28.12.2009 | 22:15
Nöfnin upp núna.
Þetta er alveg ótrúlegt sem er að gerast hér, það virðist sem enginn í ríkistjórn fáist til að sjá málið eins og það er. Frá fjármálaráðherra kemur Þessi tala í dag útaf því að hún hentar núna, svo hin talan á morgun þá hentar hún betur, svo kemur 3 talan einhverstaðar vegna þess að hún hentar þá.
HVERSLAGS SKRÍPA LEIKUR ER ÞETTA HJÁ FJÁRMÁLARÁÐHERRA OG RÍKISTJÓRNINNI. þessi flutningur í dag og kvöld er með endemum.
Við verðum að borga ICESAVE vegna þess að sá samningur sé grundvöllur hér til að hægt sé að byggja upp heilbrigt samfélag segir Sigríður Ingibjörg. Frá Árni Páli kom ef ef ef ef þetta og ef hitt.
Björn Valur segir að Samfylkingin sé að axla ábyrgð í svari við spurningu um ráðningu Jóns Sigurðssonar í bankastjórastöðu Íslandsbanka........
Skuldugast þjóð á byggðu bóli er búið að heyrast í dag. Sérfræðingar eru búnir að benda á að ríkistjórnin sé að vanmeta skuldir en ofmeta eignir.... Hvað þýðir það jú skuldir eru meir en er verið að gera ráð fyrir og eignir minni en vilja látast vera. Ljóst er í þessu öllu að við munum ekki geta borgað og það er ekki verið að ræða það. Það er ekki verið að tala um allar staðreyndirnar sem eru meir og meir að koma fram um réttarstöðu okkar í að eiga ekki að borga þetta allt ein, aðrar þjóðir hafa sína ábyrgð líka, algjörlega fyrir utan þetta allt þá er ekki verið að ræða það að það var engin ábyrgð á þessum reikningum og fyrir utan það þá er ekki verið að ræða það að okkur ber ekki að borga þetta vegna þess að við erum ekki eigenda-nöfnin á Icesave skuldinni, og krefst ég þess núna að nöfn þessara útrásavíkinga sem stálu þessum peningum frá Þessum einstaklingunum verði sett hér á netið og í fjölmiðla, svo Bretar og Hollendingar geti farið að rukka rétta eigendur. Ljóst er að lengra verður ekki komist hjá ríkistjórninni í þessu máli, svo hún verður að víkja vegna vanhæfni í þessu máli eins og staðan er núna svo hægt sé að halda áfram. Vanhæf Ríkistjórn segi ég núna. Kveðja.
Vægi Icesave úr öllu samhengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta vað ekki það sem ég barðist fyrir þvílík ógæfa.
Sigurður Haraldsson, 29.12.2009 kl. 01:38
Jæja segðu Sigurður. Maður er eiginlega sleginn yfir þessu öllu saman og maður er ekki að skilja þessa stöðu og hvað býr að baki hjá ríkistjórninni.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.12.2009 kl. 02:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.