11.12.2009 | 15:57
Óréttlátt.
Ég segi bara í upphafi skyldi endir skoða...
Hvernig getur það gleymst hvernig tilkoma þessa skuldar er komin.
Það voru einstaklingar sem þjóðin hefur kosið að nefna útrásavíkingar, sem stálu almenningsfé sem þeim var treyst fyrir vegna gylliboða sem þeir buðu. Bara ávöxtun þessara reikninga átti að gefa til kynna að ekki var allt í lagi. Hvar eru þessir útrásavíkingar....
Hvar eru eignir þeirra ? Peningarnir sem þeir komu undan..?
Það er óréttlátt að við þjóðin horfum á þetta óréttlæti sem er verið að sýna okkur. Stöndum saman og segjum nei. Á meðan þjóðin horfir á þetta óréttlæti sem er að gerast, enginn af þessum útrásarvíkingum teknir höndum, engar eignir frystar eða innistæður. Svo nei af hverju eigum við að borga þetta á meðan þeir eiga bara að komast upp með þetta og halda bara áfram, og Guð má vita hverjir verða næst fyrir barðinu á þessum útrásarvíkingum, og hvað þá...við að borga. Nei við Íslenska þjóðin verðum að sína frumkvæði í því að svona er ekki hægt að koma fram. Skammist ykkar Jóhanna og Steingrímur. Mér finnst þið hafa framið alvaraleg kosningar svik til að komast til valda, og svoleiðis valdataka endar því miður í flestum tilvikum ekki vel, og er þetta að verða ljót saga sem verður sögð í bókum framtíðar, og okkar að útskýra fyrir afkomendum okkar hvers vegna þið vilduð, viljið knésetja okkur. kveðja.
Icesave mun ekki hverfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.