Einkaskuld Sjálfstæðisflokksins.

Sorglegt fannst mér að horfa á Alþingi í gær.

Erum við Íslendingar með afvega leidda stjórnarsamstöðu og Ríkistjórn, sem vinnur verkin út frá hatri og reiði á Sjálfstæðisflokkinn, en ekki hvað er þjóðinni fyrir bestu með réttlæti í huga og Sjálfstæði okkar í fyrirrúmi..Alveg óháð flokknum.

Það var sorglegt að sjá samstöðuna hverja á fætur annari koma upp í pontu og segja JÁ vegna þess að viðkomandi  hataði tiltekin flokk. Það voru margir Íslendingar sem horfðu á Alþingi í gær.

Það kom engin upp og sagði já vegna þess að lagalega og réttarfarslega þá bæri okkur skylda. Engin sagði já vegna þess að við værum svo rík, og þess vegna munaði okkur ekkert um að greiða þetta þó okkur bæri engin réttur til þess, hvað þá að einhver segði já vegna þess að það sé svo mikil uppkoma í atvinnulífinu og blómstrandi viðskipti við landið, og þess vegna ættum við bara að borga ímynd okkar út á við. Nei allir sem sögðu já, sögðu já vegna haturs á Sjálfstæðisflokkinn.

Mjög alvaralegar ásakanir komu þar fram í garð þessa flokks, að þetta væri Einkabanki Sjálfstæðismanna, og einkaskuld þessa flokks. Krefst ég þess að öll gögn sem stjórnarsamstaðan hefur um þessar upplýsingar verði gerð opinber fyrir augum allra. Þetta eru alvaralegar ásakanir hér á ferð gagnvart Sjálfstæðisflokknum.

Alvaralegast er hérna að maður fer að spyrja sig...

Er verið að vinna verkin verksins vegna með þjóðina í huga og hennar velferð í fyrirrúmi, eða er verið að vinna öll verk í Ríkistjórn til að hefna sín á Sjálfstæðisflokknum, og við þjóðin þurfum að gjalda þess. Ef þetta er einkaskuld þessa flokks, þá er þessi flokkur búin að gefa leyfi til þess að hann verði gerður ábyrgur með afstöðu sinni á þessu ICESAVE. Ef Samfylkingin er með pálman í höndunum þarna til að gera út um þennan flokk og hann þá gerður ábyrgur sem yrði ef rétt reynist af dómstólum, af hverju fer hún þá þessa leið spyr maður..

Af hverju er þá verið að setja þetta á bak okkar, setja okkur í ánauð og langvarandi fátækt inn í eilífina frekar en rétt á að vera rétt.

Þessi orð Steingríms J Sigfússonar, að það sé verið að vísa þaul KÖNNUÐU máli, en ekki vandlega og faglega unnu máli áfram, gefur ekki vísbendingu um að þetta fá öðruvísi meðferð en hefur tíðkast hingað til í þessu máli, og það verður ólíðandi. Að vonast til að þessi óhróðs reikningur verði orðin að lögum fyrir jól yrði alveg skelfileg Jólagjöf til þjóðarinnar. Og vísar það á að það er ekki verið að vinna vönduð og fagleg vinnubrögð, heldur eftir klukkunni, og það er líka alveg ólíðandi vinnubrögð. þetta hlýtur líka að ráðast á vinnu Lögfræðistofunnar í Bretlandi, er hægt að fá að vita það hvort hún er komin í málið fyrir okkar hönd... Kveðja.


mbl.is Óvissa um hvenær Icesave- frumvarpið verður afgreitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband