30.12.2009 | 00:49
Hversu trúverðugir eru þessir menn...
Ég verð að segja það að fyrir mitt leiti að þá tek ég þessa Lögmannsstofu fram yfir Fjármálaráðerra og Utanríkisráðherra í trúverðugleika..
Við skulum athuga það að þessi gögn og þessar upplýsingar sem eru að koma fram og varða meðal annars réttarstöðu okkar gagnvart Hryðjuverkalögunum sem Bretar skelltu á okkur, voru fyrst send í MARS síðastliðinn á þessu ári, send á núverandi Ríkistjórn FYRIR KOSNINGAR, svo það er búið að ljúga bæði að Alþingismönnum og okkur Íslendingum af sitjandi Ríkistjórn...
Þetta er svo alvaralegt mál sem er að uppvísast hér. Svo alvaraleg, þegar staðan er skoðuð sem er verið að setja okkur í efnahagslega séð, vegna þess sem við erum látin halda. Látin halda segi ég því það er búið að vera kappsmál hjá Ríkistjórninni að halda þessari fölsku mynd á lofti.
Ég held að Ríkistjórninni sé ekki stætt lengur við stóla sína hvað þá að setjast í þá.
Hún hlítur að verða að segja sig frá vegna þessa máls alls. Vegna þeirra svika og pretta sem hún er búinn að vera með gagnvart fólkinu sem kaus hana, kaus af heilum hug og í góðri trú á kosningarloforðin. Segja sig frá vegna þess að allur hennar tími er búinn að fara í þetta mál Icesave og ESB inngöngu sína, sem og í að taka lán. Það er verið að setja okkur og afkomendur okkar í ánauð. Það er ekkert búið að gera fyrir fólkið í landinu en þá. Fleiri að bætast í tölu Atvinnulausra, fleiri að missa heimilin sín vegna þess að engar raunhæfar aðgerðir koma þar. Við sjáum á þessu hvert öll orka Ríkistjórnarinnar hefur farið.
Maður veit ekki alveg hvað er næsta skref, en það hlítur að verða eitt af fyrstu skrefum að stoppa þetta bull sem er í gangi þarna innandyra. Það er ekki verið að vinna með okkar hag og velferð í huga og það er ekki hægt að líða lengur, með allar þessar upplýsingar sem eru komnar fram í viðbót. Stöndum saman og pössum fullveldi okkar og sjálfstæði, það er í mikillri hættu núna. Kveðja.
Steingrímur segist trúa Össuri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mætum að alþingi á morgun!
Sigurður Haraldsson, 30.12.2009 kl. 01:05
Já ég er hreinlega á því að fólk á að leggja niður vinnu á morgun og allir sem einn konur og menn krakkar sem og unglingar komi niður að Alþingishúsi og mótmæli. Þetta er ekki hægt lengur.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.12.2009 kl. 01:12
Algjörlega sammála.
Halla Rut , 30.12.2009 kl. 01:29
Búinn að bóka flug!
Sigurður Haraldsson, 30.12.2009 kl. 01:34
Mæta niður á Alþingi og henda þessu helvítins landráða/lygapakki ÚT
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 02:24
Stattu við fyrirheitið,.Arni.
Helga Kristjánsdóttir, 30.12.2009 kl. 04:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.