10.12.2009 | 10:56
Já.
Ég verð að segja að mér líst alltaf betur og betur á þessa hugmynd, og það er allveg rétt að fyrir okkur almenningin þá mun þessi leið hvergi koma aftan að okkur.
Það er líka ljóst að þessi leið sem Jóhanna og félagar eru að fara mun ganga frá heimilunum endanlega, heimilunum sem eru að kikna, kiknuð, og sum hanga en.
Það er líka ljóst að það verður eitthvað að gera, og öll Þjóðin er hjálpar þurfi.
Hvaða flokkur gerði þetta og hitt, er ekki lengur hægt að stjórni aðgerðum. Það er barnaskapur að haga sér þannig.
Það verður að treysta því að allir, allir læri af þessu hruni, við Íslendingar erum mjög vakandi yfir þessu og verðum. Með hliðsjón af því hvernig staða heimilina er að brenna inni hjá núverandi ríkistjórn, og ljóst að engin vill missa heimilin sín, þá gengur þessi leið sem er verið að fara ekki.
Flestum Íslendingum finnst óréttlátt að borga þennan Icesave reikning, og er ég engin undartekning þar, en hverjir eru tilbúnir að hjálpa okkur, og koma með leið þar sem við Íslendingar erum í fyrirrúmi er það sem við eigum að líta til.
Sjálstæðisflokkurinn hefur alltaf talað um að fara dómstólaleiðina með þetta Icesave, og ég trúi því að þeir hafi velferð okkar í fyrirrúmi,
Við gætum velt því fyrir okkur hver væri staða heimilana í dag ef þessi leið sem Sjálfstæðisflokkurinn kom með í byrjun 50% að fasteignaskuldum heimilana til hliða hefði verið farinn.
Ljóst er að leið Samfylkingarinnar og VG er að brenna allt í landinu, fyrir utan bankana, tryggingarfélögin og heimili Breta og Hollendiga, og er ljóst að ekki er lengur hægt að það sé komið svona fram við okkur. Svo Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, eða annað, málið er að það verður einhver að koma okkur til hjálpar. Kveðja.
Sjálfstæðisflokkurinn kynnir afleiðingar skattahækkana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
fyrirgefið mér, en 50% AF fasteignarskuldum heimilana, á að standa þarna.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.12.2009 kl. 11:53
Þú er greinilega í afneitun Sjálfstæðismannsins... þú veist hverjir komu okkur þangað sem við erum... Sjálfstæðisflokkurinn með Davíð Oddsson í broddi fylkingar... og nú viltu treysta þessu liði... eru menn í lagi ?
Jón Ingi Cæsarsson, 10.12.2009 kl. 12:48
Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á hruninu. Ráðamenn á þeim bæ eru svo óforskammaðir að snúa öllu á hvolf, þeir vita upp á sig skömmina eins og svar Davíðs Oddssonar við ásökunum Sigurðar G. Guðjónssonar um að hannh hafi gerst sekur um brot gegn 249. gr. hegningarlaganna um umboðssvik.
Davíð lánar bönkunum á sama tíma og verið var að éta þá að innan. Af hverju mátti ekki stoppa svínaríið í bönkunum? Hefðu dáðadrengirnir verið truflaðir við iðju sína?
Síðustu vikurnar voru hundruðum milljarða mokað út úr bönkunum margöld Icesafe ábyrgðin. Á meðan mokaði Davíð nokkrum hundruðum milljarða út úr Seðlabankanum í þeirri von að bjarga þeim en án árangurs.
Gagnrýni Sigurðar beinist einmitt að því að þessar björgunaraðgerðir Davíðs væru án nokkurra haldbærra veða eða trygginga.
Því miður er oft verið að hengja bakara fyrir smið!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 10.12.2009 kl. 13:22
Ef þið, ætlið að vera endalaust í þessu fari, hver gerði þetta og hver gerði hitt, og þess vegna eigi bara allt í landinu að hrynja, þá er ykkur velkomið að vera þar. Það kemur alltaf maður í manns stað, og ég get hvergi séð að Geir H, eða Davíð Oddsson séu að koma fram. Ef það á ekkert að gera þegar það er hægt að gera, vegna þess að þessi hataði þennan og þessi hinn, þá er ykkur og þeim sem hugsa þannig vorkun. En tek fram að þetta er mitt álit. kveðja.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.12.2009 kl. 15:56
Guðjón, ég veit ekki betur en að hann Björgvin G Sigurðsson hafi gagnrýnt mikið þetta stopp sem hann Davíð Oddsson vildi setja á útrás bankanna á sínum tíma, og Björgvin talað fyrir hönd bankanna með einhverjum rökum þá væntanlega , sem varð til þess að þeir bankarnir fengu meiri pening. Haaa.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.12.2009 kl. 16:06
Tek undir orð þín Ingibjörg. Þetta og fleira er orðin nauðsyn NÚNA.
Orð þeirra sem klifa á því hver gerði hvað eru marklaus þvæla - þeir aðilar fara heldur akki að rótum hrunsins - enda skipti Lemannsbanki ekki máli þegar um endurreisnina hér heima er að ræða.
Úrtölu liðið verður ekki að gagni - það gæti eins talað um þð hverjir voru við völd hér þegar þjóðin bjó í torfbæjum.
Það sem skiptir máli er endurreisnin og tillögur Sjálfstæðisflokksins eru vægast sagt meira aðlaðandi en skatta og verðhækkanir ríkisstjórnarinnar.
Árangur stjórnarandstöðunnar og nokkurra stjórnarþingmann er frábær + 16 liða listinn er lífakkeri þjóðarinnar - hann fékks með "málþófi"
Takk fyrir "málþófið" án þess hefði listinn ekki orðið til.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 10.12.2009 kl. 16:07
Takk Ólafur, mikið er ég fegin að lesa að ég er ekki ein með þessa skoðun. Það er komin tími til að einhvað breytist hér í þessari stefnu Ríkistjórnarinnar.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.12.2009 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.