Og hvað með það...

ICESAVE 4 í röðinni og þess vegna réttlætanlegt...

Hverslags rugl er þetta segi ég, þó að 4 í röðinni sé þá er þessi ICESAVE skuld ekki okkar. Skuldarstaða okkar er vissulega ekki góð, er reyndar mjög erfið og fer það ekki fram hjá þjóðinni í dag. Að við eigum bara að sætta okkur við að skuldum annara sé á okkur troðið vegna þess að við erum í svo erfiðri stöðu skuldalega séð fyrir, er náttúrulega algjör veruleika fyrring. Á ég bara ekki til nógu sterkt orð yfir það sem mér finnst um það.

En algjör veruleika fyrring segi ég og á ekki að líðast á einn eða neinn hátt að það sé allt í lagi að við borgum bara ICESAVE vegna þess að það er jú bara 4 stæðsta skuld... sem er ekki okkar einu sinni. Það eru hundruðir búnir að missa heimilin sín, yfir 1000 fasteignir á frest frá gjaldþroti, og þá væntanlega yfir 1000 fjölskyldur sem fara á götuna, ekki er hægt að sjá að nokkuð eigi að gera í þeim málum, þar sem það er komið í ljós að bankarnir munu ekki bera tapið, þeir munu passa að tapið lendi ekki hjá sér, eftir orðum Mark Flanagan að skilja.

Það er ekkert land sem AGS hefur komið að sem er í velsæmdum í dag. Fyrir mér þá er alveg ljóst að skuldir okkar eru miklar, og þær það miklar að við munum eiga í fullu fangi með að standast greiðslubyrgði okkar af því sem er. Það er nauðsynlegt að ICESAVE fari fyrir dómstóla, og réttir eigendur þessa ICESAVE reiknings verði látnir bera ábyrgð á honum, nóg er af skuldum hjá okkur að greiða, og við verðum að eiga möguleika á að rífa efnahagshjólið upp. Þessir menn hjá AGS, geta ekki sýnt neitt haldbært til að byggja á sem styður þessa draummóra áætlun sem þeir eru með varðandi hagsældina sem þeir eru að gefa sér, og allt þetta dæmi hjá þeim greinilega reiknað út frá. Við verðum að vera vakandi fólk og halda vörð um réttlæti okkar. Það er ekki til sölu.. Kveðja.    


mbl.is Flanagan: Icesave í fjórða sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

AGS hefur 5 sinnum lánað Íslandi. Síðast á áttunda áratugnum. Síðasta Vestrænalandið sem þáði aðstoð AGS var Bretland 1972 minnir mig. Minni þig líka á að flest lönd sem vitnað er til höfðu fram að því að þau óskuðu eftir aðstoð AGS ekki verið rík lönd. Við erum að tala um að bróður partur þeirra eru þróunarlönd þar sem að yfirvöld hafa rakað að sér peningum og skilið fólk eftir í fátækt. Því hafa þau m.a. lent í vandamálum að borga til bara orðið að einkavæð og selja eignir eins og skóla og fleiri hluti því þau flytja sáralítð út og tekjur því takmarkaðar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.12.2009 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband