11.12.2009 | 09:13
Skert lífskjör og kaupmáttur.
Ég segi bara mikið var að einhver talar fyrir þjóðina af viti, ekki er eins og Ríkistjórnin sé búin að koma réttlátlega fram fyrir okkar hönd.
Mér finnst eitt gleymast sem er mikilvægt í þessu öllu saman.
Þetta voru Einka-bankar með enga ríkisábyrgð með sér, Bretar Hollendingar sem og aðrar þjóðir áttu að vita það. Breskir, Hollenskir sem og aðrir ráðamenn þessara landa hljóta að vita upp á sig vítavert gáleysi, gáleysi vegna þess að allt eftirlit frá þessum löndum vantaði. Ljóst er á öllu líka að eitthvað var búið að klóra þarna í bakkann af yfirvöldum elendis gagnvart þessari stöðu, en því ekki fylgt betur eftir hjá þessum ráðamönnum og vangá þeirra látin bitna á okkur.
Langar mig aftur að minna VG og Samfylkinguna á kosningarloforðin sín, kosningarloforðin sem þau hlutu kosningu fyrir, það er greinilegt á öllu að þau eru búinn að gleyma þeim, en eins og ég segi í öðrum skrifum, þá eru þau heppin að það er einhver sem man þessi loforð, og verum dugleg að minna þau á loforðin. En þau voru .. ÞAÐ ER EKKI ÞJÓÐARINNAR AÐ BORGA ÓREIÐUSKULDIR ÞESSARA MANNA.
Það er ekki hægt lengur að þessu sé troðið óréttlátlega á okkur vegna þess að þessi hataði þennan og þessi hinn.
Við Íslendingar erum búin að bjóðast til að borga lágmarks Ríkisábyrgð á þessu, þó að okkur beri engin lagaleg skylda til þess og Bretar og Hollendingar hafnað þeirri hönd sem við réttum. Má ekki gleyma því.
Stöndum á rétti okkar Íslendingar og látum ekki koma svona fram við okkur, hvorki af þessum þjóðum né eigin ríkistjórn sem er greinilega búinn að gleyma orðum sínum sem kom þeim í þessa stóla sem þau er í. Það er ekki rétt að þessu öllu saman sé troðið á herðar okkar, okkar sem gerðum ekkert af okkur. Kveðja.
Skert lífskjör og kaupmáttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr heyr.
Sigurður Haraldsson, 11.12.2009 kl. 09:22
Nákvæmlega....
Þjóðin á að kjósa "eigum við að borga Icesave? nei eða já"
Það eiga að vera Lífsgæðakosningar í vor!!
I I (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.