Bloggfærslur mánaðarins, október 2011
6.10.2011 | 07:40
Ríkisstjórnin ber ábyrgð...
Það sem er sorglegast í þessu er að það var núverandi Ríkisstjórn sem þótti alveg sjálfsagt að færa öll íbúðarlánin á gjafverði yfir til fjármálastofnana í endurreisninni eftir hrun, á gjafvirði til fjármálastofnana á kostnað heimila Landsmanna sem eiga bara að sætta sig við að tapa öllu sínu segi ég ef þau sætta sig ekki við að sitja uppi með yfirveðsettar eignir...
Ríkisstjórnin er ábyrg fyrir þessum gjörningi vegna þess að gjörningurinn er hennar...
Að ætlast til þess að sama Ríkisstjórn lagi til baka gerðan hlut mun ekki gerast...
Það væri búið að gerast ef það væri áhugi fyrir því við skulum átta okkur á því og vegna þessa þá er það mjög mikilvægt að þessari Ríkisstjórn verði komið frá hið fyrsta vegna þess að það er alveg öruggt að á meðan hún situr þá gerir Þjóðin ekkert annað en að halda áfram að tapa öllu sínu...
það verður að koma þessari Ríkisstjórn frá og gera hana ábyrga fyrir þessu klúðri, það er flestum að verða það ljóst í dag að fyrr gerist engin endurreisn...
Ríkið þarf að borga fyrir frekari afskriftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2011 | 07:18
Væl eða ekki væli...
Ég er nú á því að Sinfóníuhljómsveit sem sögð er það góð að hún sé á heimsmælikvarða ætti að geta rekið sig sjálf...
Þessi fréttaflutningur sem maður heyrir að ef Sinfóníuhljómsveitin væri ekki þá væri ekkert tónlistarlíf í Landinu leyfi ég mér að segja að sé firra...
Hjá flestum þá er þetta hoppý að leika á hljóðfæri...
Sakar unga sjálfstæðismenn um væl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.10.2011 | 15:44
Hvernig mótmæli þarf til að það verði hlustað...
Fyrir mér þá er þetta mjög alvaralegt og full ástæða fyrir Ríkisstjórnina að stíga til hliðar...
Ríkisstjórnin er gjörsamlega rúin öllu trausti og það er hún að neita að horfast í augu við...
Það er sorglegt að þessi staða sé ennþá uppi og það er engum um hana að kenna nema núverandi Ríkisstjórn sem sveik kjósendur sínar íllilega. Kjósendur sem trúðu og treystu orðum hennar í síðasta kosningarslag...
Það varð Fjármálahrun á heimsvísu sem hefur ekkert farið framhjá okkur Íslendingum frekar en öðrum Þjóðum, það sem gerðist líka hér á Landi var að bankarnir voru rændir innan frá og það er eins og það megi ekki taka á þeim gjörningi eða tala um hann og hvað þá að þeir sem þar áttu hlut að máli hafi verið látnir sæta ábyrgð...
Þjóðin er að mótmæla því að öllu sé kastað á hana til borgunar og henni gjörsamlega fórnað...
Við skulum athuga það að það er fullt af fjölskyldum og einstaklingum sem eru búnir að missa allt sitt eða við það að missa allt sitt og hjá sumum þá er hreinlega engu að tapa lengur vegna þess að fyrir þeim þá er allt farið þegar æran er farin.
Það má velta því fyrir sér hvort 16 ára fangelsi fyrir útrás á reiði sinni sé gjörningsins virði. Sumir hafa tekið eigið líf...
Það er ráð að spyrja Ríkisstjórnina hvernig mótmæli það séu sem hún hlustar á og efna til þannig mótmæla frekar en að bíða eftir því að voða-atburður gerist...
Það hlítur að þurfa mikil vonbrigði og mikið vonleysi hjá manneskju til að hún grípi til voðaverka...
Ríkisstjórnin er rúin öllu trausti og það verður hún að hlusta á og virða og það gerir hún ekki nema að stíga frá og boðað verði til nýrra kosninga.
Nú enn og aftur segi ég að ef þessi Ríkisstjórn er svona sannfærð um ágæti sitt þá hefur hún væntanlega ekkert að óttast...
Þingmenn slegnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.10.2011 | 01:29
Snúum baki í Ríkisstjórnina...
Já mér líst vel að einhver stígi fram og reyni að tala við fólkið.
Það græðir engin á því að vera með læti og ef þau okkar sem ætlum að mæta tökum okkur saman og sínum samstöðu í því að snúa bökum í þau þegar þau koma úr kirkjunni og púum frekar hátt og skýrt á milli þess sem við segjum VANHÆF RÍKISSTJÓRN--- VIÐ VILJUM KOSNINGAR STRAX....
Þá ætti það að gera sitt.
Ég get ekki ímyndað mér annað en að Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir gerir sér grein fyrir þeirri staðreynd að henni er ekki stætt lengur í vinnu sinni án þess að endurnýja umboð sitt...
Nú ef þessi Norræna velferðar Ríkisstjórn nær meirihluta kosningu þá getur hún haldið þessari vinnu sinni áfram...
Ríkisstjórnin er búinn að vera dugleg í því núna að segja okkur hvað allt er búið að ganga vel og við í góðu skjóli og ef svo er þá ætti þessi Ríkisstjórn ekki að óttast kosningar...
Við þjóðin horfum á allt annað og upplifum ekki þetta góðæri liggur við að ég segi sem þau eru að predika að sé...
Mér finnst ekki ástæða til að heiðra hana með blómum því miður....
Hvetur til friðsamlegra mótmæla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar