Hverjum á að trúa...

Segir AGS að samkomulag hafi náðst um aðra endurskoðun efnahagsáætlunar AGS fyrir Ísland...

Ég velti því fyrir mér út frá hverju var gengið til að þessi endurskoðun náðist..?

Fjármálaráðherra steig fram í gær og sagði það blá kalt í fréttum að ef Íslendingar samþykkja ekki ICESAVE þá fáum við Íslendingar ekki meiri lán frá AGS...

Á Alþingi er en verið að ræða fjárlög 2010, og ekki búið að samþykkja þau...

Ég veit ekki betur en ICESAVE sé en ósamþykkt og ef þjóðin fær einhverju um það ráðið, þá verður það aldrei samþykkt í þeirri mynd sem það er í dag.

Svo les maður fréttir af nýjasta fundi þessa hóps sem hefur verið  að kanna staðreyndir í þessu öllu saman, og þá sér maður eða les frekar að það hefur ekkert breyst í útreikningi AGS. Engin raunverulegur útreikningur sem byggist á staðreyndum eins og staðan er..

Þannig að í mínum huga, þá dettur sá fyrr út sem hefur verið ótrúverðugur...

Pössum Sjálfstæði okkar Íslendingar og látum ekki þröngva okkur eða neyða í einhverja stöðu, eða eitthvað sem er ekki okkar.  Kveðja.


mbl.is Samkomulag um aðra endurskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já látum ekki troða á okkur og láta allt yfir okkur ganga.

Sigurður Haraldsson, 15.12.2009 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband