Lausn sem mun færa frið.

Þessa hugmynd styð ég og finnst mér hún vera eina vitið eins og staðan er orðin í þessu Icesave máli. Ríkistjórnin verður að treysta vinnuveitendum sínum sem erum við hér. Það er verið að fara fram á við tökum á okkur svo stóra skuld sem aðrir eiga að það gæti orðið okkur ofviða.

Ég held að það þurfi ekki mikið að upplýsa þjóðina í viðbót við það sem hún veit nú þegar um þetta, og er nóg að vera með það á hreinu hvort maður er sá sem stal þessum innieignum frá þessum einstaklingum sem  lögðu inn á Icesave reikninganna eða ekki. Ekki á ég þátt í þessu ráni sem átti sér stað svo ég mun hafna þessu. 

Vegna þessa segi ég að þetta er lausn sum færa frið, og þá vitum við hvar við stöndum og getum haldið áfram út frá því. 


mbl.is Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Heyr, heyr.

En væri ekki gott að fá einhverjar skýringar hjá Alþingismönnum ríkisstjórnar,hvers vegna þeir styðja þetta frumvarp um greiðsluábyrgð?

Eggert Guðmundsson, 29.12.2009 kl. 01:44

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Vissulega væri það gott, og ætti að verða þannig en þeir greinilega þora ekki að segja okkur hversvegna, kannski er ástæðan svo fáránleg og þess vagna segja þeir ekki neitt. Við þjóðin erum ekki vitleysingar og það er hægt að útskýra fyrir okkur, og einhvernvegin er það svo að þegar sannleikurinn er sagður þá hætta spurningarnar.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.12.2009 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband