þá munum við aldrei geta ráðið við það...finnst þér það allt í lagi...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.12.2009 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.